Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2025 07:01 Heimir Hallgrímsson kemur skilaboðum til sinna manna á Aviva-leikvanginum í Dublin í gærkvöld. Getty/David Fitzgerald Heimir Hallgrímsson heldur í vonina um að koma Írum á HM í fótbolta, og ljúka þannig 24 ára bið frá síðasta heimsmeistaramóti Írlands, eftir „ófagran“ 1-0 sigur á Armenum í gærkvöld. Það leit út fyrir að Írar yrðu jafnir Ungverjum að stigum eftir kvöldið, í 2.-3. sæti F-riðils, en Liverpool-maðurinn Dominik Szoboszlai skoraði þá dýrmætt jöfnunarmark í uppbótartíma fyrir Ungverjaland gegn Portúgal, og tryggði 2-2 jafntefli. Það þýðir að Portúgal er með 10 stig í efsta sæti, Ungverjaland með 5, Írland 4 og Armenía 3, fyrir lokaleikina í nóvember, þegar Írar taka á móti Portúgal og sækja svo Ungverjaland heim. Efsta liðið kemst beint á HM en Heimir stefnir, líkt og íslenska landsliðið, á 2. sætið sem gefur farmiða í umspil í mars. Heimir sagði við írska fjölmiðla eftir sigurinn í Dublin í gær að jafntefli Portúgals og Armeníu breytti engu: „Nei, í rauninni breytir það ekki neinu. Við vissum alltaf að við þyrftum að fara til Ungverjalands og ná í þrjú stig,“ sagði Heimir. „Núna lítur út fyrir að við þurfum stig gegn Portúgal, eða þá að Armenía geri okkur greiða í Jerevan [með því að tapa ekki gegn Ungverjalandi]. Við sjáum öll að þetta armenska lið er illviðráðanlegt. Þeir eru með mikið hugrekki og baráttuanda,“ sagði Heimir. Aðalatriðið að vinna þó ekki væri það glæsilegt Evan Ferguson skoraði eina markið á Aviva-leikvanginum í gær, á 70. mínútu, en frammistaða Íra þótti ekki sannfærandi. Sérstaklega miðað við það að Armenar misstu mann af velli með rautt spjald á 52. mínútu. „Við sögðum það fyrir fram að við myndum þiggja ófagran 1-0 sigur og þetta var líklega frekar ófagur 1-0 sigur, svo við getum ekki verið óánægðir. Við höfum verið að kvarta yfir því að illa gangi í seinni leik hverrar tarnar. Við verðum að gleðjast yfir að hafa núna unnið. Við höfum líka kvartað yfir að fá sífellt á okkur mark snemma. Núna gerðist það ekki og við héldum markinu hreinu, sem er gott skref. Við tökum það jákvæða úr þessu yfir í næstu leiki. Það er bara nýr dagur og þessi leikur skiptir engu máli. Við þurftum bara þrjú stig til að halda okkur á lífi, það var aðalatriðið, svo við getum ekki lesið of mikið í þessa frammistöðu,“ sagði Heimir. HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
Það leit út fyrir að Írar yrðu jafnir Ungverjum að stigum eftir kvöldið, í 2.-3. sæti F-riðils, en Liverpool-maðurinn Dominik Szoboszlai skoraði þá dýrmætt jöfnunarmark í uppbótartíma fyrir Ungverjaland gegn Portúgal, og tryggði 2-2 jafntefli. Það þýðir að Portúgal er með 10 stig í efsta sæti, Ungverjaland með 5, Írland 4 og Armenía 3, fyrir lokaleikina í nóvember, þegar Írar taka á móti Portúgal og sækja svo Ungverjaland heim. Efsta liðið kemst beint á HM en Heimir stefnir, líkt og íslenska landsliðið, á 2. sætið sem gefur farmiða í umspil í mars. Heimir sagði við írska fjölmiðla eftir sigurinn í Dublin í gær að jafntefli Portúgals og Armeníu breytti engu: „Nei, í rauninni breytir það ekki neinu. Við vissum alltaf að við þyrftum að fara til Ungverjalands og ná í þrjú stig,“ sagði Heimir. „Núna lítur út fyrir að við þurfum stig gegn Portúgal, eða þá að Armenía geri okkur greiða í Jerevan [með því að tapa ekki gegn Ungverjalandi]. Við sjáum öll að þetta armenska lið er illviðráðanlegt. Þeir eru með mikið hugrekki og baráttuanda,“ sagði Heimir. Aðalatriðið að vinna þó ekki væri það glæsilegt Evan Ferguson skoraði eina markið á Aviva-leikvanginum í gær, á 70. mínútu, en frammistaða Íra þótti ekki sannfærandi. Sérstaklega miðað við það að Armenar misstu mann af velli með rautt spjald á 52. mínútu. „Við sögðum það fyrir fram að við myndum þiggja ófagran 1-0 sigur og þetta var líklega frekar ófagur 1-0 sigur, svo við getum ekki verið óánægðir. Við höfum verið að kvarta yfir því að illa gangi í seinni leik hverrar tarnar. Við verðum að gleðjast yfir að hafa núna unnið. Við höfum líka kvartað yfir að fá sífellt á okkur mark snemma. Núna gerðist það ekki og við héldum markinu hreinu, sem er gott skref. Við tökum það jákvæða úr þessu yfir í næstu leiki. Það er bara nýr dagur og þessi leikur skiptir engu máli. Við þurftum bara þrjú stig til að halda okkur á lífi, það var aðalatriðið, svo við getum ekki lesið of mikið í þessa frammistöðu,“ sagði Heimir.
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira