Enski boltinn

Coot­e viður­kennir að hafa fram­leitt barnaníðs­efni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
David Coote gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm.
David Coote gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm. epa/ADAM VAUGHAN

Fótboltadómarinn fyrrverandi, David Coote, hefur játað að hafa framleitt barnaníðsefni.

Coote játaði sök í réttarsal í Nottingham. Hann er ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni í flokki A sem er alvarlegasti flokkurinn. Coote hafði áður neitað sök en hefur nú gengist við broti sínu.

Dómarinn fyrrverandi var látinn laus gegn tryggingu en málið verður aftur tekið fyrir 11. desember næstkomandi.

„Þú hefur játað sök í alvarlegu máli. Hvort þetta þýðir fangelsisvist eða ekki verður ákveðið þegar allar upplýsingar liggja fyrir,“ sagði dómarinn Nirmal Shant KC.

Coote var rekinn af enska knattspyrnusambandinu eftir að myndband þar sem hann úthúðaði Jürgen Klopp, þáverandi knattspyrnustjóra Liverpool, fór í dreifingu. Í ágúst síðastliðnum var hann dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp.

Ekki nóg með það heldur bannaði UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, Coote eftir að myndir af honum að sjúga hvítt duft í gegnum upprúllaðan peningaseðil á EM 2024 komu fram í dagsljósið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×