Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Sjúkraliðafélag Íslands 20. október 2025 08:35 Sjúkraliðar sinna verkefnum sem krefjast styrks, fagmennsku og úthalds. Sjúkraliðar eru þrautseigjustétt sem heldur þjónustunni gangandil Formaður Sjúkraliðafélags Íslands kallar eftir liðsauka við framlínuna. Sjúkraliðafélag Íslands hefur hrundið af stað átaki sem miðar að því að efla ímynd sjúkraliðastarfsins, kynna tækifæri innan stéttarinnar og hvetja til nýliðunar. Með verkefninu vilja sjúkraliðar sýna almenningi fagmennskuna, ábyrgðina og styrkinn sem fylgir því að vera hluti af mikilvægustu stoð heilbrigðiskerfisins. „Það er kominn tími til að sjúkraliðar fái að segja sína eigin sögu og sýna stoltið, samkenndina og þá sterku tilfinningu sem fylgir því að vera að gera gagn. Við viljum sýna fólki hvað starfið raunverulega felur í sér," segir Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Sjúkraliðar sinna verkefnum sem krefjast styrks, fagmennsku og úthalds. Við stöndum í framlínu heilbrigðisþjónustunnar og tryggjum að hjúkrun og umönnun haldist stöðug og örugg, sama hverjar aðstæður eru. Sjúkraliðar eru þrautseigjustétt sem heldur þjónustunni gangandi, Fagmennska og seigla í fyrirrúmi Átakið byggir á frásögnum og myndefni þar sem sjúkraliðar tala beint út frá eigin reynslu. Í þeim sögum kemur skýrt fram hversu margslungið og krefjandi starfið er en líka hversu gefandi það getur verið. Sjúkraliðar standa nær skjólstæðingnum en flestir aðrir innan heilbrigðisþjónustunnar. Sandra B. Franks formaður SLF „Við erum augu, eyru og hendur teyma og tökum oft fyrst eftir breytingum á líðan og þörfum sjúklingsins," segir Sandra. Lára María Valgerðardóttir, verkefnastjóri kynningar- og markaðsmála hjá félaginu, tekur undir þessi orð. Hún segir að í starfi sjúkraliða sameinist líkamleg færni, hugræn hæfni og innsæi. „Það er þessi blanda af fagmennsku og mannlegri nærveru sem gerir starfið einstakt og mikilvægt,“ segir hún. Brýnt að fjölga í stéttinni Átakið kemur á hárréttum tíma, enda er staðan á vinnumarkaði krefjandi. Meðalaldur sjúkraliða á Íslandi er um 49 ár, og innan 12 ára verður þriðjungur stéttarinnar kominn á lífeyrisaldur. Aðeins 6% sjúkraliða eru undir 25 ára aldri og ef ekkert verður að gert mun fjöldi sjúkraliða fækka um rúmlega 700 manns á næstu árum. „Þessar tölur tala sínu máli,“ segir Sandra. „Það vantar sjúkraliða um allt land og við verðum að tryggja að fleiri sjái þetta sem raunhæfan og spennandi starfsferil.“ Lára María Valgerðardóttir verkefnastjóri kynningar- og markaðsmála SLF Sjúkraliðafélagið telur um 2.300 virka félagsmenn, en margir þeirra sem hafa starfsleyfi velja að starfa á öðrum sviðum eða halda áfram námi. Þess vegna telur félagið nauðsynlegt að skapa raunverulega framgangsmöguleika innan stéttarinnar. Við viljum að sjúkraliðanámið sé traustur faglegur grunnur að ævistarfi þar sem fólk getur vaxið í starfi, sérhæft sig og tekið aukna ábyrgð Samdra bendir á að diplómanámið við Háskólann á Akureyri sé mikilvægur þáttur í þeirri þróun. Starf sem krefst styrks, seiglu og samkenndar Starf sjúkraliða er fjölbreytt og spannar nær öll svið heilbrigðisþjónustunnar. Sjúkraliðar starfa á sjúkrahúsum, hjúkrunar- og dvalarheimilum, í heilsugæslum, heimahjúkrun og endurhæfingu. Þeir sinna hjúkrun og stuðningi við fólk á öllum aldri, frá ungbörnum til eldra fólks. „Enginn dagur er eins,“ segir Lára. „Við vinnum í bráðaaðstæðum þar sem taka þarf ákvarðanir hratt og örugglega, en eigum líka í samtölum við fólk sem þarf tíma og hlustun. Það er þessi fjölbreytni sem gerir starfið svo lifandi.“ Sandra bætir við að sjúkraliðar séu grunnstoð heilbrigðiskerfisins. Við tryggjum að þjónustan sé stöðug, örugg og fagleg. Það þarf að endurspeglast í stefnumótun, fjármögnun og virðingu fyrir starfinu. Starfsöryggi mikið og tækifæri til vaxtar Atvinnuhorfur í stéttinni eru góðar. Sjúkraliðar eru eftirsóttir um allt land og starfsöryggi er mikið. „Þeir sem hefja störf sem sjúkraliðar finna fljótt að þeir eru ómissandi hluti af teyminu,“ segir Lára. „Starfið veitir bæði öryggi, sveigjanleika og tilgang.“ Þó grunnlaunin endurspegli ekki alltaf ábyrgðina sem fylgir starfinu, gefur það fjölbreyttar leiðir til launaþróunar. „Laun taka mið af reynslu, vöktum og aukinni ábyrgð, og margir nýta sveigjanleikann til að bæta við sig menntun eða sérhæfingu,“ útskýrir hún. Sjúkraliðanámið sjálft býður upp á fjölmarga framhalds- og sérhæfingarmöguleika. Margir halda áfram í diplómanám eða leggja fyrir sig öldrunar- og heimahjúkrun eða samfélagsgeðhjúkrun. „Með slíku námi eykst fagleg hæfni og ábyrgð, og sjúkraliðar geta tekið stærra hlutverk í teymisvinnu, sinnt gæðastarfi og fræðslu á vinnustað. Diplómanámið er því raunveruleg brú milli framhaldsskóla og háskólastigs og styrkir stöðu sjúkraliða sem fagstéttar. Námið er ekki endapunktur heldur upphaf að starfsferli þar sem fólk getur vaxið og þróast,“ segir Sandra. Landsliðið í seiglu Í nýja kynningarverkefninu er lögð sérstök áhersla á jákvæða ímynd sjúkraliða og mikilvægi starfsins í samfélaginu. Myndbönd, viðtöl og sögur úr starfi verða birt á samfélagsmiðlum, heimasíðu félagsins og í samstarfi við skóla og heilbrigðisstofnanir. Átakið ber heitið „Landsliðið í seiglu“, og byggir á hugmyndinni að allir sem starfa í heilbrigðisþjónustunni séu hluti af einu landsliði sem heldur kerfinu gangandi. „Þetta er liðið sem stendur vaktina í samskiptum, hlustun, hughreystingu og seiglu – sama hvort unnið er á sjúkrahúsi eða í heimahjúkrun,“ útskýrir hún. „Slagorðin Landsliðið í seiglu, Landsliðið í hjúkrun, Landsliðið í hlýju endurspegla þann anda sem við viljum miðla.“ Kynning á samfélagsmiðlum og í skólum Sjúkraliðafélagið nýtir samfélagsmiðla á borð við Facebook, Instagram og TikTok til að ná til breiðari hóps, sérstaklega ungs fólks sem stendur frammi fyrir námsvali. Þar birtast viðtöl, stutt myndbönd og sögur sem varpa ljósi á daglegt starf sjúkraliða. „Við vinnum einnig í nánu samstarfi við framhaldsskóla og námsráðgjafa til að kynna sjúkraliðanámið og vekja áhuga á starfinu. Það felur meðal annars í sér þátttöku í viðburðum eins og Mín framtíð sem Verkiðn stendur fyrir, námskynningar og dreifingu fræðsluefnis sem sýnir skýrar hvaða leiðir og tækifæri sjúkraliðastarfið býður upp á. Við hvetjum alla til að fylgjast með okkur á,“ segir Sandra. „Við erum landsliðið í seiglu og við þurfum fleiri með okkur í lið.“ Hvað viljið þið segja við þau sem eru að velta fyrir sér sjúkraliðanámi? „Ekki hika,“ segir Sandra. „Að verða sjúkraliði er val um starf sem skiptir máli, í orðsins fyllstu merkingu. Þetta starf endurspeglar árangurinn strax, fagmennska og fólkið gera gæfumuninn á hverjum degi. Ef þú vilt vinna með fólki, gera gagn og taka þátt í starfi þar sem enginn dagur er eins, þá er sjúkraliðanám rétta leiðin. Þú þarft ekki að kunna allt þegar þú byrjar. Það sem skiptir máli er viljinn til að læra, samkenndin og ábyrgðin gagnvart fólki.“ Lára tekur undir og bætir við: „Þú ert hluti af liði sem stendur vörð um öryggi og velferð fólks og það er ekkert mikilvægara en það.“ „Starf skjúkraliða felur í sér hluti sem engin tækni getur leyst af hólmi,“ segir Sandra að lokum. „Við erum landsliðið í seiglu og við þurfum fleiri með okkur í lið.“ Heilsa Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
„Það er kominn tími til að sjúkraliðar fái að segja sína eigin sögu og sýna stoltið, samkenndina og þá sterku tilfinningu sem fylgir því að vera að gera gagn. Við viljum sýna fólki hvað starfið raunverulega felur í sér," segir Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Sjúkraliðar sinna verkefnum sem krefjast styrks, fagmennsku og úthalds. Við stöndum í framlínu heilbrigðisþjónustunnar og tryggjum að hjúkrun og umönnun haldist stöðug og örugg, sama hverjar aðstæður eru. Sjúkraliðar eru þrautseigjustétt sem heldur þjónustunni gangandi, Fagmennska og seigla í fyrirrúmi Átakið byggir á frásögnum og myndefni þar sem sjúkraliðar tala beint út frá eigin reynslu. Í þeim sögum kemur skýrt fram hversu margslungið og krefjandi starfið er en líka hversu gefandi það getur verið. Sjúkraliðar standa nær skjólstæðingnum en flestir aðrir innan heilbrigðisþjónustunnar. Sandra B. Franks formaður SLF „Við erum augu, eyru og hendur teyma og tökum oft fyrst eftir breytingum á líðan og þörfum sjúklingsins," segir Sandra. Lára María Valgerðardóttir, verkefnastjóri kynningar- og markaðsmála hjá félaginu, tekur undir þessi orð. Hún segir að í starfi sjúkraliða sameinist líkamleg færni, hugræn hæfni og innsæi. „Það er þessi blanda af fagmennsku og mannlegri nærveru sem gerir starfið einstakt og mikilvægt,“ segir hún. Brýnt að fjölga í stéttinni Átakið kemur á hárréttum tíma, enda er staðan á vinnumarkaði krefjandi. Meðalaldur sjúkraliða á Íslandi er um 49 ár, og innan 12 ára verður þriðjungur stéttarinnar kominn á lífeyrisaldur. Aðeins 6% sjúkraliða eru undir 25 ára aldri og ef ekkert verður að gert mun fjöldi sjúkraliða fækka um rúmlega 700 manns á næstu árum. „Þessar tölur tala sínu máli,“ segir Sandra. „Það vantar sjúkraliða um allt land og við verðum að tryggja að fleiri sjái þetta sem raunhæfan og spennandi starfsferil.“ Lára María Valgerðardóttir verkefnastjóri kynningar- og markaðsmála SLF Sjúkraliðafélagið telur um 2.300 virka félagsmenn, en margir þeirra sem hafa starfsleyfi velja að starfa á öðrum sviðum eða halda áfram námi. Þess vegna telur félagið nauðsynlegt að skapa raunverulega framgangsmöguleika innan stéttarinnar. Við viljum að sjúkraliðanámið sé traustur faglegur grunnur að ævistarfi þar sem fólk getur vaxið í starfi, sérhæft sig og tekið aukna ábyrgð Samdra bendir á að diplómanámið við Háskólann á Akureyri sé mikilvægur þáttur í þeirri þróun. Starf sem krefst styrks, seiglu og samkenndar Starf sjúkraliða er fjölbreytt og spannar nær öll svið heilbrigðisþjónustunnar. Sjúkraliðar starfa á sjúkrahúsum, hjúkrunar- og dvalarheimilum, í heilsugæslum, heimahjúkrun og endurhæfingu. Þeir sinna hjúkrun og stuðningi við fólk á öllum aldri, frá ungbörnum til eldra fólks. „Enginn dagur er eins,“ segir Lára. „Við vinnum í bráðaaðstæðum þar sem taka þarf ákvarðanir hratt og örugglega, en eigum líka í samtölum við fólk sem þarf tíma og hlustun. Það er þessi fjölbreytni sem gerir starfið svo lifandi.“ Sandra bætir við að sjúkraliðar séu grunnstoð heilbrigðiskerfisins. Við tryggjum að þjónustan sé stöðug, örugg og fagleg. Það þarf að endurspeglast í stefnumótun, fjármögnun og virðingu fyrir starfinu. Starfsöryggi mikið og tækifæri til vaxtar Atvinnuhorfur í stéttinni eru góðar. Sjúkraliðar eru eftirsóttir um allt land og starfsöryggi er mikið. „Þeir sem hefja störf sem sjúkraliðar finna fljótt að þeir eru ómissandi hluti af teyminu,“ segir Lára. „Starfið veitir bæði öryggi, sveigjanleika og tilgang.“ Þó grunnlaunin endurspegli ekki alltaf ábyrgðina sem fylgir starfinu, gefur það fjölbreyttar leiðir til launaþróunar. „Laun taka mið af reynslu, vöktum og aukinni ábyrgð, og margir nýta sveigjanleikann til að bæta við sig menntun eða sérhæfingu,“ útskýrir hún. Sjúkraliðanámið sjálft býður upp á fjölmarga framhalds- og sérhæfingarmöguleika. Margir halda áfram í diplómanám eða leggja fyrir sig öldrunar- og heimahjúkrun eða samfélagsgeðhjúkrun. „Með slíku námi eykst fagleg hæfni og ábyrgð, og sjúkraliðar geta tekið stærra hlutverk í teymisvinnu, sinnt gæðastarfi og fræðslu á vinnustað. Diplómanámið er því raunveruleg brú milli framhaldsskóla og háskólastigs og styrkir stöðu sjúkraliða sem fagstéttar. Námið er ekki endapunktur heldur upphaf að starfsferli þar sem fólk getur vaxið og þróast,“ segir Sandra. Landsliðið í seiglu Í nýja kynningarverkefninu er lögð sérstök áhersla á jákvæða ímynd sjúkraliða og mikilvægi starfsins í samfélaginu. Myndbönd, viðtöl og sögur úr starfi verða birt á samfélagsmiðlum, heimasíðu félagsins og í samstarfi við skóla og heilbrigðisstofnanir. Átakið ber heitið „Landsliðið í seiglu“, og byggir á hugmyndinni að allir sem starfa í heilbrigðisþjónustunni séu hluti af einu landsliði sem heldur kerfinu gangandi. „Þetta er liðið sem stendur vaktina í samskiptum, hlustun, hughreystingu og seiglu – sama hvort unnið er á sjúkrahúsi eða í heimahjúkrun,“ útskýrir hún. „Slagorðin Landsliðið í seiglu, Landsliðið í hjúkrun, Landsliðið í hlýju endurspegla þann anda sem við viljum miðla.“ Kynning á samfélagsmiðlum og í skólum Sjúkraliðafélagið nýtir samfélagsmiðla á borð við Facebook, Instagram og TikTok til að ná til breiðari hóps, sérstaklega ungs fólks sem stendur frammi fyrir námsvali. Þar birtast viðtöl, stutt myndbönd og sögur sem varpa ljósi á daglegt starf sjúkraliða. „Við vinnum einnig í nánu samstarfi við framhaldsskóla og námsráðgjafa til að kynna sjúkraliðanámið og vekja áhuga á starfinu. Það felur meðal annars í sér þátttöku í viðburðum eins og Mín framtíð sem Verkiðn stendur fyrir, námskynningar og dreifingu fræðsluefnis sem sýnir skýrar hvaða leiðir og tækifæri sjúkraliðastarfið býður upp á. Við hvetjum alla til að fylgjast með okkur á,“ segir Sandra. „Við erum landsliðið í seiglu og við þurfum fleiri með okkur í lið.“ Hvað viljið þið segja við þau sem eru að velta fyrir sér sjúkraliðanámi? „Ekki hika,“ segir Sandra. „Að verða sjúkraliði er val um starf sem skiptir máli, í orðsins fyllstu merkingu. Þetta starf endurspeglar árangurinn strax, fagmennska og fólkið gera gæfumuninn á hverjum degi. Ef þú vilt vinna með fólki, gera gagn og taka þátt í starfi þar sem enginn dagur er eins, þá er sjúkraliðanám rétta leiðin. Þú þarft ekki að kunna allt þegar þú byrjar. Það sem skiptir máli er viljinn til að læra, samkenndin og ábyrgðin gagnvart fólki.“ Lára tekur undir og bætir við: „Þú ert hluti af liði sem stendur vörð um öryggi og velferð fólks og það er ekkert mikilvægara en það.“ „Starf skjúkraliða felur í sér hluti sem engin tækni getur leyst af hólmi,“ segir Sandra að lokum. „Við erum landsliðið í seiglu og við þurfum fleiri með okkur í lið.“
Heilsa Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira