Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2025 19:13 Ingvi Hrafn Óskarsson lögmaður Neytendasamtakanna segir nánast öll lán á breytilegum kjörum með óljósa skilmála undir eftir dóm Hæstaréttar í gær. Arion banki og Landsbankinn brugðust við dómnum í dag en mál gegn þeim liggja fyrir Hæstarétti á næstunni. Dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu hefur fordæmisgildi í sambærilegum málum gegn Arion banka og Landsbankanum að mati lögmanns Neytendasamtakanna. Þá geti dómurinn haft áhrif á fasteignalán lífeyrissjóða, bílalán og önnur neytendalán á svipuðum kjörum. Ingvi Hrafn Óskarsson lögmaður Neytendasamtakanna telur að Hæstaréttardómurinn gagnvart Íslandsbanka í vaxtamálinu svokallaða frá í gær geti haft mikil áhrif á fjögur önnur vaxtamál sem snerta Landsbankann og Arion banka og snúa að óverðtryggðum og verðtryggðum lánum á breytilegum vöxtum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í vaxtamálinu svokallaða að Íslandsbanki hefði haft of víðtæka og óljósa heimild til að breyta vöxtum á óverðtryggðum húsnæðislánum. Hluti vaxtaskilmála sem kvað á um rekstrarkostnað, opinberar álögur eða aðra ófyrirséða þætti var því ógildur. Einungis sá hluti skilmála sem tengdist stýrivöxtum Seðlabanka Íslands hafi staðist lög því hann hafi byggst á skýrum og fyrirsjáanlegum viðmiðum. „Þessi niðurstaða hefur forspárgildi um vænta niðurstöðu í þeim lánamálum sem eru fyrirliggjandi í Hæstarétti og varða skilmála þeirra. Það er okkar mat að dómurinn og röksemdir hans hnígi að því að skilmálar Arion banka og Landsbanka í fyrirliggjandi málum séu ekki nægilega skýrir til að uppfylla þær lagakröfur sem gilda,“ segir Ingvi. Geti átt við um lán hjá lífeyrissjóðum Hann telur að sama geti átt við um lán á svipuðum kjörum hjá lífeyrissjóðum. „Þau sömu sjónarmið, þ.e. að vaxtabreytingar fasteignalána þurfi að byggjast á skýrum og fyrirsjáanlegum viðmiðum, eiga líka við um lífeyrissjóðina og auðvitað getur komið til skoðunar þar hvort að þessi viðmið eigi við um þessar kröfur,“ segir hann. Þá liggi fyrir Hæstarétti mál gegn Landsbankanum sem snýr að neytendalánum. „Það koma auðvitað upp spurningar hvort sambærileg sjónarmið gildi um breytilega vexti í bílalánum eða almennum skuldabréfalánum,“ segir hann. Bankarnir bregðast við Landsbankinn sendi frá sér tilkynningu í dag vegna dómsins. Fram kemur að það sé mat bankans að dómurinn gefi tilefni til þess að fara yfir skilmála um breytilega vexti í nýjum íbúðalánum. Móttaka nýrra lána verði því sett á bið næstu daga. Í svari bankans til fréttastofu í dag kemur fram að á þessu stigi sé það mat Landsbankans að þörf sé á umfjöllun og niðurstöðu Hæstaréttar um ákveðin atriði í máli bankans til þess að unnt sé að taka afstöðu til vaxtabreytinga. Fram kemur að bankinn sé þegar búinn að áætla mögulegan kostnað vegna endurgreiðslna á lánum, Hann komi fram í uppgjöri bankans á fyrri hluta ársins en verði endurmetinn 23. október næstkomandi. Arion banki sendi einnig frá sér tilkynningu, þar sem kemur fram að dómurinn í gær muni að öllum líkindum hafa lítil áhrif en nú liggi fyrir mál í Hæstarétti vegna verðtryggðra húsnæðislána á breytilegum vöxtum. Óvissa um niðurstöðu þess máls sé meiri en þegar kemur að lánum með óverðtryggða vexti. Ingvi Hrafn tekur undir þetta mat Arion banka því vaxtakjör verðtryggðu lánanna sem um ræðir séu óskýr í heild. „Það getur auðvitað þýtt það að fjárhagslegar afleiðingar Arion banka verði annars konar. Það verði annars konar skylda til að endurreikna lánin en í dómnum gegn Íslandsbanka í gær,“ segir hann. Fjármálafyrirtæki Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Dómstólar Vaxtamálið Lánamál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Ingvi Hrafn Óskarsson lögmaður Neytendasamtakanna telur að Hæstaréttardómurinn gagnvart Íslandsbanka í vaxtamálinu svokallaða frá í gær geti haft mikil áhrif á fjögur önnur vaxtamál sem snerta Landsbankann og Arion banka og snúa að óverðtryggðum og verðtryggðum lánum á breytilegum vöxtum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í vaxtamálinu svokallaða að Íslandsbanki hefði haft of víðtæka og óljósa heimild til að breyta vöxtum á óverðtryggðum húsnæðislánum. Hluti vaxtaskilmála sem kvað á um rekstrarkostnað, opinberar álögur eða aðra ófyrirséða þætti var því ógildur. Einungis sá hluti skilmála sem tengdist stýrivöxtum Seðlabanka Íslands hafi staðist lög því hann hafi byggst á skýrum og fyrirsjáanlegum viðmiðum. „Þessi niðurstaða hefur forspárgildi um vænta niðurstöðu í þeim lánamálum sem eru fyrirliggjandi í Hæstarétti og varða skilmála þeirra. Það er okkar mat að dómurinn og röksemdir hans hnígi að því að skilmálar Arion banka og Landsbanka í fyrirliggjandi málum séu ekki nægilega skýrir til að uppfylla þær lagakröfur sem gilda,“ segir Ingvi. Geti átt við um lán hjá lífeyrissjóðum Hann telur að sama geti átt við um lán á svipuðum kjörum hjá lífeyrissjóðum. „Þau sömu sjónarmið, þ.e. að vaxtabreytingar fasteignalána þurfi að byggjast á skýrum og fyrirsjáanlegum viðmiðum, eiga líka við um lífeyrissjóðina og auðvitað getur komið til skoðunar þar hvort að þessi viðmið eigi við um þessar kröfur,“ segir hann. Þá liggi fyrir Hæstarétti mál gegn Landsbankanum sem snýr að neytendalánum. „Það koma auðvitað upp spurningar hvort sambærileg sjónarmið gildi um breytilega vexti í bílalánum eða almennum skuldabréfalánum,“ segir hann. Bankarnir bregðast við Landsbankinn sendi frá sér tilkynningu í dag vegna dómsins. Fram kemur að það sé mat bankans að dómurinn gefi tilefni til þess að fara yfir skilmála um breytilega vexti í nýjum íbúðalánum. Móttaka nýrra lána verði því sett á bið næstu daga. Í svari bankans til fréttastofu í dag kemur fram að á þessu stigi sé það mat Landsbankans að þörf sé á umfjöllun og niðurstöðu Hæstaréttar um ákveðin atriði í máli bankans til þess að unnt sé að taka afstöðu til vaxtabreytinga. Fram kemur að bankinn sé þegar búinn að áætla mögulegan kostnað vegna endurgreiðslna á lánum, Hann komi fram í uppgjöri bankans á fyrri hluta ársins en verði endurmetinn 23. október næstkomandi. Arion banki sendi einnig frá sér tilkynningu, þar sem kemur fram að dómurinn í gær muni að öllum líkindum hafa lítil áhrif en nú liggi fyrir mál í Hæstarétti vegna verðtryggðra húsnæðislána á breytilegum vöxtum. Óvissa um niðurstöðu þess máls sé meiri en þegar kemur að lánum með óverðtryggða vexti. Ingvi Hrafn tekur undir þetta mat Arion banka því vaxtakjör verðtryggðu lánanna sem um ræðir séu óskýr í heild. „Það getur auðvitað þýtt það að fjárhagslegar afleiðingar Arion banka verði annars konar. Það verði annars konar skylda til að endurreikna lánin en í dómnum gegn Íslandsbanka í gær,“ segir hann.
Fjármálafyrirtæki Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Dómstólar Vaxtamálið Lánamál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira