Erlent

Sósíal­istar vörðu Lecornu van­trausti

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lecornu stóð af sér vantraust en þarf nú að koma gríðarlega óvinsælum fjárlögum í gegnum þingið.
Lecornu stóð af sér vantraust en þarf nú að koma gríðarlega óvinsælum fjárlögum í gegnum þingið. Getty/Victor Lochon

Sébastien Lecornu, forsætisráðherra Frakklands, stóð af sér vantrauststillögu á franska þinginu í morgun. Átján atkvæði vantað upp á að tillagan næði fram að ganga.

Það voru Sósíalistar sem komu Lecornu til bjargar, eftir að hann ákvað að fresta hækkun eftirlaunaldursins úr 62 árum í 64 ár fram yfir næstu forsetakosningar og að þvinga ekki aðrar sparnaðaraðgerðir í gegn án atkvæðagreiðslu. 

Sósíalistar hafa hins vegar ítrekað að ekkert samkomulag er í gildi milli flokksins og forsætisráðherrans. 

Lecornu bíður nú það erfiða verkefni að koma fjárlögum í gegnum þingið. Þar mun hann mæta harðri andstöðu Sósíalista, auk annarra stjórnarandstöðuflokka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×