Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. október 2025 15:37 Hailey Bieber var valin frumkvöðull ársins 2025 í förðunarheiminum. Getty Förðunarmógúllinn, fyrirsætan og tískudrottningin Hailey Bieber prýðir forsíðu bandaríska tímaritsins Wall Street Journal Magazine í tilefni þess að hún vefur verið útnefnd frumkvöðull ársins 2025 í förðunarheiminum (e. Beauty Innovator of the Year). Á myndunum klæðist hún skóm frá íslenska tískumerkinu Kalda. Kalda var stofnað árið 2016 af Katrínu Öldu Rafnsdóttur og hefur á undanförnum árum skapað sér nafn á alþjóðavettvangi. Spurð hvernig skórnir hafi ratað á forsíðu tímaritsins segir Katrín Alda í samtali við Vísi að bandaríski stílistinn Gabriella Karefa-Johnson, sem stílíseraði fyrir myndatökuna, hafi haft samband við sig í gegnum Instagram eftir að hafa séð skóna á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í vor. „Hún hafði samband við mig á Instagram eftir að hún sá skóna í Kaupmannahöfn. Við tengdumst þar og síðan hefur hún verið ótrúlega stuðningsrík. Hún er geggjaður stílisti og klæðir mikið af flottum konum,“ segir Katrín Alda. View this post on Instagram A post shared by KALDA (@kalda_rvk) Á myndunum má sjá Bieber í tveimur pörum frá Kalda, Kana sandalarnir í svörtu sem kosta 57.900 krónur og Naka sandalarnir í svörtu sem kostar 55.900 krónur. View this post on Instagram A post shared by Angeles (@thefashionforwardfiles) View this post on Instagram A post shared by Angeles (@thefashionforwardfiles) Seldi Rhode fyrir einn milljarð Bandaríkjadala Bieber hefur á undanförnum árum verið ein helsta fyrirmynd ungra kvenna þegar kemur að tísku og útliti. Hún þykir einstaklega smekkleg og nánast allt sem hún klæðist eða kynni verður fljótt að tískufyrirbæri – hvort sem það er fatnaður, förðun, hár eða neglur. Bieber stofnaði snyrtivörumerkið Rhode árið 2022 sem fljótt varð eitt vinsælasta merkið á markaðnum á heimsvísu. Í maí síðastliðnum seldi hún merkið til e.l.f. Beauty fyrir einn milljarð bandaríkjadala, en hún gegnir áfram lykilhlutverki hjá Rhode sem framkvæmdastjóri hönnunar og yfirmaður nýsköpunar, auk þess sem hún starfar sem stefnumótandi ráðgjafi fyrir e.l.f. Beauty. Tíska og hönnun Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Sjá meira
Kalda var stofnað árið 2016 af Katrínu Öldu Rafnsdóttur og hefur á undanförnum árum skapað sér nafn á alþjóðavettvangi. Spurð hvernig skórnir hafi ratað á forsíðu tímaritsins segir Katrín Alda í samtali við Vísi að bandaríski stílistinn Gabriella Karefa-Johnson, sem stílíseraði fyrir myndatökuna, hafi haft samband við sig í gegnum Instagram eftir að hafa séð skóna á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í vor. „Hún hafði samband við mig á Instagram eftir að hún sá skóna í Kaupmannahöfn. Við tengdumst þar og síðan hefur hún verið ótrúlega stuðningsrík. Hún er geggjaður stílisti og klæðir mikið af flottum konum,“ segir Katrín Alda. View this post on Instagram A post shared by KALDA (@kalda_rvk) Á myndunum má sjá Bieber í tveimur pörum frá Kalda, Kana sandalarnir í svörtu sem kosta 57.900 krónur og Naka sandalarnir í svörtu sem kostar 55.900 krónur. View this post on Instagram A post shared by Angeles (@thefashionforwardfiles) View this post on Instagram A post shared by Angeles (@thefashionforwardfiles) Seldi Rhode fyrir einn milljarð Bandaríkjadala Bieber hefur á undanförnum árum verið ein helsta fyrirmynd ungra kvenna þegar kemur að tísku og útliti. Hún þykir einstaklega smekkleg og nánast allt sem hún klæðist eða kynni verður fljótt að tískufyrirbæri – hvort sem það er fatnaður, förðun, hár eða neglur. Bieber stofnaði snyrtivörumerkið Rhode árið 2022 sem fljótt varð eitt vinsælasta merkið á markaðnum á heimsvísu. Í maí síðastliðnum seldi hún merkið til e.l.f. Beauty fyrir einn milljarð bandaríkjadala, en hún gegnir áfram lykilhlutverki hjá Rhode sem framkvæmdastjóri hönnunar og yfirmaður nýsköpunar, auk þess sem hún starfar sem stefnumótandi ráðgjafi fyrir e.l.f. Beauty.
Tíska og hönnun Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Sjá meira