Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Valur Páll Eiríksson skrifar 18. október 2025 08:00 Snorri Steinn Guðjónsson. Vísir/Ívar Fannar Skera þarf niður í starfsteymi karlalandsliðsins í handbolta fyrir komandi verkefni í Þýskalandi vegna fjárhagsstöðu HSÍ. Landsliðsþjálfarinn kynnti hópinn sem fer til Þýskalands í dag. Snorri Steinn Guðjónsson opinberaði í gær landsliðshópinn fyrir komandi æfingaleiki við lærisveina Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í lok mánaðar. 17 leikmenn eru í hópnum sem er heldur hefðbundinn en ávallt er erfitt að velja. „Þetta er alltaf einhver hausverkur og fullt af hlutum sem maður veltir fyrir sér. Ég er svo sem ennþá að velta fyrir mér einhverjum hlutum. Þetta eru bara 17 leikmenn, það er vaninn að fara með 18. Það getur vel verið að við förum með þessa 17 en ég hef ekki alveg útilokað að bæta einum við,“ segir Snorri Steinn. Bjarki Már Elísson er ekki í hópnum og ekki heldur Blær Hinriksson sem hefur farið vel af stað sem atvinnumaður í Þýskalandi. „Við getum nefnt fullt af leikmönnum; Andri Már, Donni, Elvar Ásgeirs - það eru allskyns nöfn sem dúkka upp hjá manni. Ég ítreka að það getur vel verið að ég bæti við manni svo ég þarf kannski að passa mig að nefna ekki of mörg nöfn,“ segir Snorri léttur. Fjárhagsvandræðin segja til sín Skera þarf niður í starfsliði í verkefninu vegna fjárhagsvandræða HSÍ. Leikgreinandi og læknir sem venjulega eru með í för, sitja eftir heima. „Það hefur risa áhrif og ég er að fækka um tvo í starfsliðinu. Það hefur áhrif á okkur. Það að fara ekki með fullt starfslið hefur áhrif. Það eru allskonar litlir hlutir sem geta truflað allskonar. Við vitum það kannski ekki fyrr en á reynir og eitthvað gerist,“ segir Snorri Steinn. En verður það eins á EM í janúar, að teymið sé minna? „Ég reikna ekki með því en ég er fyrst og fremst hérna til að þjálfa liðið og það eru aðrir sem þurfa að velta þessum fjárhag fyrir sér. En auðvitað þarf ég líka að fara eftir þeim fyrirmælum sem mér eru gefin. Þetta er niðurstaðan núna,“ segir Snorri Steinn. Mikilvægt að menn séu heilir Að Janusi Daða Smárasyni undanskildum eru allir heilir og Snorri segir gott að fá hópinn saman þegar styttist í EM í janúar. „Mér finnst það mjög dýrmætt. Þetta er gríðarlega mikilvægur gluggi. Það er langt síðan við komum saman síðast. Það var í lok tímabilsins sem er oft erfiður gluggi. Það er líka stutt í janúar og mér finnst mjög mikilvægt að geta valið mitt allra sterkasta lið. Það eru allskyns hlutir sem við þurfum að skerpa á og rifja upp og aðeins að reyna að þróa. Það eru tvö til þrjú atriði sem ég er aðeins að skoða og er að leita eftir ákveðnum svörum, án þess að fara mikið í smáatriði, áður en ég svo vel endanlegan hóp fyrir EM,“ segir landsliðsþjálfarinn. Hvernig verður að takast á við Alfreð? „Já, bara alltaf. Geggjað, heiður. Þjóðverjar á þeirra heimavelli - það er eitthvað sem þeir hafa þarna yfir öll önnur lönd. Það er bara veisla,“ segir Snorri Steinn. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst í greininni. HSÍ Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson opinberaði í gær landsliðshópinn fyrir komandi æfingaleiki við lærisveina Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í lok mánaðar. 17 leikmenn eru í hópnum sem er heldur hefðbundinn en ávallt er erfitt að velja. „Þetta er alltaf einhver hausverkur og fullt af hlutum sem maður veltir fyrir sér. Ég er svo sem ennþá að velta fyrir mér einhverjum hlutum. Þetta eru bara 17 leikmenn, það er vaninn að fara með 18. Það getur vel verið að við förum með þessa 17 en ég hef ekki alveg útilokað að bæta einum við,“ segir Snorri Steinn. Bjarki Már Elísson er ekki í hópnum og ekki heldur Blær Hinriksson sem hefur farið vel af stað sem atvinnumaður í Þýskalandi. „Við getum nefnt fullt af leikmönnum; Andri Már, Donni, Elvar Ásgeirs - það eru allskyns nöfn sem dúkka upp hjá manni. Ég ítreka að það getur vel verið að ég bæti við manni svo ég þarf kannski að passa mig að nefna ekki of mörg nöfn,“ segir Snorri léttur. Fjárhagsvandræðin segja til sín Skera þarf niður í starfsliði í verkefninu vegna fjárhagsvandræða HSÍ. Leikgreinandi og læknir sem venjulega eru með í för, sitja eftir heima. „Það hefur risa áhrif og ég er að fækka um tvo í starfsliðinu. Það hefur áhrif á okkur. Það að fara ekki með fullt starfslið hefur áhrif. Það eru allskonar litlir hlutir sem geta truflað allskonar. Við vitum það kannski ekki fyrr en á reynir og eitthvað gerist,“ segir Snorri Steinn. En verður það eins á EM í janúar, að teymið sé minna? „Ég reikna ekki með því en ég er fyrst og fremst hérna til að þjálfa liðið og það eru aðrir sem þurfa að velta þessum fjárhag fyrir sér. En auðvitað þarf ég líka að fara eftir þeim fyrirmælum sem mér eru gefin. Þetta er niðurstaðan núna,“ segir Snorri Steinn. Mikilvægt að menn séu heilir Að Janusi Daða Smárasyni undanskildum eru allir heilir og Snorri segir gott að fá hópinn saman þegar styttist í EM í janúar. „Mér finnst það mjög dýrmætt. Þetta er gríðarlega mikilvægur gluggi. Það er langt síðan við komum saman síðast. Það var í lok tímabilsins sem er oft erfiður gluggi. Það er líka stutt í janúar og mér finnst mjög mikilvægt að geta valið mitt allra sterkasta lið. Það eru allskyns hlutir sem við þurfum að skerpa á og rifja upp og aðeins að reyna að þróa. Það eru tvö til þrjú atriði sem ég er aðeins að skoða og er að leita eftir ákveðnum svörum, án þess að fara mikið í smáatriði, áður en ég svo vel endanlegan hóp fyrir EM,“ segir landsliðsþjálfarinn. Hvernig verður að takast á við Alfreð? „Já, bara alltaf. Geggjað, heiður. Þjóðverjar á þeirra heimavelli - það er eitthvað sem þeir hafa þarna yfir öll önnur lönd. Það er bara veisla,“ segir Snorri Steinn. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst í greininni.
HSÍ Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi Sjá meira