Rafael Leao af­greiddi Albert og fé­laga

Siggeir Ævarsson skrifar
Rafael Leao skoraði bæði mörk AC Milan í kvöld
Rafael Leao skoraði bæði mörk AC Milan í kvöld EPA/MATTEO BAZZI

Topplið AC Milan í Seríu A tók á móti Alberti Guðmundssyni og félögum í Fiorentina í kvöld en Fiorentina hefur ekki farið vel af stað í deildinni og var án sigurs fyrir leik kvöldsins.

Á því var engin breyting í kvöld og Fiorentina er í fallsæti eftir sjö umferðir með þrjú stig. Heimamenn voru töluvert sterkara liðið í kvöld en gestirnir komust þó yfir með marki frá Robin Gosens á 55. mínútu. Mílanómenn svöruðu með tveimur mörkum, báðum frá Rafael Leao á 63. mínútu og svo skoraði hann úr vítaspyrnu á 86. mínútu en þetta voru fyrstu tvö mörk vængmannsins portúgalska þetta tímabilið.

Albert byrjaði á bekknum í kvöld en kom inn á á 70. mínútu og náði ekki að setja mark sitt á leikinn með afgerandi hætti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira