Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar 18. október 2025 09:02 Heimsbyggðin veltir nú fyrir sér hvert verður framhald mála í Palestínu og Ísrael þegar fyrsti áfangi 20 liða Trumps-samningsins er í framkvæmd. Þau sem vita um hvað málið snýst og fylgjast náið með stöðunni eru ekki full bjartsýni þrátt fyrir yfirlýsingu Trumps um „að þessu langa og erfiða stríði er nú lokið“. Auðvitað var þetta aldrei stríð, þetta er árás. Frá árinu 1947 hefur staðið árás síonistaríkisins Ísrael á frumbyggja Palestínu. Árás á Palestínumenn sem eiga sér meira en 4000 ára sögu í landi sínu, sögu sem Ísrael ætlar að eyðileggja með þjóðarmorði. Gullöld Ísraels 13. október sl. hélt Trump til Ísraels og ávarpaði Knessetið, þing Ísraels. „Þessarar stundar verður minnst sem upphafsins þegar allt breytist,“ sagði Trump í klukkustundarlangri sigurræðu þar sem hann hrósaði hlutverki ríkisstjórnar sinnar í samkomulaginu og sagði það marka endalok „sársaukafullrar martraðar“ fyrir Ísrael og Palestínumenn. „Þetta er söguleg dögun nýrra Mið-Austurlanda.“ Þessi „sögulega dögun“ hefði getað raungerst mörgum árum fyrr ef ríkisstjórnir Bandaríkjanna hefðu ekki hindrað það með neitunarvaldi í Öryggisráðinu. Þúsundir mannslífa eru glötuð vegna þess að Ísrael fékk grænt ljós frá Vesturlöndum til fjöldamorða og landráns. Trump lýsti því að nú væri upprunnin „Gullöld Ísraels“. Veruleikafirringin hefur náð nýju hámarki. Komin er „gullöld“ ríkis sem nánast allur heimurinn fyrirlítur og eina von þess er áframhaldandi stuðningur vestrænna stjórnvalda sem í krafti eiginhagsmuna og hagsmuna vopnaframleiðanda neita að framfylgja alþjóðasamningum. Trump er stoltur af þætti Bandaríkjanna í þjóðarmorðinu. Hann lýsti símtali við Netanyahu með sérlega opinskáum hætti: „Geturðu útvegað mér þetta vopn, þetta vopn, þetta vopn?“ Ég hafði aldrei heyrt um sum þeirra, Bibi. Og ég lét smíða þau,“ sagði Trump. „En þið notuðuð þau vel. Það þarf líka fólk sem kann að nota þau og þið notið þau augljóslega mjög vel.“ Vopnin „sem ég lét smíða“ voru notuð af mikilli kunnáttu til þess að drepa tugþúsundir almennra borgara á Gaza. Forsetinn sem fjármagnar þjóðarmorðið, ávarpaði sérstaklega manninn sem stjórnaði þjóðarmorðinu: „Ég vil koma á framfæri þakklæti mínu til manns sem býr yfir einstökum kjarki og föðurlandsást og átti stóran þátt í að gera þetta mögulegt. Þið vitið um hvern ég er að tala – það er bara einn Benjamin Netanyahu.“ Það er rétt, það er bara einn Benjamin Netanyahu og hann er eftirlýstur stríðsglæpamaður. Það er enginn friður Og nú stöndum við hér: Búið er að leggja fram samning sem miðar að því að tryggja stöðu Ísraels, samning sem mun ekki koma á friði né stöðva þjóðarmorðið eða aflétta hernáminu. Samningurinn þýðir að þjóðarmorðiðheldur áfram, ennfremur áframhald apartheidríkisins, áframhald eyðileggingar lífsskilyrða Palestínuþjóðarinnar á Vesturbakkanum og Gaza. Sjálfsákvörðunarréttur Palestínumanna verður áfram hundsaður. Eins og við var að búast brutu Ísraelar strax gegn samningnum; þeir neita að hleypa neyðaraðstoðinni sem um var samið inn til sveltandi Gazabúa og þeir hafa drepið og sært yfir eitt hundrað almenna borgara eftir að vopnahléð gekk í gildi. Það er deginum ljósara að síonistarnir sem stýra Ísrael munu ekki breyta um stefnu eða starfsaðferðir. Markmið þeirra er „Stór Ísrael“ og í þeim draumum er ekkert pláss fyrir ríki Palestínumanna. Í samningi Trumps eru sáralitlar kvaðir á Ísrael og engin viðurlög. Það eru Palestínumenn sem eiga að afvopnast og skila gíslum. Ísrael viðheldur sínu herliði á og við Gaza og sleppir ekki nema broti af þeim Palestínubúum sem þeir hafa rænt og, og hafa setið árum og áratugum saman í pyntingafangelsum Ísraela, margir án ákæru og réttarhalda. Fögnuður Margar ríkisstjórnir á Vesturlöndum fögnuðu samningi Trumps og sögðust vilja leggja sitt fram til þess að friður kæmist á. Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands sagði að þetta væri „augnablik djúps léttis sem mun finnast um allan heim, en sérstaklega fyrir gíslana, fjölskyldur þeirra og almenna borgara á Gaza, sem allir hafa þolað ólýsanlegar þjáningar síðustu tvö árin.“ Þetta sagði ráðherra landsins sem hefur stutt þjóðarmorð Ísraels og valdið „ólýsanlegum þjáningum“, með vopnasendingum og njósnaflugi yfir Gaza fyrir Ísraelsher. Macron Frakklandsforseti, sem einnig hefur stutt Ísrael með vopnasendingum lýsti yfir að: „Þetta samkomulag verður að marka endalok stríðsins og upphaf pólitískrar lausnar sem byggir á tveggja ríkja lausninni. Frakkland er reiðubúið að leggja sitt af mörkum til að ná þessu markmiði.“ Hvað er Frakkland, sem loksins viðurkennir að Palestína sé til, reiðubúið að leggja af mörkum? Það eina sem þeir geta gert og sýnir að það er alvara að baki, er að hefja refsiaðgerðir gegn Ísrael. Að öðrum kosti situr allt við það sama. Eftirleikurinn Ísrael mun ekki þurfa að borga einn einasta shekel fyrir það gífurlega tjón sem hernaður þess hefur valdið. Ísrael mun ekki afhenda einn einasta fermetra af landi sem þeir hafa stolið. Ísrael mun halda áfram að yfirtaka Vesturbakkann með byggingu ólöglegra landránsþorpa og hrekja Palestínumenn af landi sínu. Ísrael mun halda áfram að ráðast á Líbanon og önnur nágrannaríki. Það er næsta víst að Ísrael mun áfram troða upp á sviði Eurovision, Ísrael mun áfram keppa í íþróttum og ábatasöm viðskipti Ísraels við ESB og önnur lönd munu blómstra. Bandaríkin munu halda áfram að senda Ísraelsher nýjustu og öflugustu vopnin sem verður beitt þegar Ísrael brýtur samningana - líkt og áður. Það er unnið að eyðileggingu Palestínu, börn Palestínu eru myrt í tugþúsunda tali - þau eru ekki hólpinn. Allt þetta mun ganga eftir á meðan stjórnvöld Vesturlanda skortir siðferði, kjark og vilja til þess að stöðva hernám, landrán og þjóðarmorð Ísraels. BARÁTTAN HELDUR ÁFRAM! BURT MEÐ HERNÁMIÐ! LIFI FRJÁLS PALESTÍNA! Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Heimsbyggðin veltir nú fyrir sér hvert verður framhald mála í Palestínu og Ísrael þegar fyrsti áfangi 20 liða Trumps-samningsins er í framkvæmd. Þau sem vita um hvað málið snýst og fylgjast náið með stöðunni eru ekki full bjartsýni þrátt fyrir yfirlýsingu Trumps um „að þessu langa og erfiða stríði er nú lokið“. Auðvitað var þetta aldrei stríð, þetta er árás. Frá árinu 1947 hefur staðið árás síonistaríkisins Ísrael á frumbyggja Palestínu. Árás á Palestínumenn sem eiga sér meira en 4000 ára sögu í landi sínu, sögu sem Ísrael ætlar að eyðileggja með þjóðarmorði. Gullöld Ísraels 13. október sl. hélt Trump til Ísraels og ávarpaði Knessetið, þing Ísraels. „Þessarar stundar verður minnst sem upphafsins þegar allt breytist,“ sagði Trump í klukkustundarlangri sigurræðu þar sem hann hrósaði hlutverki ríkisstjórnar sinnar í samkomulaginu og sagði það marka endalok „sársaukafullrar martraðar“ fyrir Ísrael og Palestínumenn. „Þetta er söguleg dögun nýrra Mið-Austurlanda.“ Þessi „sögulega dögun“ hefði getað raungerst mörgum árum fyrr ef ríkisstjórnir Bandaríkjanna hefðu ekki hindrað það með neitunarvaldi í Öryggisráðinu. Þúsundir mannslífa eru glötuð vegna þess að Ísrael fékk grænt ljós frá Vesturlöndum til fjöldamorða og landráns. Trump lýsti því að nú væri upprunnin „Gullöld Ísraels“. Veruleikafirringin hefur náð nýju hámarki. Komin er „gullöld“ ríkis sem nánast allur heimurinn fyrirlítur og eina von þess er áframhaldandi stuðningur vestrænna stjórnvalda sem í krafti eiginhagsmuna og hagsmuna vopnaframleiðanda neita að framfylgja alþjóðasamningum. Trump er stoltur af þætti Bandaríkjanna í þjóðarmorðinu. Hann lýsti símtali við Netanyahu með sérlega opinskáum hætti: „Geturðu útvegað mér þetta vopn, þetta vopn, þetta vopn?“ Ég hafði aldrei heyrt um sum þeirra, Bibi. Og ég lét smíða þau,“ sagði Trump. „En þið notuðuð þau vel. Það þarf líka fólk sem kann að nota þau og þið notið þau augljóslega mjög vel.“ Vopnin „sem ég lét smíða“ voru notuð af mikilli kunnáttu til þess að drepa tugþúsundir almennra borgara á Gaza. Forsetinn sem fjármagnar þjóðarmorðið, ávarpaði sérstaklega manninn sem stjórnaði þjóðarmorðinu: „Ég vil koma á framfæri þakklæti mínu til manns sem býr yfir einstökum kjarki og föðurlandsást og átti stóran þátt í að gera þetta mögulegt. Þið vitið um hvern ég er að tala – það er bara einn Benjamin Netanyahu.“ Það er rétt, það er bara einn Benjamin Netanyahu og hann er eftirlýstur stríðsglæpamaður. Það er enginn friður Og nú stöndum við hér: Búið er að leggja fram samning sem miðar að því að tryggja stöðu Ísraels, samning sem mun ekki koma á friði né stöðva þjóðarmorðið eða aflétta hernáminu. Samningurinn þýðir að þjóðarmorðiðheldur áfram, ennfremur áframhald apartheidríkisins, áframhald eyðileggingar lífsskilyrða Palestínuþjóðarinnar á Vesturbakkanum og Gaza. Sjálfsákvörðunarréttur Palestínumanna verður áfram hundsaður. Eins og við var að búast brutu Ísraelar strax gegn samningnum; þeir neita að hleypa neyðaraðstoðinni sem um var samið inn til sveltandi Gazabúa og þeir hafa drepið og sært yfir eitt hundrað almenna borgara eftir að vopnahléð gekk í gildi. Það er deginum ljósara að síonistarnir sem stýra Ísrael munu ekki breyta um stefnu eða starfsaðferðir. Markmið þeirra er „Stór Ísrael“ og í þeim draumum er ekkert pláss fyrir ríki Palestínumanna. Í samningi Trumps eru sáralitlar kvaðir á Ísrael og engin viðurlög. Það eru Palestínumenn sem eiga að afvopnast og skila gíslum. Ísrael viðheldur sínu herliði á og við Gaza og sleppir ekki nema broti af þeim Palestínubúum sem þeir hafa rænt og, og hafa setið árum og áratugum saman í pyntingafangelsum Ísraela, margir án ákæru og réttarhalda. Fögnuður Margar ríkisstjórnir á Vesturlöndum fögnuðu samningi Trumps og sögðust vilja leggja sitt fram til þess að friður kæmist á. Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands sagði að þetta væri „augnablik djúps léttis sem mun finnast um allan heim, en sérstaklega fyrir gíslana, fjölskyldur þeirra og almenna borgara á Gaza, sem allir hafa þolað ólýsanlegar þjáningar síðustu tvö árin.“ Þetta sagði ráðherra landsins sem hefur stutt þjóðarmorð Ísraels og valdið „ólýsanlegum þjáningum“, með vopnasendingum og njósnaflugi yfir Gaza fyrir Ísraelsher. Macron Frakklandsforseti, sem einnig hefur stutt Ísrael með vopnasendingum lýsti yfir að: „Þetta samkomulag verður að marka endalok stríðsins og upphaf pólitískrar lausnar sem byggir á tveggja ríkja lausninni. Frakkland er reiðubúið að leggja sitt af mörkum til að ná þessu markmiði.“ Hvað er Frakkland, sem loksins viðurkennir að Palestína sé til, reiðubúið að leggja af mörkum? Það eina sem þeir geta gert og sýnir að það er alvara að baki, er að hefja refsiaðgerðir gegn Ísrael. Að öðrum kosti situr allt við það sama. Eftirleikurinn Ísrael mun ekki þurfa að borga einn einasta shekel fyrir það gífurlega tjón sem hernaður þess hefur valdið. Ísrael mun ekki afhenda einn einasta fermetra af landi sem þeir hafa stolið. Ísrael mun halda áfram að yfirtaka Vesturbakkann með byggingu ólöglegra landránsþorpa og hrekja Palestínumenn af landi sínu. Ísrael mun halda áfram að ráðast á Líbanon og önnur nágrannaríki. Það er næsta víst að Ísrael mun áfram troða upp á sviði Eurovision, Ísrael mun áfram keppa í íþróttum og ábatasöm viðskipti Ísraels við ESB og önnur lönd munu blómstra. Bandaríkin munu halda áfram að senda Ísraelsher nýjustu og öflugustu vopnin sem verður beitt þegar Ísrael brýtur samningana - líkt og áður. Það er unnið að eyðileggingu Palestínu, börn Palestínu eru myrt í tugþúsunda tali - þau eru ekki hólpinn. Allt þetta mun ganga eftir á meðan stjórnvöld Vesturlanda skortir siðferði, kjark og vilja til þess að stöðva hernám, landrán og þjóðarmorð Ísraels. BARÁTTAN HELDUR ÁFRAM! BURT MEÐ HERNÁMIÐ! LIFI FRJÁLS PALESTÍNA! Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun