„Það er óákveðið“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 18. október 2025 14:44 Lilja Alfreðsdóttir. Vísir/Bjarni „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. „Ég er búin að vera heimsækja þau núna síðustu þrjár vikurnar og ég ætla að vega og meta stöðuna. Ég geri ráð fyrir því að flokksþing verði í febrúar og þetta er auðvitað stór ákvörðun að taka. Mér þykir vænt um hvatninguna en hún verður tekin eitthvað aðeins síðar.“ Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fer fram á Hótel Nordica í dag. Í ræðu sinni tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson formaður að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri á komandi landsfundi. „Hann hefur lagt hart að sér og við höfum unnið marga sigra saman í ríkisstjórninni. Ég held það sé alveg ljóst að niðurstöður síðustu kosninga voru mikil vonbrigði en ég held samt að ávinningurinn sem að við höfum skilað sé mjög mikill. Eins og ég segi hann hefur verið í forsvari fyrir sex ráðuneyti og hefur verið lykilmaður í íslenskum stjórnmálum. En hann talar um nýjan áratug og þá er hann að tala um okkur yngra fólkið og ég fagna því,“ segir Lilja sem ræddi við Smára Jökul Jónsson, fréttamann Sýnar. Lilja hélt ræðu á fundinum sem varaformaður þar sem hún til dæmis gagnrýndi ríkisstjórnina gríðarlega. Hún telur að leggja eigi áherslu á betra húsnæðiskerfi og talaði gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. „Þannig að ég segi miklu róttækari aðgerðir varðandi verðtryggingu og húsnæðismál og svo í annan stað að við höldum áfram að vera sjálfstæð þjóð þar sem við höldum áfram að ráða okkar málum sjálf en í miklum alþjóðaviðskiptum,“ segir Lilja. „Með því að leiða alla saman, okkar færasta fólk að borðinu þá held ég að það sé hægt að gera það.“ Hún vill að húsnæðiskerfið sé ekki háð verðtryggingu og hefur mótað skýrar hugmyndir um umfangsmiklar kerfisbreytingar sem ná líka til lífeyrissjóðskerfis Íslands. Þá leggur hún áherslu á að Ísland eigi gríðarmikið af sjálfbærum auðlindum sem hún telur að Íslendingar eigi að ráða sjálfir yfir. Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
„Ég er búin að vera heimsækja þau núna síðustu þrjár vikurnar og ég ætla að vega og meta stöðuna. Ég geri ráð fyrir því að flokksþing verði í febrúar og þetta er auðvitað stór ákvörðun að taka. Mér þykir vænt um hvatninguna en hún verður tekin eitthvað aðeins síðar.“ Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fer fram á Hótel Nordica í dag. Í ræðu sinni tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson formaður að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri á komandi landsfundi. „Hann hefur lagt hart að sér og við höfum unnið marga sigra saman í ríkisstjórninni. Ég held það sé alveg ljóst að niðurstöður síðustu kosninga voru mikil vonbrigði en ég held samt að ávinningurinn sem að við höfum skilað sé mjög mikill. Eins og ég segi hann hefur verið í forsvari fyrir sex ráðuneyti og hefur verið lykilmaður í íslenskum stjórnmálum. En hann talar um nýjan áratug og þá er hann að tala um okkur yngra fólkið og ég fagna því,“ segir Lilja sem ræddi við Smára Jökul Jónsson, fréttamann Sýnar. Lilja hélt ræðu á fundinum sem varaformaður þar sem hún til dæmis gagnrýndi ríkisstjórnina gríðarlega. Hún telur að leggja eigi áherslu á betra húsnæðiskerfi og talaði gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. „Þannig að ég segi miklu róttækari aðgerðir varðandi verðtryggingu og húsnæðismál og svo í annan stað að við höldum áfram að vera sjálfstæð þjóð þar sem við höldum áfram að ráða okkar málum sjálf en í miklum alþjóðaviðskiptum,“ segir Lilja. „Með því að leiða alla saman, okkar færasta fólk að borðinu þá held ég að það sé hægt að gera það.“ Hún vill að húsnæðiskerfið sé ekki háð verðtryggingu og hefur mótað skýrar hugmyndir um umfangsmiklar kerfisbreytingar sem ná líka til lífeyrissjóðskerfis Íslands. Þá leggur hún áherslu á að Ísland eigi gríðarmikið af sjálfbærum auðlindum sem hún telur að Íslendingar eigi að ráða sjálfir yfir.
Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira