Innlent

Eitt flug á á­ætlun á verkfallstíma

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Fáir verða víst á ferli um flugvöllinn í kvöld.
Fáir verða víst á ferli um flugvöllinn í kvöld. Vísir/Vilhelm

Öllum flugferðum sem áttu að fara um Keflavíkurflugvöll á verkfallstíma flugumferðarstjóra hefur verið flýtt, seinkað eða aflýst, nema einu. Verkfallið hefst að öllu óbreyttu klukkan tíu í kvöld.

Flugumferðarstjórar hafa boðað fimm verkföll vegna stöðu mála í kjaraviðræðum þeirra við Samtök atvinnulífsins. Það fyrsta hefst klukkan tíu í kvöld og stendur í fimm klukkustundir eða til klukkan þrjú aðfaranótt mánudags.

Lofthelgi í kringum Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll verður lokað nema upp komi neyðartilfelli. 

Átta flugvélar áttu að lenda á Keflavíkuflugvelli á þessum tíma en ferðum WizzAir frá Varsjá og Icelandair frá London hefur verið aflýst. Fimm ferðum var því annað hvort aflýst eða flýtt til að hægt væri að lenda á flugvellinu. Einungis flugferð frá Vín til landsins með flugfélaginu Austrian er enn á áætlun.

Þá hefur brottför Wizz Air til Varsjávar frá Íslandi einnig verið aflýst auk flugferðar Air Baltic til Ríga.

Snúin staða er í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra en enginn fundur var boðaður í gær vegna málsins. Enginn fundur hefur verið boðaður í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×