Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 19. október 2025 14:00 Jenný sér síst af öllu eftir að hafa elt drauminn sinn alla leið til Bandaríkjanna. Samsett Jenný Guðmundsdóttir var fjórtán ára gömul þegar hún ákvað að hún ætlaði að verða leikkona, og hún ætlaði að búa í Bandaríkjunum. Í dag, átta árum síðar, er hún búsett í Los Angeles og eltir drauminn. Þrátt fyrir margar hindranir hefur hún ekki látið neitt stoppa sig og vinnur markvisst að því að skapa sín eigin tækifæri. „Ég ætla mér að búa hérna einn daginn“ „Ég á einn eldri bróður og einn yngri – og sem einkadóttirin og miðjubarnið þá elskaði ég auðvitað athygli, foreldrar mínir geta svo sannarlega vottað fyrir það. Fólkið í kringum mig virðist reyndar hafa vitað það löngu á undan mér að ég yrði leikkona eða söngkona. En það var eiginlega ekki fyrr en ég var orðin fjórtán ára að ég fattaði að leiklistin var eitthvað sem mig langaði að gera að ævistarfi,“segir Jenný í samtali við Vísi. „Þá lék ég aðalhlutverk í söngleik í Valhúsaskóla og þá kviknaði bara á einhverju í hausnum á mér, mér fannst þetta geggjað og ég fann bara hvað þetta kallaði sterkt á mig, að standa á sviði. Þarna byrjaði boltinn að rúlla. Þegar ég komst síðan að því að Versló byði upp á nýsköpunar- og listabraut þá var það engin spurning í mínum huga: Ég ætlaði þangað.“ Það er mikið lagt í árlegar nemendamótssýningar Verslunarskólans og þar hafa margir þekktir Íslendingar stigið á stokk í gegnum tíðina, og sömuleiðis í Vælinu, árlegri söngvakeppni skólans. „Það var mitt stærsta markmið að keppa í Vælinu, og að komast að í Nemó-sýningunni – og mér tókst að gera það bæði þegar ég var á öðru ári. Þá settum við Fame-söngleikinn og þó svo að ég væri ekki með stórt hlutverk þá fannst mér bara geggjað og ótrúlega dýrmætt að fá að taka þátt og fá að vera hluti af þessu ferli. Það var í gegnum það sem ég kynntist yndislegri konu frá New York sem heitir Rebecca en hún var danshöfundurinn í sýningunni. Hún hvatti mig áfram, hún sá eitthvað í mér. Á þessum tíma var ég orðin harðákveðin í að fara erlendis í leiklistarnám og ég var harðákveðin í því að ég ætlaði til New York. Það kom enginn annar staður til greina; ég hafði farið ásamt fjölskyldunni til New York þegar ég var 14 ára og ég varð ástfangin af borginni strax og ég sagði við sjálfa mig: „Ég ætla mér að búa hérna einn daginn“. Þegar ég sagði Rebeccu frá þessum plönum mínum þá bauðst hún strax til að þjálfa mig fyrir prufurnar og vera mér innan handar, en hún lærði sjálf í NYU, New York University. Það var algjörlega ómetanlegt að eiga „mentor“sem var fagmanneskja og hafði trú á mér.“ Jenný uppfyllti drauminn þegar hún tók þátt í Vælinu á Verslóárunum.Aðsend Á lokaárinu í Versló var Jenný byrjuð að skoða skóla úti í Bandaríkjunum og eftir að hafa farið í prufur fékk hún boð um inngöngu í fleiri en einn. Hún endaði á því að velja American Musical and Dramatic Academy (AMDA). „Það sem heillaði mig mest við AMDA var að það er alhliða sviðslistaskóli, hinir skólarnir sem ég sótti um voru háskólar með sviðslistabraut. Svo komst ég að því að í AMDA býðst nemendum að taka fyrstu tvö árin í náminu í New York og seinni tvö árin í Los Angeles. Ég vissi að þetta væri tækifæri sem ég gæti ekki sleppt,“ segir Jenný. Fékk menningarsjokk í fyrstu En hvernig var það fyrir 19 ára stelpu að fara frá litlu samfélagi á Íslandi yfir í að búa í einni af stærstu og fjölmennustu borgum í heimi? „Úff, veistu ég veit grínlaust ekki hvernig mér tókst þetta. Ég gerði mér engan veginn grein fyrir því á þessum tíma hvað þetta ætti eftir að verða stórt stökk- og menningarsjokk. Það tekur sinn tíma að venjast þessum brjálaða hraða í New York. Þetta var svakalega yfirþyrmandi og sturlað þarna í byrjun. Á sama tíma var ég náttúrlega að byrja í mjög stífu og krefjandi námi. En það liðu sirka tveir mánuðir þar til ég flutti út og þar til ég var farin að venjast taktinum. Og síðan sökk ég alveg inn í orkustigið þarna.“ Það var ekki leiðinleg upplifun að búa í Stóra eplinu og drekkja í sig hraðann og orkuna í einni af stærstu borgum heims.Aðsend Móðir Jennýjar var að hennar sögn hennar stoð og stytta í gegnum allt saman. Þær mæðgur eiga náið og gott samband. „Það eru líklega ekki margir foreldrar þarna úti sem óska þess að barnið þeirra vilji fara í leiklistarbransann í Bandaríkjunum – þetta er mögulega óstöðugasti geiri sem er til! En mamma hefur alltaf stutt við bakið á mér. Þegar það var ljóst að ég væri á leiðinni út í skólann þá sagði mamma mér frá því að hún hefði sjálf átt sér þann draum á sínum tíma, þegar hún var tvítug, að flytja til New York og svo til Los Angeles. Hún ætlaði að verða hárgreiðslukona og sjá um hárið á fræga fólkinu en svo fór hún aðra leið og það var ekkert úr þessum Ameríkudraumi. Mamma sagði við mig að hún hefði samt aldrei séð eftir þessu en hún sagði líka: „Jenný, þú ert að fá þetta tækifæri núna, núna ferð þú og lifir drauminn þinn – og ég ætla að lifa minn draum í gegnum þig.“ Það hjálpaði Jenný líka að hún á fjölskyldu í Bandaríkjunum, sem hún gat einnig leitað til og hallað sér upp að á meðan hún var að venjast nýjum og framandi aðstæðum. „Ég á frænku sem flutti til New Jersey fyrir tuttugu árum og býr þar enn. Svo á mamma mín fjölskyldu sem býr í Connecticut. Við erum samt alíslensk, systir langömmu minnar flutti til New York í kringum 1950 og eignaðist tvær dætur, frænkur mínar. Við höfum alltaf verið mjög náin þeim. Þrjár frænkur mínar úr þessari Connecticut-fjölskyldu búa síðan í borginni sjálfri. Fyrsta árið bjó ég á heimavist (campus) skólans á Upper West side, þaðan var stutt í skólann sem er rétt við Lincoln Center. Þetta var pínulítið herbergi sem ég deildi með annarri stelpu og það innihélt koju, pínulítinn vask og ísskáp og ekkert meira. Það var sameiginlegt klósett og sturtuaðstaða frammi. Þegar ég horfi á myndir af þessu herbergi í dag þá finnst mér erfitt að fara ekki að hlæja, þetta var eiginlega bara eins og fangaklefi! Síðan bjó ég á heimavist í Brooklyn Heights og seinasta árið var ég í Greenwich Village, sem var algjör draumur, ótrúlega fallegt hverfi. Einn besti vinur minn er flugþjónn og hann kom þess vegna reglulega til New York og við nutum þess í botn að kíkja á einhvern af þessum litlu brönsstöðum, rölta um og drekkja í okkur umhverfið og mannlífið.“ Margir sem spyrja út í fjármögnun „Ég hef mjög oft verið spurð undanfarin ár: „Hvernig ertu eiginlega að borga þetta allt?“ segir Jenný jafnframt. „Eins og ég hef alltaf svarað fólki, þá hef ég reynt að standa undir eins miklu af kostnaðinum og ég get sjálf. Foreldrar mínir eru af vinnandi stétt og þau bara kenndu mér að þú færð ekkert upp í hendurnar, þú þarft að vinna fyrir hlutunum. Undanfarin ár hef ég komið heim öll sumur og unnið eins og brjálæðingur. Ég er heppin að hafa áttað mig á því frekar snemma hvert ég var að stefna, því þá gat ég byrjað fyrr að safna og leggja fyrir. Ég byrjaði að vinna fjórtán ára og síðan í kringum sextán ára þá byrjaði ég að safna. Ég var að vinna á Fjallkonunni um það leyti sem ég ákvað að fara út og ég byrjaði að leggja fyrir eins mikið og ég gat. Ég seldi bílinn minn, og ég hef ekki keypt mér bíl heima síðan, hef bara notað rafmagnshlaupahjól til að komast á milli staða. Á sumrin áður en ég byrjaði í náminu var ég að vinna á Fjallkonunni og Tres Locos og á LÚX-klúbbnum sem þá var og hét. Svo var það fyrir hálfgerða tilviljun að ég fékk aðra vinnu í viðbót, sem ég vann á sumrin á meðan ég var í náminu. Þegar ég var að vinna á Fjallkonunni tók ég eftir því að það voru oft að koma þangað hópar sem voru í svona „food tour“á vegum Reykjavík Food Walk, sem er í gegnum fyrirtækið Wake Up Reykjavík. Og ég bara hugsaði með mér: „Ókei, vá þessir gædar eru að fá borgað fyrir að labba um með fólki og tala og spjalla! Vá hvað ég væri ógeðslega góð í þessari vinnu!“Ég var svo handviss um að þetta væri starf fyrir mig að ég bara tók mig til og sendi tölvupóst á fyrirtækið sem hljómaði nokkurn veginn svona: „Hæ, ég er manneskjan sem þið eruð að leita að. Ég er að leita mér að sumarstarfi. Ég bý í Bandaríkjunum og ég kem heim á sumrin og mig vantar vinnu þar sem ég get unnið eins og enginn svo morgundagurinn. Ég veit að túrisminn er „high peak“ á sumrin. Má ég koma og vinna hjá ykkur?“ segir Jenný. Eftir eitt Zoom-viðtal var hún ráðin til fyrirtækisins á staðnum. „Ég var líka svo stálheppin að vinna skólastyrk hjá Landsbankanum á seinasta ári - og það hjálpaði helling til.“ Nýútskrifuð og stolt.Aðsend Heillaðist af Englaborginni Prógrammið í New York sneri fyrst og fremst að alhliða leiklistarþjálfun og sviðsleik á meðan prógrammið í Los Angeles er að sögn Jennýjar meira miðað að kvikmynda- og sjónvarpsleik. Fyrir einu og hálfu ári flutti hún síðan til Los Angeles. „Ég endaði síðan á því að klára þennan seinni part af náminu á einu ári, af því að ég fékk metnar einingar úr Versló, og ég útskrifaðist í júní á þessu ári. Námið í Los Angeles var öðruvísi uppbyggt að því leyti að það var líka verið að kenna okkur tæknilegu hliðina á kvikmyndagerð, klippingu, hljóðvinnslu, og kvikmyndatöku og handritaskrif. Þetta er allt miðað við að bransinn í dag er þannig að þú býrð til þín eigin tækifæri.“ Hún var stödd úti í Los Angeles þegar skógareldarnir brutust út í janúar síðastliðnum. „Ég hef aldrei á ævinni verið eins hrædd. Eldarnir kviknuðu ekki langt frá svæðinu þar sem ég bjó á þeim tíma þannig að ég þurfti að flýja. Ég og meðleigjandi minn, við sáum eldana út um gluggann á íbúðinni. Það vildi þannig til að tveimur mánuðum áður var ég búin að kynnast íslenskum strák á svæðinu og hann var svo yndislegur að leyfa mér, meðleigjanda mínum og annarri vinkonu minni að koma og vera hjá honum í nokkra daga á meðan það versta var að ganga yfir. Í dag er þessi strákur einn af mínum bestu vinum hérna úti.“ Þessa mynd tók Jenný út um gluggann á íbúðinni sinni á meðan skógareldarnir hrikalegu geysuðu í Los angeles fyrr á þessu ári.Aðsend Jenný segist alltaf hafa séð fyrir sér að fara aftur til New York eftir útskrift og freista gæfunnar þar, en svo hafi hún einfaldlega kunnað svo vel við sig í Los Angeles að hún ákvað að vera um kyrrt. „Þegar ég flutti hingað fyrst þá þekkti ég engan en núna er ég búin að búa mér til lítið samfélag hérna sem mér þykir óendanlega vænt um. Bæði hef ég kynnst öðrum Íslendingum sem eru búsettir hérna í borginni, fólki í skólanum og utan skólans. Mér hefur tekist að búa mér til líf hér og ég er ekki tilbúin að sleppa takinu af því. Ég fæ vinnuleyfi í eitt ár eftir útskrift en eftir það get ég sótt um svokallað listamannaleyfi eða „artist visa“ Ég gat frestað vinnuleyfinu mínu þangað til í ágúst þá ákvað ég að nota tækifærið og koma heim til Íslands yfir sumarið og vinna og spara og safna pening. Það gerði mér kleift að kaupa bíl hérna úti, sem er mjög hentugt, þar sem vegalengdirnar hérna í Los Angeles eru, vægast sagt, mjög langar.“ Mikilvægt að búa til eigin tækifæri Jenný vinnur núna markvisst að því að koma sér áfram í bransanum og mynda tengsl. „Ég er núna að sjá um að búa til efni fyrir samfélagsmiðla fyrir íslenskan skyrbar hérna í Los Angeles, það er mín fasta vinna núna. En til að fá þetta listamannaleyfi þá þarf ég að sanna mig á þessu ári, sem sagt til að geta sýnt fram á að ég hafi verið að vinna í þessum geira. Þess á milli er ég að fara í prufur hér og þar og ég er búin að vera að skoða mismunandi umboðsmenn, sjá hvort ég passi inn á þeirra skrá, en þangað til ég finn þann rétta er ég sjálfstætt starfandi. Það tekur oft langan tíma fyrir fólk að fá umboðsmann eftir útskrift, en ég er nú voða róleg yfir þessu. Það kemur þegar það kemur. En til að lifa af í þessum geira þá þarftu að vera ákveðinn og fyrst og fremst þarf maður að skapa sín eigin tækifæri, búa til eigið efni. Mitt stóra markmið er að talsetja teiknimynd, sem sagt tala fyrir sama karakterinn, bæði á íslensku og ensku og geta þar með sagt fólk að ég eigi röddina á báðum tungumálum. Ég nefndi þetta við einn af kennurunum mínum hérna úti og hann hvatti mig áfram og sagði: „Þú getur bara skrifað þetta sjálf. Af hverju skrifarðu ekki bara og býrð til teiknimynd sjálf?“ Ég hafði alltaf séð fyrir mér að þetta þyrfti að vera eitthvert risastórt „stúdíó“dæmi , á vegum Disney, Pixar, eða Dreamworks, en hann var fljótur að benda mér á annað og sagði: „Þú þarft að skrifa söguna, ekki bíða eftir að einhver gefi þér þetta.“ Þannig að þessa dagana er ég að vinna í því að skrifa handrit að teiknimynd. Minn draumur er fyrst og fremst að geta lifað þægilegu lífi og fá að leika á hverjum degi. Mig langar ekki bara að talsetja og leika, mig langar að prófa mig áfram á öllum sviðum og ég hallast mjög mikið að leikstjórn, framleiðslu og skrifum. Sýnir veruleikann eins og hann er Jenný birtir reglulega myndskeið á TikTok þar sem hún sýnir frá lífi sínu í Englaborginni. Á dögunum birti hún til dæmis myndskeið þar sem hún sýndi frá því þegar hún mætti í opnar prufur fyrir söngleikinn Wicked. Myndskeiðið fékk mikil viðbrögð, enda margir spenntir fyrir því að fá innsýn inn í það hvernig slíkt ferli gengur fyrir sig. @jennyworldstar Langur morgun í prufum fyrir Wicked🫠 Gaman gaman að vera leikkona😘✌️ #fyrirþig #íslenskt ♬ original sound - Jenny World Star „Ég er ekki að setja neinn glimmerfilter á þessi myndskeið sem ég birti, ég sýni þetta bara frekar hrátt. Og ég er heldur ekkert að gera þetta í von um að verða einhver áhrifavaldur, eða til að safna fylgjendum, mér finnst þetta bara svo gaman, að vera fyrir framan kameruna, taka upp efni og klippa. Ég er fyrst og fremst að gera þetta fyrir sjálfa mig, “segir Jenný en í einu myndskeiðinu sem hún birti þann 18. ágúst síðastliðinn, berskjaldaði hún sig algjörlega. „Ég tók það myndskeið upp daginn áður. Ég ætlaði sem sagt að taka upp myndskeið þennan dag og bara sýna frá svona venjulegum degi í lífi mínu eins og ég hafði áður verið að gera. En svo gerðist eitthvað, það brotnaði eitthvað inni í mér þar sem ég stóð þarna og var að taka sjálfa mig upp á kameruna í símanum. Málið er að pabbi minn lenti í alvarlegu slysi á þessum sama degi, 18. ágúst, fyrir sjö árum síðan. Þetta var eitt af stærstu áföllum sem ég hef gengið í gegnum á ævinni og þessi dagur hefur alltaf setið í mér síðan þá. Þetta var í fyrsta skipti í sjö ár sem ég gleymdi að þetta væri „dagurinn“. Ég hafði enga stjórn á eigin tilfinningum og ég bara brotnaði algjörlega saman. @jennyworldstar Debated whether or not I should post this but I felt like showing what a trauma response can really look like. Healing looks different in everyone and it’s perfectly ok to have setbacks. Please be kind to yourself🤍 #trauma #healingjourney #depression #fyp ♬ Amare - sign crushes motorist Ég skildi ekki hvað var að gerast og hugsaði bara: „Hvað er að mér? Af hverju er ég svona skrýtin? Af hverju er ég hágrátandi?“Svo mundi ég hvaða dagur var. Mér finnst eiginlega magnað að ég hafi náð þessu öllu á video. Það er ótrúlegt hvernig áföll geta grafið um sig á mismunandi vegu og hvernig þau geta verið föst í líkamanum án þess að maður viti af því. Þess vegna ákvað ég bara að birta þetta því ég hugsaði með mér að það gæti kannski orðið öðrum þarna úti til góðs, mig langaði að sýna hvernig leiðin til bata getur verið óútreiknanleg. Með stóra drauma Jenný sér svo sannarlega ekki eftir því að hafa elt drauminn sinn og hún er spennt fyrir framtíðinni. „Ég var oft spurð að því núna í sumar hvernig ég ætlaði eiginlega að fara að því að búa úti í Los Angeles, hvernig ég ætlaði að lifa og borga leigu. Og ég svaraði einfaldlega: „Með því að fá mér vinnu.“ Þetta er ekki flóknara en það. Það eru margir sem hafa haft áhyggjur af fjármálunum hjá mér, og ég hef auðvitað haft áhyggjur af því líka, en mér hefur einhvern veginn tekist að láta þetta ganga upp hingað til. Los Angeles er auðvitað dýr borg en ég hef alltaf kunnað að fara vel með peninga og ég hef verið dugleg að „budgeta“og þannig hef ég náð að geta lifað hérna úti. Jenný vinnur hörðum höndum að því að koma sér áfram.Aðsend Ef ég hefði farið aðra leið, ef ég hefði ekki látið verða af því að láta þennan draum rætast, þá byggi ég sjálfsagt heima hjá mömmu á Íslandi núna og væri að fókusera á að safna mér fyrir útborgun í íbúð. Ég er enn þá ung og ég veit að núna er tíminn fyrir mig til að gera þetta. Ísland verður alltaf „heima“. Ef allt fer til fjandans, þá fer ég bara heim. En eins og staðan er í dag, þá langar mig ekki heim, þó svo að ég elski að koma í heimsókn þegar ég get. Ég vil nýta þetta tækifæri á meðan ég get, að búa hérna úti. Skólagjöldin voru auðvitað dýr og ég er skuldug upp fyrir haus í dag en það skiptir mig engu máli; þetta er draumurinn minn. Ég er vön að segja við mömmu: „Mig vantar bara eina Marvel mynd og þá verð ég búin að borga námslánin!“ Áttu þér eitthvað draumahlutverk? „Nú er ég enn þá bara 22 ára, þannig að þetta hljómar kannski skringilega en mig hefur alltaf langað að leika hana Donnu í Mamma Mía. Mér finnst hún svo æðisleg, en hún er náttúrulega nokkrum áratugum eldri en ég. Ég á mér líka þann draum að leika í ofurhetjumynd, Marvel eða DC ofurhetjutengt. Ég er nefnilega alin upp við ofurhetjur og hann Bjössi föðurbróðir minn heitinn kenndi mér að elska Superman og Spiderman. Ég elska ofurhetjumyndir, sérstaklega af því að þær ná að snerta á vandamálunum sem við glímum við í lífinu - án þess að nefna beinlínis hvað er verið að tala um. Það er eitthvað við ofurhetjumyndir sem gefur manni von, þessi vitneskja um að það gæti verið eitthvað sem gæti bjargað okkur öllum.“ Mest lesið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Sjá meira
„Ég ætla mér að búa hérna einn daginn“ „Ég á einn eldri bróður og einn yngri – og sem einkadóttirin og miðjubarnið þá elskaði ég auðvitað athygli, foreldrar mínir geta svo sannarlega vottað fyrir það. Fólkið í kringum mig virðist reyndar hafa vitað það löngu á undan mér að ég yrði leikkona eða söngkona. En það var eiginlega ekki fyrr en ég var orðin fjórtán ára að ég fattaði að leiklistin var eitthvað sem mig langaði að gera að ævistarfi,“segir Jenný í samtali við Vísi. „Þá lék ég aðalhlutverk í söngleik í Valhúsaskóla og þá kviknaði bara á einhverju í hausnum á mér, mér fannst þetta geggjað og ég fann bara hvað þetta kallaði sterkt á mig, að standa á sviði. Þarna byrjaði boltinn að rúlla. Þegar ég komst síðan að því að Versló byði upp á nýsköpunar- og listabraut þá var það engin spurning í mínum huga: Ég ætlaði þangað.“ Það er mikið lagt í árlegar nemendamótssýningar Verslunarskólans og þar hafa margir þekktir Íslendingar stigið á stokk í gegnum tíðina, og sömuleiðis í Vælinu, árlegri söngvakeppni skólans. „Það var mitt stærsta markmið að keppa í Vælinu, og að komast að í Nemó-sýningunni – og mér tókst að gera það bæði þegar ég var á öðru ári. Þá settum við Fame-söngleikinn og þó svo að ég væri ekki með stórt hlutverk þá fannst mér bara geggjað og ótrúlega dýrmætt að fá að taka þátt og fá að vera hluti af þessu ferli. Það var í gegnum það sem ég kynntist yndislegri konu frá New York sem heitir Rebecca en hún var danshöfundurinn í sýningunni. Hún hvatti mig áfram, hún sá eitthvað í mér. Á þessum tíma var ég orðin harðákveðin í að fara erlendis í leiklistarnám og ég var harðákveðin í því að ég ætlaði til New York. Það kom enginn annar staður til greina; ég hafði farið ásamt fjölskyldunni til New York þegar ég var 14 ára og ég varð ástfangin af borginni strax og ég sagði við sjálfa mig: „Ég ætla mér að búa hérna einn daginn“. Þegar ég sagði Rebeccu frá þessum plönum mínum þá bauðst hún strax til að þjálfa mig fyrir prufurnar og vera mér innan handar, en hún lærði sjálf í NYU, New York University. Það var algjörlega ómetanlegt að eiga „mentor“sem var fagmanneskja og hafði trú á mér.“ Jenný uppfyllti drauminn þegar hún tók þátt í Vælinu á Verslóárunum.Aðsend Á lokaárinu í Versló var Jenný byrjuð að skoða skóla úti í Bandaríkjunum og eftir að hafa farið í prufur fékk hún boð um inngöngu í fleiri en einn. Hún endaði á því að velja American Musical and Dramatic Academy (AMDA). „Það sem heillaði mig mest við AMDA var að það er alhliða sviðslistaskóli, hinir skólarnir sem ég sótti um voru háskólar með sviðslistabraut. Svo komst ég að því að í AMDA býðst nemendum að taka fyrstu tvö árin í náminu í New York og seinni tvö árin í Los Angeles. Ég vissi að þetta væri tækifæri sem ég gæti ekki sleppt,“ segir Jenný. Fékk menningarsjokk í fyrstu En hvernig var það fyrir 19 ára stelpu að fara frá litlu samfélagi á Íslandi yfir í að búa í einni af stærstu og fjölmennustu borgum í heimi? „Úff, veistu ég veit grínlaust ekki hvernig mér tókst þetta. Ég gerði mér engan veginn grein fyrir því á þessum tíma hvað þetta ætti eftir að verða stórt stökk- og menningarsjokk. Það tekur sinn tíma að venjast þessum brjálaða hraða í New York. Þetta var svakalega yfirþyrmandi og sturlað þarna í byrjun. Á sama tíma var ég náttúrlega að byrja í mjög stífu og krefjandi námi. En það liðu sirka tveir mánuðir þar til ég flutti út og þar til ég var farin að venjast taktinum. Og síðan sökk ég alveg inn í orkustigið þarna.“ Það var ekki leiðinleg upplifun að búa í Stóra eplinu og drekkja í sig hraðann og orkuna í einni af stærstu borgum heims.Aðsend Móðir Jennýjar var að hennar sögn hennar stoð og stytta í gegnum allt saman. Þær mæðgur eiga náið og gott samband. „Það eru líklega ekki margir foreldrar þarna úti sem óska þess að barnið þeirra vilji fara í leiklistarbransann í Bandaríkjunum – þetta er mögulega óstöðugasti geiri sem er til! En mamma hefur alltaf stutt við bakið á mér. Þegar það var ljóst að ég væri á leiðinni út í skólann þá sagði mamma mér frá því að hún hefði sjálf átt sér þann draum á sínum tíma, þegar hún var tvítug, að flytja til New York og svo til Los Angeles. Hún ætlaði að verða hárgreiðslukona og sjá um hárið á fræga fólkinu en svo fór hún aðra leið og það var ekkert úr þessum Ameríkudraumi. Mamma sagði við mig að hún hefði samt aldrei séð eftir þessu en hún sagði líka: „Jenný, þú ert að fá þetta tækifæri núna, núna ferð þú og lifir drauminn þinn – og ég ætla að lifa minn draum í gegnum þig.“ Það hjálpaði Jenný líka að hún á fjölskyldu í Bandaríkjunum, sem hún gat einnig leitað til og hallað sér upp að á meðan hún var að venjast nýjum og framandi aðstæðum. „Ég á frænku sem flutti til New Jersey fyrir tuttugu árum og býr þar enn. Svo á mamma mín fjölskyldu sem býr í Connecticut. Við erum samt alíslensk, systir langömmu minnar flutti til New York í kringum 1950 og eignaðist tvær dætur, frænkur mínar. Við höfum alltaf verið mjög náin þeim. Þrjár frænkur mínar úr þessari Connecticut-fjölskyldu búa síðan í borginni sjálfri. Fyrsta árið bjó ég á heimavist (campus) skólans á Upper West side, þaðan var stutt í skólann sem er rétt við Lincoln Center. Þetta var pínulítið herbergi sem ég deildi með annarri stelpu og það innihélt koju, pínulítinn vask og ísskáp og ekkert meira. Það var sameiginlegt klósett og sturtuaðstaða frammi. Þegar ég horfi á myndir af þessu herbergi í dag þá finnst mér erfitt að fara ekki að hlæja, þetta var eiginlega bara eins og fangaklefi! Síðan bjó ég á heimavist í Brooklyn Heights og seinasta árið var ég í Greenwich Village, sem var algjör draumur, ótrúlega fallegt hverfi. Einn besti vinur minn er flugþjónn og hann kom þess vegna reglulega til New York og við nutum þess í botn að kíkja á einhvern af þessum litlu brönsstöðum, rölta um og drekkja í okkur umhverfið og mannlífið.“ Margir sem spyrja út í fjármögnun „Ég hef mjög oft verið spurð undanfarin ár: „Hvernig ertu eiginlega að borga þetta allt?“ segir Jenný jafnframt. „Eins og ég hef alltaf svarað fólki, þá hef ég reynt að standa undir eins miklu af kostnaðinum og ég get sjálf. Foreldrar mínir eru af vinnandi stétt og þau bara kenndu mér að þú færð ekkert upp í hendurnar, þú þarft að vinna fyrir hlutunum. Undanfarin ár hef ég komið heim öll sumur og unnið eins og brjálæðingur. Ég er heppin að hafa áttað mig á því frekar snemma hvert ég var að stefna, því þá gat ég byrjað fyrr að safna og leggja fyrir. Ég byrjaði að vinna fjórtán ára og síðan í kringum sextán ára þá byrjaði ég að safna. Ég var að vinna á Fjallkonunni um það leyti sem ég ákvað að fara út og ég byrjaði að leggja fyrir eins mikið og ég gat. Ég seldi bílinn minn, og ég hef ekki keypt mér bíl heima síðan, hef bara notað rafmagnshlaupahjól til að komast á milli staða. Á sumrin áður en ég byrjaði í náminu var ég að vinna á Fjallkonunni og Tres Locos og á LÚX-klúbbnum sem þá var og hét. Svo var það fyrir hálfgerða tilviljun að ég fékk aðra vinnu í viðbót, sem ég vann á sumrin á meðan ég var í náminu. Þegar ég var að vinna á Fjallkonunni tók ég eftir því að það voru oft að koma þangað hópar sem voru í svona „food tour“á vegum Reykjavík Food Walk, sem er í gegnum fyrirtækið Wake Up Reykjavík. Og ég bara hugsaði með mér: „Ókei, vá þessir gædar eru að fá borgað fyrir að labba um með fólki og tala og spjalla! Vá hvað ég væri ógeðslega góð í þessari vinnu!“Ég var svo handviss um að þetta væri starf fyrir mig að ég bara tók mig til og sendi tölvupóst á fyrirtækið sem hljómaði nokkurn veginn svona: „Hæ, ég er manneskjan sem þið eruð að leita að. Ég er að leita mér að sumarstarfi. Ég bý í Bandaríkjunum og ég kem heim á sumrin og mig vantar vinnu þar sem ég get unnið eins og enginn svo morgundagurinn. Ég veit að túrisminn er „high peak“ á sumrin. Má ég koma og vinna hjá ykkur?“ segir Jenný. Eftir eitt Zoom-viðtal var hún ráðin til fyrirtækisins á staðnum. „Ég var líka svo stálheppin að vinna skólastyrk hjá Landsbankanum á seinasta ári - og það hjálpaði helling til.“ Nýútskrifuð og stolt.Aðsend Heillaðist af Englaborginni Prógrammið í New York sneri fyrst og fremst að alhliða leiklistarþjálfun og sviðsleik á meðan prógrammið í Los Angeles er að sögn Jennýjar meira miðað að kvikmynda- og sjónvarpsleik. Fyrir einu og hálfu ári flutti hún síðan til Los Angeles. „Ég endaði síðan á því að klára þennan seinni part af náminu á einu ári, af því að ég fékk metnar einingar úr Versló, og ég útskrifaðist í júní á þessu ári. Námið í Los Angeles var öðruvísi uppbyggt að því leyti að það var líka verið að kenna okkur tæknilegu hliðina á kvikmyndagerð, klippingu, hljóðvinnslu, og kvikmyndatöku og handritaskrif. Þetta er allt miðað við að bransinn í dag er þannig að þú býrð til þín eigin tækifæri.“ Hún var stödd úti í Los Angeles þegar skógareldarnir brutust út í janúar síðastliðnum. „Ég hef aldrei á ævinni verið eins hrædd. Eldarnir kviknuðu ekki langt frá svæðinu þar sem ég bjó á þeim tíma þannig að ég þurfti að flýja. Ég og meðleigjandi minn, við sáum eldana út um gluggann á íbúðinni. Það vildi þannig til að tveimur mánuðum áður var ég búin að kynnast íslenskum strák á svæðinu og hann var svo yndislegur að leyfa mér, meðleigjanda mínum og annarri vinkonu minni að koma og vera hjá honum í nokkra daga á meðan það versta var að ganga yfir. Í dag er þessi strákur einn af mínum bestu vinum hérna úti.“ Þessa mynd tók Jenný út um gluggann á íbúðinni sinni á meðan skógareldarnir hrikalegu geysuðu í Los angeles fyrr á þessu ári.Aðsend Jenný segist alltaf hafa séð fyrir sér að fara aftur til New York eftir útskrift og freista gæfunnar þar, en svo hafi hún einfaldlega kunnað svo vel við sig í Los Angeles að hún ákvað að vera um kyrrt. „Þegar ég flutti hingað fyrst þá þekkti ég engan en núna er ég búin að búa mér til lítið samfélag hérna sem mér þykir óendanlega vænt um. Bæði hef ég kynnst öðrum Íslendingum sem eru búsettir hérna í borginni, fólki í skólanum og utan skólans. Mér hefur tekist að búa mér til líf hér og ég er ekki tilbúin að sleppa takinu af því. Ég fæ vinnuleyfi í eitt ár eftir útskrift en eftir það get ég sótt um svokallað listamannaleyfi eða „artist visa“ Ég gat frestað vinnuleyfinu mínu þangað til í ágúst þá ákvað ég að nota tækifærið og koma heim til Íslands yfir sumarið og vinna og spara og safna pening. Það gerði mér kleift að kaupa bíl hérna úti, sem er mjög hentugt, þar sem vegalengdirnar hérna í Los Angeles eru, vægast sagt, mjög langar.“ Mikilvægt að búa til eigin tækifæri Jenný vinnur núna markvisst að því að koma sér áfram í bransanum og mynda tengsl. „Ég er núna að sjá um að búa til efni fyrir samfélagsmiðla fyrir íslenskan skyrbar hérna í Los Angeles, það er mín fasta vinna núna. En til að fá þetta listamannaleyfi þá þarf ég að sanna mig á þessu ári, sem sagt til að geta sýnt fram á að ég hafi verið að vinna í þessum geira. Þess á milli er ég að fara í prufur hér og þar og ég er búin að vera að skoða mismunandi umboðsmenn, sjá hvort ég passi inn á þeirra skrá, en þangað til ég finn þann rétta er ég sjálfstætt starfandi. Það tekur oft langan tíma fyrir fólk að fá umboðsmann eftir útskrift, en ég er nú voða róleg yfir þessu. Það kemur þegar það kemur. En til að lifa af í þessum geira þá þarftu að vera ákveðinn og fyrst og fremst þarf maður að skapa sín eigin tækifæri, búa til eigið efni. Mitt stóra markmið er að talsetja teiknimynd, sem sagt tala fyrir sama karakterinn, bæði á íslensku og ensku og geta þar með sagt fólk að ég eigi röddina á báðum tungumálum. Ég nefndi þetta við einn af kennurunum mínum hérna úti og hann hvatti mig áfram og sagði: „Þú getur bara skrifað þetta sjálf. Af hverju skrifarðu ekki bara og býrð til teiknimynd sjálf?“ Ég hafði alltaf séð fyrir mér að þetta þyrfti að vera eitthvert risastórt „stúdíó“dæmi , á vegum Disney, Pixar, eða Dreamworks, en hann var fljótur að benda mér á annað og sagði: „Þú þarft að skrifa söguna, ekki bíða eftir að einhver gefi þér þetta.“ Þannig að þessa dagana er ég að vinna í því að skrifa handrit að teiknimynd. Minn draumur er fyrst og fremst að geta lifað þægilegu lífi og fá að leika á hverjum degi. Mig langar ekki bara að talsetja og leika, mig langar að prófa mig áfram á öllum sviðum og ég hallast mjög mikið að leikstjórn, framleiðslu og skrifum. Sýnir veruleikann eins og hann er Jenný birtir reglulega myndskeið á TikTok þar sem hún sýnir frá lífi sínu í Englaborginni. Á dögunum birti hún til dæmis myndskeið þar sem hún sýndi frá því þegar hún mætti í opnar prufur fyrir söngleikinn Wicked. Myndskeiðið fékk mikil viðbrögð, enda margir spenntir fyrir því að fá innsýn inn í það hvernig slíkt ferli gengur fyrir sig. @jennyworldstar Langur morgun í prufum fyrir Wicked🫠 Gaman gaman að vera leikkona😘✌️ #fyrirþig #íslenskt ♬ original sound - Jenny World Star „Ég er ekki að setja neinn glimmerfilter á þessi myndskeið sem ég birti, ég sýni þetta bara frekar hrátt. Og ég er heldur ekkert að gera þetta í von um að verða einhver áhrifavaldur, eða til að safna fylgjendum, mér finnst þetta bara svo gaman, að vera fyrir framan kameruna, taka upp efni og klippa. Ég er fyrst og fremst að gera þetta fyrir sjálfa mig, “segir Jenný en í einu myndskeiðinu sem hún birti þann 18. ágúst síðastliðinn, berskjaldaði hún sig algjörlega. „Ég tók það myndskeið upp daginn áður. Ég ætlaði sem sagt að taka upp myndskeið þennan dag og bara sýna frá svona venjulegum degi í lífi mínu eins og ég hafði áður verið að gera. En svo gerðist eitthvað, það brotnaði eitthvað inni í mér þar sem ég stóð þarna og var að taka sjálfa mig upp á kameruna í símanum. Málið er að pabbi minn lenti í alvarlegu slysi á þessum sama degi, 18. ágúst, fyrir sjö árum síðan. Þetta var eitt af stærstu áföllum sem ég hef gengið í gegnum á ævinni og þessi dagur hefur alltaf setið í mér síðan þá. Þetta var í fyrsta skipti í sjö ár sem ég gleymdi að þetta væri „dagurinn“. Ég hafði enga stjórn á eigin tilfinningum og ég bara brotnaði algjörlega saman. @jennyworldstar Debated whether or not I should post this but I felt like showing what a trauma response can really look like. Healing looks different in everyone and it’s perfectly ok to have setbacks. Please be kind to yourself🤍 #trauma #healingjourney #depression #fyp ♬ Amare - sign crushes motorist Ég skildi ekki hvað var að gerast og hugsaði bara: „Hvað er að mér? Af hverju er ég svona skrýtin? Af hverju er ég hágrátandi?“Svo mundi ég hvaða dagur var. Mér finnst eiginlega magnað að ég hafi náð þessu öllu á video. Það er ótrúlegt hvernig áföll geta grafið um sig á mismunandi vegu og hvernig þau geta verið föst í líkamanum án þess að maður viti af því. Þess vegna ákvað ég bara að birta þetta því ég hugsaði með mér að það gæti kannski orðið öðrum þarna úti til góðs, mig langaði að sýna hvernig leiðin til bata getur verið óútreiknanleg. Með stóra drauma Jenný sér svo sannarlega ekki eftir því að hafa elt drauminn sinn og hún er spennt fyrir framtíðinni. „Ég var oft spurð að því núna í sumar hvernig ég ætlaði eiginlega að fara að því að búa úti í Los Angeles, hvernig ég ætlaði að lifa og borga leigu. Og ég svaraði einfaldlega: „Með því að fá mér vinnu.“ Þetta er ekki flóknara en það. Það eru margir sem hafa haft áhyggjur af fjármálunum hjá mér, og ég hef auðvitað haft áhyggjur af því líka, en mér hefur einhvern veginn tekist að láta þetta ganga upp hingað til. Los Angeles er auðvitað dýr borg en ég hef alltaf kunnað að fara vel með peninga og ég hef verið dugleg að „budgeta“og þannig hef ég náð að geta lifað hérna úti. Jenný vinnur hörðum höndum að því að koma sér áfram.Aðsend Ef ég hefði farið aðra leið, ef ég hefði ekki látið verða af því að láta þennan draum rætast, þá byggi ég sjálfsagt heima hjá mömmu á Íslandi núna og væri að fókusera á að safna mér fyrir útborgun í íbúð. Ég er enn þá ung og ég veit að núna er tíminn fyrir mig til að gera þetta. Ísland verður alltaf „heima“. Ef allt fer til fjandans, þá fer ég bara heim. En eins og staðan er í dag, þá langar mig ekki heim, þó svo að ég elski að koma í heimsókn þegar ég get. Ég vil nýta þetta tækifæri á meðan ég get, að búa hérna úti. Skólagjöldin voru auðvitað dýr og ég er skuldug upp fyrir haus í dag en það skiptir mig engu máli; þetta er draumurinn minn. Ég er vön að segja við mömmu: „Mig vantar bara eina Marvel mynd og þá verð ég búin að borga námslánin!“ Áttu þér eitthvað draumahlutverk? „Nú er ég enn þá bara 22 ára, þannig að þetta hljómar kannski skringilega en mig hefur alltaf langað að leika hana Donnu í Mamma Mía. Mér finnst hún svo æðisleg, en hún er náttúrulega nokkrum áratugum eldri en ég. Ég á mér líka þann draum að leika í ofurhetjumynd, Marvel eða DC ofurhetjutengt. Ég er nefnilega alin upp við ofurhetjur og hann Bjössi föðurbróðir minn heitinn kenndi mér að elska Superman og Spiderman. Ég elska ofurhetjumyndir, sérstaklega af því að þær ná að snerta á vandamálunum sem við glímum við í lífinu - án þess að nefna beinlínis hvað er verið að tala um. Það er eitthvað við ofurhetjumyndir sem gefur manni von, þessi vitneskja um að það gæti verið eitthvað sem gæti bjargað okkur öllum.“
Mest lesið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið