Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. október 2025 16:55 Safninu var lokað í kjölfar ránsins. epa Búið er að finna tvo skartgripi sem var stolið úr Louvre í París í morgun. Alls voru níu hlutir teknir en þjófanir komust á brott með átta þeirra. Málið er til rannsóknar. Brotist var inn í Louvre-safnið stuttu eftir að það opnaði klukkan níu að staðartíma í morgun og var safninu lokað í kjölfarið. Sjá einnig: Louvre-safninu lokað vegna ráns Fjórir þjófar komust inn í safnið með stigabíl og brutu síðan glugga. Tveir þjófanna voru klæddir eins og starfsmenn í gulum vestum. Þeir framkvæmdu glæpinn á fjórum mínútum og komust á brott á vespum. Á myndbandi sem Le Parisien hefur undir höndum sést einn þjófanna með slípirokk í hendi að brjóta gler utan um munina. Lögregla fann síðar á vettvangi gul vesti, tvo slípirokka, hanska, talstöðvar og teppi. Þjófarnir komu einnig sjálfir með stigabílinn sem þeir notuðu til að komast inn í safnið. Hann hefur verið fjarlægður af lögreglu. Bíllinn sem þjófarnir notuðu til að komast inn.epa Alls voru níu hlutir úr skartgripasafni Napóleons og konu hans Eugenie keisaraynju teknir en þjófarnir komust á brott með átta þeirra. Lögregla hefur málið til rannsóknar. Rachida Dati, menningarmálaráðherra Frakka, sagði skartgripina vera ómetanlega. Þeirra á meðal var krúna Eugenie sem fannst skömmu síðar brotin og brjóstnál sem hún átti einnig. Þjófarnir tóku þá kórónu, hálsmen og eyrnalokka sem voru í eigu drottninganna Marie-Amélie og Hortense, hálsmen og eyrnalokka sem Marie-Louise átti og að lokum aðra brjóstnál. Síðast var brotist inn í Louvre-safnið 1998 þegar málverki eftir Camille Corot var rænt. Þar áður var heimsfræga verkinu Mona Lisa stolið árið 1911. Safnið er eitt það frægasta í heimi og geymir meðal annars heimsfræga listaverkið Mona Lisa. Tæplega níu milljónir heimsóttu safnið árið 2024. Frakkland Erlend sakamál Fornminjar Söfn Skartgripum stolið á Louvre Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fleiri fréttir Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Sjá meira
Brotist var inn í Louvre-safnið stuttu eftir að það opnaði klukkan níu að staðartíma í morgun og var safninu lokað í kjölfarið. Sjá einnig: Louvre-safninu lokað vegna ráns Fjórir þjófar komust inn í safnið með stigabíl og brutu síðan glugga. Tveir þjófanna voru klæddir eins og starfsmenn í gulum vestum. Þeir framkvæmdu glæpinn á fjórum mínútum og komust á brott á vespum. Á myndbandi sem Le Parisien hefur undir höndum sést einn þjófanna með slípirokk í hendi að brjóta gler utan um munina. Lögregla fann síðar á vettvangi gul vesti, tvo slípirokka, hanska, talstöðvar og teppi. Þjófarnir komu einnig sjálfir með stigabílinn sem þeir notuðu til að komast inn í safnið. Hann hefur verið fjarlægður af lögreglu. Bíllinn sem þjófarnir notuðu til að komast inn.epa Alls voru níu hlutir úr skartgripasafni Napóleons og konu hans Eugenie keisaraynju teknir en þjófarnir komust á brott með átta þeirra. Lögregla hefur málið til rannsóknar. Rachida Dati, menningarmálaráðherra Frakka, sagði skartgripina vera ómetanlega. Þeirra á meðal var krúna Eugenie sem fannst skömmu síðar brotin og brjóstnál sem hún átti einnig. Þjófarnir tóku þá kórónu, hálsmen og eyrnalokka sem voru í eigu drottninganna Marie-Amélie og Hortense, hálsmen og eyrnalokka sem Marie-Louise átti og að lokum aðra brjóstnál. Síðast var brotist inn í Louvre-safnið 1998 þegar málverki eftir Camille Corot var rænt. Þar áður var heimsfræga verkinu Mona Lisa stolið árið 1911. Safnið er eitt það frægasta í heimi og geymir meðal annars heimsfræga listaverkið Mona Lisa. Tæplega níu milljónir heimsóttu safnið árið 2024.
Frakkland Erlend sakamál Fornminjar Söfn Skartgripum stolið á Louvre Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fleiri fréttir Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Sjá meira