Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. október 2025 12:14 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Fyrstu verkfallsaðgerðir hófust í gærkvöldi og eru frekari aðgerðir boðaðar í nótt. Verkfall flugumferðarstjóra hófst klukkan tíu í gærkvöldi og stóð til klukkan þrjú í nótt. Lágmarksmönnun var þó á vöktum og sjúkra- og neyðarflugi áfram sinnt, sem og flugi Landhelgisgæslunnar. Kunnuglegt stef Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir að ekki hafi enn verið boðað til nýs fundar með Samtökum atvinnulífsins. Hann geri þó ráð fyrir að fundur verði boðaður í dag. Í viðtali í gær sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að flugumferðarstjórar fengju ekki meiri hækkanir en samið hefði verið um við aðrar stéttir. Þá sagði hún að um væri að ræða hálaunastétt í skæruverkföllum. „Þetta er svo sem allt mjög kunnuglegt stef. Hálaunastétt og ekki hálaunastétt. Við erum ekki með hærri grunlaun en það að lægstu þrep töflunnar okkar myndu taka krónutöluhækkun ef við myndum taka sömu samninga og gerðir voru fyrir ári síðan,“ segir Arnar. Leiða hafi verið leitað til þess að komast út úr launalið og launaþróunartengingu, en hún ekki fundist enn. Önnur vinnustöðvun í nótt Arnar segir ekki langt á milli samningsaðila. „Við þurfum bara að finna þessa leið sem einhvers staðar liggur, sem báðir aðilar eru sáttir við.“ Náist samningar ekki er næsta vinnustöðvun boðuð í nótt, frá klukkan þrjú til sjö. Hún mun gilda fyrir hluta þess alþjóðaflugstjórnarsvæði sem stjórnað er frá Íslandi, og liggur yfir Grænlandi. Sú vinnustöðvun hefði því ekki bein áhrif hér á landi. „Ekki nema fyrir fyrirtækin sem slík, því vélar sem myndu alla jafna fljúga í gegnum þetta svæði þurfa þá að fara fram hjá því.“ Horfir til lausnar í vikunni Fleiri vinnustöðvanir eru á teikniborðinu, á fimmtudag, föstudag og laugardag. „Á fimmtudaginn yrði það á Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli á föstudaginn og svo á laugardaginn yrði aftur sambærileg þeirri sem var í nótt.“ Arnar er bjartsýnn á að lausn finnist fljótlega. „Við hljótum að finna einhverja lausn í þessari viku. Ég læt yfirlýsingar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki hafa áhrif á það samtal sem er við samningaborðið. Hún er ekki við samningaborðið sjálf, allavega,“ sagði Arnar Hjálmsson. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Verkfall flugumferðarstjóra hófst klukkan tíu í gærkvöldi og stóð til klukkan þrjú í nótt. Lágmarksmönnun var þó á vöktum og sjúkra- og neyðarflugi áfram sinnt, sem og flugi Landhelgisgæslunnar. Kunnuglegt stef Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir að ekki hafi enn verið boðað til nýs fundar með Samtökum atvinnulífsins. Hann geri þó ráð fyrir að fundur verði boðaður í dag. Í viðtali í gær sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að flugumferðarstjórar fengju ekki meiri hækkanir en samið hefði verið um við aðrar stéttir. Þá sagði hún að um væri að ræða hálaunastétt í skæruverkföllum. „Þetta er svo sem allt mjög kunnuglegt stef. Hálaunastétt og ekki hálaunastétt. Við erum ekki með hærri grunlaun en það að lægstu þrep töflunnar okkar myndu taka krónutöluhækkun ef við myndum taka sömu samninga og gerðir voru fyrir ári síðan,“ segir Arnar. Leiða hafi verið leitað til þess að komast út úr launalið og launaþróunartengingu, en hún ekki fundist enn. Önnur vinnustöðvun í nótt Arnar segir ekki langt á milli samningsaðila. „Við þurfum bara að finna þessa leið sem einhvers staðar liggur, sem báðir aðilar eru sáttir við.“ Náist samningar ekki er næsta vinnustöðvun boðuð í nótt, frá klukkan þrjú til sjö. Hún mun gilda fyrir hluta þess alþjóðaflugstjórnarsvæði sem stjórnað er frá Íslandi, og liggur yfir Grænlandi. Sú vinnustöðvun hefði því ekki bein áhrif hér á landi. „Ekki nema fyrir fyrirtækin sem slík, því vélar sem myndu alla jafna fljúga í gegnum þetta svæði þurfa þá að fara fram hjá því.“ Horfir til lausnar í vikunni Fleiri vinnustöðvanir eru á teikniborðinu, á fimmtudag, föstudag og laugardag. „Á fimmtudaginn yrði það á Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli á föstudaginn og svo á laugardaginn yrði aftur sambærileg þeirri sem var í nótt.“ Arnar er bjartsýnn á að lausn finnist fljótlega. „Við hljótum að finna einhverja lausn í þessari viku. Ég læt yfirlýsingar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki hafa áhrif á það samtal sem er við samningaborðið. Hún er ekki við samningaborðið sjálf, allavega,“ sagði Arnar Hjálmsson.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira