Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar 21. október 2025 10:01 Við í sveitarfélaginu Norðurþingi stöndum frammi fyrir miklum áskorunum. Rekstrarstöðvun PCC Bakki Silicon hefur djúpstæð áhrif á samfélagið okkar – á atvinnulífið, tekjur sveitarfélagsins og trú fólks á framtíðina. Nú þarf bjartsýni, seiglu og aðgerðir sem skapa framtíðina. En sykurhúðum ekki stöðuna. Kringum 200-250 störf tapast beint og óbeint. Það er líkt og 4000 einstaklingar í Reykjavík. Tekjur sveitarfélagsins lækka um nærri 900 milljónum króna á ári, þar af tekjur Hafnasjóðs um 70% eða 300-350 milljónir. Slíkt tekjufall hefur áhrif. Við stöndum samt keik, tökum höggið og svörum með lausnum, ekki uppgjöf. Bjartsýni og orka Samfélagið hefur saman farið í gegnum áföll og breytingar og endurbyggt. Við eigum grunninn og innviðina, kraftinn og reynsluna. Við eigum framtíðina ef við nýtum tækifærin sem nú blasa við. Á Bakka er eitt best staðsetta og búna iðnaðarsvæði á Íslandi. Orka. Heitt vatn. Höfn. Og tækifæri til að bæta í fyrir fjölbreyttari starfsemi. Það staðfestir nýútkomin skýrsla ríkisvaldsins. Auk þess menntað fólk og sterka samfélagsvitun. Já, það mun reyna á samstöðuna, viljann og þrautseigjuna. Tækifærið er nú til nýrrar atvinnuuppbyggingar. Við ætlum að vera í fararbroddi í þeirri vinnu. Bjartsýn. Við ætlum að sækja fram. Iðnaður, orkutækni, nýting samgönguinnviða eins og höfn og þá flugvöll til nýrrar starfsemi sem mun skapa tekjur fyrir þjóðarbúið. Að tryggja að hver króna sem fer í uppbygginguna nýtist svæðinu. Höfum þess vegna trú á samfélaginu okkar og stóru myndinni. Samhliða þessu þurfum við að treysta atvinnustarfsemi sem fyrir er og bjóða fyrirtæki, frumkvöðla og nýtt fólk velkomið í verkefnið. Að vera hluti af framtíðinni í okkar sveitarfélagi. Þegar við stöndum saman verður ekkert fjall of hátt eða áskorun of stór. Hreyfiafl til framfara Sveitarstjórn mun nota næstu mánuði til að þrýsta áfram á ríkisvaldið og alla haghafa um fjárfestingar og stuðning til nýrra verkefna, tryggja áframhaldandi starfsemi og tekjuöryggi og laða að ný fyrirtæki á Bakka og víðar í sveitarfélaginu. Við munum upplýsa íbúa og vinna í sameiningu að framtíðinni. Því framtíð sveitarfélagsins byggir ekki á því sem við höfum misst heldur því sem við ætlum að byggja upp saman. Bjartsýni og jákvæðni eru þar hreyfiafl til framfara. Höfum trú á samfélaginu okkar, áfallið verður að tækifæri fyrir okkur sjálf, sem hér búum. Við ætlum að halda áfram að byggja upp. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurþing Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Stóriðja Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Við í sveitarfélaginu Norðurþingi stöndum frammi fyrir miklum áskorunum. Rekstrarstöðvun PCC Bakki Silicon hefur djúpstæð áhrif á samfélagið okkar – á atvinnulífið, tekjur sveitarfélagsins og trú fólks á framtíðina. Nú þarf bjartsýni, seiglu og aðgerðir sem skapa framtíðina. En sykurhúðum ekki stöðuna. Kringum 200-250 störf tapast beint og óbeint. Það er líkt og 4000 einstaklingar í Reykjavík. Tekjur sveitarfélagsins lækka um nærri 900 milljónum króna á ári, þar af tekjur Hafnasjóðs um 70% eða 300-350 milljónir. Slíkt tekjufall hefur áhrif. Við stöndum samt keik, tökum höggið og svörum með lausnum, ekki uppgjöf. Bjartsýni og orka Samfélagið hefur saman farið í gegnum áföll og breytingar og endurbyggt. Við eigum grunninn og innviðina, kraftinn og reynsluna. Við eigum framtíðina ef við nýtum tækifærin sem nú blasa við. Á Bakka er eitt best staðsetta og búna iðnaðarsvæði á Íslandi. Orka. Heitt vatn. Höfn. Og tækifæri til að bæta í fyrir fjölbreyttari starfsemi. Það staðfestir nýútkomin skýrsla ríkisvaldsins. Auk þess menntað fólk og sterka samfélagsvitun. Já, það mun reyna á samstöðuna, viljann og þrautseigjuna. Tækifærið er nú til nýrrar atvinnuuppbyggingar. Við ætlum að vera í fararbroddi í þeirri vinnu. Bjartsýn. Við ætlum að sækja fram. Iðnaður, orkutækni, nýting samgönguinnviða eins og höfn og þá flugvöll til nýrrar starfsemi sem mun skapa tekjur fyrir þjóðarbúið. Að tryggja að hver króna sem fer í uppbygginguna nýtist svæðinu. Höfum þess vegna trú á samfélaginu okkar og stóru myndinni. Samhliða þessu þurfum við að treysta atvinnustarfsemi sem fyrir er og bjóða fyrirtæki, frumkvöðla og nýtt fólk velkomið í verkefnið. Að vera hluti af framtíðinni í okkar sveitarfélagi. Þegar við stöndum saman verður ekkert fjall of hátt eða áskorun of stór. Hreyfiafl til framfara Sveitarstjórn mun nota næstu mánuði til að þrýsta áfram á ríkisvaldið og alla haghafa um fjárfestingar og stuðning til nýrra verkefna, tryggja áframhaldandi starfsemi og tekjuöryggi og laða að ný fyrirtæki á Bakka og víðar í sveitarfélaginu. Við munum upplýsa íbúa og vinna í sameiningu að framtíðinni. Því framtíð sveitarfélagsins byggir ekki á því sem við höfum misst heldur því sem við ætlum að byggja upp saman. Bjartsýni og jákvæðni eru þar hreyfiafl til framfara. Höfum trú á samfélaginu okkar, áfallið verður að tækifæri fyrir okkur sjálf, sem hér búum. Við ætlum að halda áfram að byggja upp. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun