Lífið

Barist upp á líf og dauða

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Stemmingin var töluverð.
Stemmingin var töluverð. Gunnar Bjarki

Danskeppnin Street Dans Einvígið var haldin í Iðnó fyrr í mánuðinum og var mikið um dýrðir. Keppt var í bæði flokki unglinga og fullorðinna í ýmsum dansstílum.

Danshöfundurinn Brynja Pétursdóttir, sem rekur Dans Brynju Péturs, hefur haldið Street Dans-Einvígið árlega síðan 2012. 

Danskeppnin er sú einar sinnar tegundar á Íslandi þar sem dansarar, sextán ára og eldri, á framhaldsstigi keppa sín á milli óháð skólum og landamærum.

Adidas rendurnar flöksuðu þegar dansarar börðust.Gunnar Bjarki

Keppt var í ýmsum flokkum.Gunnar Bjarki

„Street dans er regnhlífarhugtak yfir dansstílana Hiphop, Breaking, House, Popping, Locking, Waacking, Vogueing ofl. stíla sem verða til í hverfum svartra og brúnra í Bandaríkjunum,“ segir Brynja um dansinn.

Stúlkurnar stigu á svið.Gunnar Bjarki

Í ár flugu þeir DJ Stew frá París og DJ Bizzy frá New York flugu til landsins til að spila í keppninni. Tónlistin í dansbardögunum er ekki ákveðin fyrirfram heldur þurfa plötusnúðarnir að vera í flæði.

„Dansarar mætast einn á móti einum eða tveir á móti tveimur, flæða frjálst og treysta einungis á sína eigin þekkingu á dansinum og túlkun á tónlistinni. Listfengið er algjört og skeður alfarið í augnablikinu,“ segir Brynja um fyrirkomulagið.

Ljósadýrð og gríðarleg stemming einkenndi kvöldið.Gunnar Bjarki

Sigurvegarar kvöldsins

Keppt var í hinum ýmsu flokkum í einvíginu.

1 on 1 Hiphop Battle

Emilía Björt Böðvarsdóttir tók stóra einstaklings-hiphop-dansinn. Hún hefur æft hiphop-dans í rúm tíu ár hjá Brynju Péturs, sýnt með afrekshópum skólans og keppt árlega erlendis í Svíþjóð og Portúgal.

2 on 2 'All Street Styles' Battle

Kristín Hallbera Þórhallsdóttir og Viktor Máni Albertsson báru sigur úr hólmi í tvíeykis-bardaganum. Kristín hefur æft í rúm tíu ár hjá Brynju Péturs, sýnt á stærstu sviðum landsins og kennt hipphopp bæði hérlendis og erlendis. Viktor hefur æft ýmsa stíla, keppt erlendis og kennir Top Rock hjá Dansi Brynju Péturs.

7 to Smoke 'All Street Styles' Battle

Aleksandra Ola Getka tók stóra fjölstíla-bardagann í ár. Hún á langan dansferil að baki, menntuð í Póllandi og hefur keppt víða um heim, þ.m.t. í Róm,  Bratislava, Los Angeles, Pila og Poznan. Hérlendis hefur hún dansað með íslenska dansflokknum og kennir Waacking og House á Íslandi.

1 on 1 Rookie Hiphop Battle (fyrir 12-15 ára)

Halldóra Ósk Arnarsdóttir bar sigur úr býtum í unglingaflokki í hipphopp-bardaganum. Hún hefur æft ýmsa dansstíla hjá Dansi Brynju Péturs undanfarin fimm ár.

Sigurvegarar kvöldsins með dómurum.Gunnar Bjarki





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.