Málið er dautt (A Modest Proposal) Eiríkur Kristjánsson skrifar 22. október 2025 09:32 Í tveimur frægum skáldsögum er lífinu í einræðisríkjum framtíðarinnar lýst. George Orwell segir frá Oceaniu, þar sem Stóri bróðir vakir yfir hverri hreyfingu og hugsun borgaranna. Mannkynssagan er endurskrifuð reglulega af yfirvöldum og ritskoðun ströng. Hvers kyns óhlýðni er mætt af hörku og hugsun fólks stjórnað með ótta við refsingu. Aldous Huxley dregur upp aðra mynd í Veröld ný og góð, þar sem upplýsingar, ýmist áreiðanlegar eða ekki, flæða svo óheft að borgararnir verða afhuga þeim. Hegðun fólks er stjórnað með lyfjagjöf, dáleiðslu og tafarlausri fullnægingu allra mögulegra hvata. Manneskja sem aldrei þarf að sýna þolinmæði missir hæfileikann til þess og verður ekki líkleg til að storka yfirvöldum. Stjórnvöld nota nautnir til að stýra fólki, frekar en sársauka. Því miður virðast báðir höfundar hafa orðið sannspáir um ýmislegt en ég tek undir með Neil Postman – sem ég stal þessum samanburði frá – um að Huxley hafi haft yfirhöndina. Í samfélagi okkar er ofgnótt upplýsinga (þökk sé tækninýjungum) en læsi fer hnignandi (einnig þökk sé tækninýjungum). Við þessu mætti bregðast með þjálfun í notkun nýrrar tækni en ég ætla hér að stinga upp á allt öðru. Vendum því kvæðinu. Halldór Laxness, í úttekt á stöðu íslenskunnar árið 1959, sagði að ekki síðan á átjándu öld hefðu „vaðið uppi dönskuslettur hjá lærðum sem leikum einsog nú, þó hvergi meira en hjá úngu fólki sem kann ekki dönsku.“ Og lausnin á þessu vandamáli íslenskunnar væri einmitt kennsla í dönsku, enda gerði slík kunnátta eyrun næmari fyrir slettunum. Mér varð hugsað til þessa nýlega þegar ég heyrði ungan dreng tala um að „geta ekki staðist“ vondan mat. Þessi setning gengur upp ef maður hugsar hana á ensku, eins og hann var einmitt að gera. Ef draumur sumra í dag um Laxness-læsi ungmenna rætist, gæti það einmitt endað með ófyrirséðum dönskuáhuga. En nú langar mig að stinga upp á enn betra tungumáli til að læra, og það er latína. Samkvæmt nýjustu fréttum telst hún reyndar dautt tungumál og hefur verið um hríð. Og þá er spurningin: Af hverju í heitasta helvíti ættum við ekki að leyfa henni að hvíla í friði? Þessu skulum við reyna að svara með smá tilraun. Prófum að horfa á íslenskan texta (t.d. auglýsingaskilti) og reynum að ekki lesa orðin. Þetta er nánast ómögulegt, og að sama skapi er erfitt að lesa móðurmálið sitt hægt og gaumgæfilega, atkvæði fyrir atkvæði, staf fyrir staf. Til þess að æfa sig í að lesa vandlega er gagnlegt að hægja á lestrinum, og til að hægja á lestrinum er gagnlegt að skipta um tungumál. Ef málið er framandi verður lesturinn nauðsynlega hægari og vandaðri. (Ef maður vill hægja enn meira á er hægt að velja tungumál með framandi letri, eins og grísku eða sanskrít, en látum hverjum degi nægja sína þjáningu). Nú vill svo til að latína hefur mjög svipaða málfræðilega uppbyggingu og íslenska, og er því tilvalin til að æfa sig í íslenskri málfræði, ekki ósvipað því þegar sjúkraþjálfari kennir fullorðinni manneskju að ganga eftir meiðsli, með einum vöðva í einu. Fyrir utan þessa hugarþjálfun hefur latínan að geyma tvo þriðju af orðaforða enskunnar, sem fáir efast um að gott sé að kunna vel. Ávinningur af latínulestri er dýpri skilningur á móðurmálinu, sem síðan gerir latínuna auðveldari á móti. Og eitt stærsta verkefni enskunemenda, orðaforðinn gríðarstóri, verður gagnsær og þægilegur ef maður kann þó ekki nema fáein orð í latínu. Það er deginum ljósara að latínunemendur munu ekki nota kunnáttu sína til að fitja upp á samræðum við marga rómverska borgara. En að sama skapi grunar mig að líkamsræktarstöðvar séu ekki hugsaðar til að gera fólki kleift að tína upp handlóð á förnum vegi og bera heim í hrúgu á stofugólfinu. Þar hafið þið það: einföld lausn gegn tvennum vanda. Með latínukennslu er hægt að bæta bæði lestrarfærni og íslenskukunnáttu í einu vetfangi. Á dögunum bárust reyndar fréttir um þrjár grimmar flugur sem hafa gert sig heimakomnar hér á landi í fullkominni óþökk landsmanna. Við skulum því ekki fagna of fljótt þótt tvær verði slegnar í einu höggi. Sigurinn er ekki í höfn enn. Í ljóðinu Ég kom þar segist Jón Helgason kveða „á tungu sem kennd er til frostéls og fanna / af fáum skilin, lítils metin af öllum“. Fólki sem þykir vænt um móðurmál Jóns ætti að vera augljóst hversu dýrmæt latínan er líka. Höfundur er latínukennari við Menntaskólann í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Bókmenntir Halldór Laxness Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Í tveimur frægum skáldsögum er lífinu í einræðisríkjum framtíðarinnar lýst. George Orwell segir frá Oceaniu, þar sem Stóri bróðir vakir yfir hverri hreyfingu og hugsun borgaranna. Mannkynssagan er endurskrifuð reglulega af yfirvöldum og ritskoðun ströng. Hvers kyns óhlýðni er mætt af hörku og hugsun fólks stjórnað með ótta við refsingu. Aldous Huxley dregur upp aðra mynd í Veröld ný og góð, þar sem upplýsingar, ýmist áreiðanlegar eða ekki, flæða svo óheft að borgararnir verða afhuga þeim. Hegðun fólks er stjórnað með lyfjagjöf, dáleiðslu og tafarlausri fullnægingu allra mögulegra hvata. Manneskja sem aldrei þarf að sýna þolinmæði missir hæfileikann til þess og verður ekki líkleg til að storka yfirvöldum. Stjórnvöld nota nautnir til að stýra fólki, frekar en sársauka. Því miður virðast báðir höfundar hafa orðið sannspáir um ýmislegt en ég tek undir með Neil Postman – sem ég stal þessum samanburði frá – um að Huxley hafi haft yfirhöndina. Í samfélagi okkar er ofgnótt upplýsinga (þökk sé tækninýjungum) en læsi fer hnignandi (einnig þökk sé tækninýjungum). Við þessu mætti bregðast með þjálfun í notkun nýrrar tækni en ég ætla hér að stinga upp á allt öðru. Vendum því kvæðinu. Halldór Laxness, í úttekt á stöðu íslenskunnar árið 1959, sagði að ekki síðan á átjándu öld hefðu „vaðið uppi dönskuslettur hjá lærðum sem leikum einsog nú, þó hvergi meira en hjá úngu fólki sem kann ekki dönsku.“ Og lausnin á þessu vandamáli íslenskunnar væri einmitt kennsla í dönsku, enda gerði slík kunnátta eyrun næmari fyrir slettunum. Mér varð hugsað til þessa nýlega þegar ég heyrði ungan dreng tala um að „geta ekki staðist“ vondan mat. Þessi setning gengur upp ef maður hugsar hana á ensku, eins og hann var einmitt að gera. Ef draumur sumra í dag um Laxness-læsi ungmenna rætist, gæti það einmitt endað með ófyrirséðum dönskuáhuga. En nú langar mig að stinga upp á enn betra tungumáli til að læra, og það er latína. Samkvæmt nýjustu fréttum telst hún reyndar dautt tungumál og hefur verið um hríð. Og þá er spurningin: Af hverju í heitasta helvíti ættum við ekki að leyfa henni að hvíla í friði? Þessu skulum við reyna að svara með smá tilraun. Prófum að horfa á íslenskan texta (t.d. auglýsingaskilti) og reynum að ekki lesa orðin. Þetta er nánast ómögulegt, og að sama skapi er erfitt að lesa móðurmálið sitt hægt og gaumgæfilega, atkvæði fyrir atkvæði, staf fyrir staf. Til þess að æfa sig í að lesa vandlega er gagnlegt að hægja á lestrinum, og til að hægja á lestrinum er gagnlegt að skipta um tungumál. Ef málið er framandi verður lesturinn nauðsynlega hægari og vandaðri. (Ef maður vill hægja enn meira á er hægt að velja tungumál með framandi letri, eins og grísku eða sanskrít, en látum hverjum degi nægja sína þjáningu). Nú vill svo til að latína hefur mjög svipaða málfræðilega uppbyggingu og íslenska, og er því tilvalin til að æfa sig í íslenskri málfræði, ekki ósvipað því þegar sjúkraþjálfari kennir fullorðinni manneskju að ganga eftir meiðsli, með einum vöðva í einu. Fyrir utan þessa hugarþjálfun hefur latínan að geyma tvo þriðju af orðaforða enskunnar, sem fáir efast um að gott sé að kunna vel. Ávinningur af latínulestri er dýpri skilningur á móðurmálinu, sem síðan gerir latínuna auðveldari á móti. Og eitt stærsta verkefni enskunemenda, orðaforðinn gríðarstóri, verður gagnsær og þægilegur ef maður kann þó ekki nema fáein orð í latínu. Það er deginum ljósara að latínunemendur munu ekki nota kunnáttu sína til að fitja upp á samræðum við marga rómverska borgara. En að sama skapi grunar mig að líkamsræktarstöðvar séu ekki hugsaðar til að gera fólki kleift að tína upp handlóð á förnum vegi og bera heim í hrúgu á stofugólfinu. Þar hafið þið það: einföld lausn gegn tvennum vanda. Með latínukennslu er hægt að bæta bæði lestrarfærni og íslenskukunnáttu í einu vetfangi. Á dögunum bárust reyndar fréttir um þrjár grimmar flugur sem hafa gert sig heimakomnar hér á landi í fullkominni óþökk landsmanna. Við skulum því ekki fagna of fljótt þótt tvær verði slegnar í einu höggi. Sigurinn er ekki í höfn enn. Í ljóðinu Ég kom þar segist Jón Helgason kveða „á tungu sem kennd er til frostéls og fanna / af fáum skilin, lítils metin af öllum“. Fólki sem þykir vænt um móðurmál Jóns ætti að vera augljóst hversu dýrmæt latínan er líka. Höfundur er latínukennari við Menntaskólann í Reykjavík
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun