Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2025 16:19 Svona var umhorfs í geymslum á Fossvegi eftir eldsvoða þar í september. Lögreglan á Suðurlandi segir vonbrigði að gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um endurteknar íkveikjur á Selfossi í haust hafi verið fellt úr gildi. Áfram verði vel fylgst með svæðinu þar sem eldsvoðar hafa ítrekað komið upp. Nágrannar konunnar segja um sorglegt mál að ræða, vona að konan fái viðeigandi aðstoð en óttast um leið um öryggi sitt. Íkveikjur í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi í september vöktu óhug íbúa og reyndust lögreglu nokkur ráðgáta. Eftir þrjár íkveikjur í bænum í október fór lögreglu að gruna konu sem býr í fjölbýlishúsinu ásamt fjölskyldu sinni. Hefndaraðgerð eftir vinkonuslit Samkvæmt heimildum fréttastofu töldu íbúar í húsinu að fyrsta íkveikjan væri hefndaraðgerð eftir að konunni sinnaðist við aðra konu í fjölbýlishúsinu. Mun sú kona hafa lagt íbúð grunaðs brennuvargs í rúst og viku síðar kviknaði í geymslu konunnar. Konan sem átti geymsluna mun hafa verið í óreglu, leigjandi hjá leigufélagi sem vísaði henni úr íbúðinni eftir brunann. Hinn grunaði brennuvargur sást sópa úr brunarústum fyrrverandi vinkonu sinnar og undruðust íbúar nokkuð. Það var svo í síðustu viku sem eldur kom upp á þremur stöðum á þremur dögum. Fyrst í verslun Nettó, daginn eftir í Nytjamarkaðnum og loks í stigagangi fjölbýlishúss konunnar. Lögregla handtók konuna, sleppti henni daginn eftir en handtók á ný sama dag eftir að tilkynning barst lögreglu. Meðal gagna lögreglu eru myndbandsupptaka þar sem konan er sögð virðast kveikja eld í hillurekka í verslun Nettó á Selfossi auk þess sem hún var handtekin í fjölbýlishúsinu, eftir að reynt var að kveikja í teppi á stigagangi hússins, með tvo kveikjara á sér auk hnífs. Þá liggur fyrir skoðun á símtæki og dagbók í hennar eigu sem lögregla segir ýta undir aðkomu hennar að íkveikjunni auk þeirrar staðreyndir að í öll skiptin var konan nærri vettvangi. Héraðsdómur Suðurlands samþykkti beiðni lögreglu um vikulangt gæsluvarðhald þann 17. október en Landsréttur felldi úrskurðinn úr gildi í dag. Garðar Már Garðarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi segir að legið hafi þungt á lögreglu að upplýsa málið. „Það eru eðlilega ákveðin vonbrigði að varðhaldið hafi verið fellt úr gildi,“ segir Garðar. Hann segir áfram um forgangsmál að ræða hjá lögreglunni sem stendur föst á skoðun sinni að almenningi geti verið ógnað af hinni grunuðu. „Eins og kemur fram í kröfunni teljum við skilyrði vera fyrir hendi en Landsréttur snýr niðurstöðunni við. Við verðum að una því,“ segir Garðar. Rannsóknin haldi áfram af fullum þunga. Aðspurður um viðbrögð lögreglu í ljósi þess að viðkomandi sé grunuð um endurteknar íkveikjur í geymslum fjölbýlishúss með 22 íbúðum og tæplega sextíu íbúum segist Garðar ekki geta rætt þau í þaula. „Við vitum af þessu og eðlilega fylgjumst við vel með svæðinu þarna án þess að gefa neitt upp hvernig það eftirlit fer fram - upp á bara það að við viljum ekki láta kortleggja okkur heldur.“ Íbúar uggandi Samkvæmt heimildum fréttastofu eru íbúar í fjölbýlishúsinu uggandi vegna þess að konan hafi verið látin laus. Fólk hafi andað léttar þegar hún var í haldi yfir nótt og svo óttast það versta þegar henni var sleppt. Íbúi í fjölbýlishúsinu sem vill ekki koma fram undir nafni af ótta við hefndaraðgerð konunnar segir um sorglegt mál að ræða. Íbúar voni að konan sem býr ásamt manni sínum og barni í fjölbýlinu fái viðeigandi aðstoð. Á sama tíma óttist fjöldi íbúa um líf sitt vitandi af brennuvargi í húsinu. Virkt samtal er á milli íbúa í húsinu sem eru að skoða réttindi sín og stöðu. Ekkert þeirra sé sátt við niðurstöðu Landsréttar. Lögregla hafi unnið vel við rannsókn málsins og sérstakt að Landsréttur telji ekki rétt að halda konunni varðhaldi. Árborg Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Íkveikjur í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi í september vöktu óhug íbúa og reyndust lögreglu nokkur ráðgáta. Eftir þrjár íkveikjur í bænum í október fór lögreglu að gruna konu sem býr í fjölbýlishúsinu ásamt fjölskyldu sinni. Hefndaraðgerð eftir vinkonuslit Samkvæmt heimildum fréttastofu töldu íbúar í húsinu að fyrsta íkveikjan væri hefndaraðgerð eftir að konunni sinnaðist við aðra konu í fjölbýlishúsinu. Mun sú kona hafa lagt íbúð grunaðs brennuvargs í rúst og viku síðar kviknaði í geymslu konunnar. Konan sem átti geymsluna mun hafa verið í óreglu, leigjandi hjá leigufélagi sem vísaði henni úr íbúðinni eftir brunann. Hinn grunaði brennuvargur sást sópa úr brunarústum fyrrverandi vinkonu sinnar og undruðust íbúar nokkuð. Það var svo í síðustu viku sem eldur kom upp á þremur stöðum á þremur dögum. Fyrst í verslun Nettó, daginn eftir í Nytjamarkaðnum og loks í stigagangi fjölbýlishúss konunnar. Lögregla handtók konuna, sleppti henni daginn eftir en handtók á ný sama dag eftir að tilkynning barst lögreglu. Meðal gagna lögreglu eru myndbandsupptaka þar sem konan er sögð virðast kveikja eld í hillurekka í verslun Nettó á Selfossi auk þess sem hún var handtekin í fjölbýlishúsinu, eftir að reynt var að kveikja í teppi á stigagangi hússins, með tvo kveikjara á sér auk hnífs. Þá liggur fyrir skoðun á símtæki og dagbók í hennar eigu sem lögregla segir ýta undir aðkomu hennar að íkveikjunni auk þeirrar staðreyndir að í öll skiptin var konan nærri vettvangi. Héraðsdómur Suðurlands samþykkti beiðni lögreglu um vikulangt gæsluvarðhald þann 17. október en Landsréttur felldi úrskurðinn úr gildi í dag. Garðar Már Garðarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi segir að legið hafi þungt á lögreglu að upplýsa málið. „Það eru eðlilega ákveðin vonbrigði að varðhaldið hafi verið fellt úr gildi,“ segir Garðar. Hann segir áfram um forgangsmál að ræða hjá lögreglunni sem stendur föst á skoðun sinni að almenningi geti verið ógnað af hinni grunuðu. „Eins og kemur fram í kröfunni teljum við skilyrði vera fyrir hendi en Landsréttur snýr niðurstöðunni við. Við verðum að una því,“ segir Garðar. Rannsóknin haldi áfram af fullum þunga. Aðspurður um viðbrögð lögreglu í ljósi þess að viðkomandi sé grunuð um endurteknar íkveikjur í geymslum fjölbýlishúss með 22 íbúðum og tæplega sextíu íbúum segist Garðar ekki geta rætt þau í þaula. „Við vitum af þessu og eðlilega fylgjumst við vel með svæðinu þarna án þess að gefa neitt upp hvernig það eftirlit fer fram - upp á bara það að við viljum ekki láta kortleggja okkur heldur.“ Íbúar uggandi Samkvæmt heimildum fréttastofu eru íbúar í fjölbýlishúsinu uggandi vegna þess að konan hafi verið látin laus. Fólk hafi andað léttar þegar hún var í haldi yfir nótt og svo óttast það versta þegar henni var sleppt. Íbúi í fjölbýlishúsinu sem vill ekki koma fram undir nafni af ótta við hefndaraðgerð konunnar segir um sorglegt mál að ræða. Íbúar voni að konan sem býr ásamt manni sínum og barni í fjölbýlinu fái viðeigandi aðstoð. Á sama tíma óttist fjöldi íbúa um líf sitt vitandi af brennuvargi í húsinu. Virkt samtal er á milli íbúa í húsinu sem eru að skoða réttindi sín og stöðu. Ekkert þeirra sé sátt við niðurstöðu Landsréttar. Lögregla hafi unnið vel við rannsókn málsins og sérstakt að Landsréttur telji ekki rétt að halda konunni varðhaldi.
Árborg Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira