Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2025 22:33 Keegan Bradley tókst alls ekki vel upp við að finna réttu pörin hjá bandaríska liðinu á Ryder-bikarnum í ár. Getty/Michael Reaves Keegan Bradley var fyrirliði bandaríska Ryderliðsins sem tapaði á heimavelli á móti Evrópu í Ryderbikarnum á dögunum. Hann segist hafa upplifað mjög erfiðar vikur síðan. Bradley óttast að hann muni aldrei komast yfir þetta tap Bandaríkjanna gegn Evrópu. Hann segist enn fremur hafa gengið í gegnum „einn erfiðasta tíma“ lífs síns síðan bandaríska liðið tapaði í New York. Hinn þrjátíu og níu ára gamli Bradley var fyrirliði bandaríska liðsins á Bethpage golfvellinum í september. Leikurinn tapaðist naumlega 15-13 en það var bara fyrir ótrúlega endurkomu bandaríska liðsins á lokadeginum. Fram að því höfðu Evrópumennirnir farið illa með bandaríska liðið þar sem Bradley gekk mjög illa að para réttu mennina saman í fjórmenningi og í fjórleik. Bradley var yngsti fyrirliðinn hjá báðum liðum síðan Arnold Palmer var fyrirliði bandaríska liðsins árið 1963. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Hann viðurkennir að hafa tekið nokkrar rangar ákvarðanir með paranir og uppsetningu liðsins en margar af ákvörðunum hans voru dregnar í efa í kjölfar tapsins. Evrópa varð þarna fyrsta liðið til að vinna á útivelli síðan 2012. „Þetta hefur verið einn erfiðasti tíminn í lífi mínu,“ sagði Bradley á fyrsta blaðamannafundi sínum síðan mótið en breska ríkisútvarpið segir frá. „Þú vinnur og færð dýrðarljóma ævilangt en ég gerði það ekki og ég mun þurfa að sitja með þessu það sem eftir er ævinnar. Það er enginn hluti af mér sem heldur að ég muni nokkurn tíma komast yfir þetta. Þessi atburður hefur verið svo hræðilegur fyrir mig,“ sagði Bradley. Þótt gestgjafarnir hafi unnið sér inn 8,5 stig í þessum tólf einstaklingsleikjum þá var það ekki nóg. „Fyrstu tveir dagarnir gengu eins illa og við hefðum getað ímyndað okkur,“ sagði Bradley. Búist hafði verið við að Bradley myndi gegna hlutverki leikmanns og fyrirliða en skipti um skoðun og valdi það að spila ekki sjálfur í New York. „Á fyrsta æfingadeginum var ég úti á teig og var að horfa á strákana ganga niður brautina alla saman og ég sagði við sjálfan mig: Ég vildi óska að ég væri að spila. Það er það sem þetta snýst allt um. Ég er að missa af einhverju,“ sagði Bradley. En Bradley segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun með því að sleppa valinu vegna þess að hann var „líkamlega úrvinda“ á öðrum degi leiksins. Bradley hefur nú tapað þremur Ryderbikarsmótum sem leikmaður og fyrirliði. Hann var líka í tapliðum Bandaríkjanna 2012 og 2014. Þrátt fyrir að vera óviss um hvort hann fái tækifæri aftur, segir hann að hann muni halda áfram að vera tiltækur fyrir framtíðarkeppnir. Næsti Ryderbikar fer fram á Adare Manor á Írlandi frá 17. til 19. september 2027. Ryder-bikarinn Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bradley óttast að hann muni aldrei komast yfir þetta tap Bandaríkjanna gegn Evrópu. Hann segist enn fremur hafa gengið í gegnum „einn erfiðasta tíma“ lífs síns síðan bandaríska liðið tapaði í New York. Hinn þrjátíu og níu ára gamli Bradley var fyrirliði bandaríska liðsins á Bethpage golfvellinum í september. Leikurinn tapaðist naumlega 15-13 en það var bara fyrir ótrúlega endurkomu bandaríska liðsins á lokadeginum. Fram að því höfðu Evrópumennirnir farið illa með bandaríska liðið þar sem Bradley gekk mjög illa að para réttu mennina saman í fjórmenningi og í fjórleik. Bradley var yngsti fyrirliðinn hjá báðum liðum síðan Arnold Palmer var fyrirliði bandaríska liðsins árið 1963. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Hann viðurkennir að hafa tekið nokkrar rangar ákvarðanir með paranir og uppsetningu liðsins en margar af ákvörðunum hans voru dregnar í efa í kjölfar tapsins. Evrópa varð þarna fyrsta liðið til að vinna á útivelli síðan 2012. „Þetta hefur verið einn erfiðasti tíminn í lífi mínu,“ sagði Bradley á fyrsta blaðamannafundi sínum síðan mótið en breska ríkisútvarpið segir frá. „Þú vinnur og færð dýrðarljóma ævilangt en ég gerði það ekki og ég mun þurfa að sitja með þessu það sem eftir er ævinnar. Það er enginn hluti af mér sem heldur að ég muni nokkurn tíma komast yfir þetta. Þessi atburður hefur verið svo hræðilegur fyrir mig,“ sagði Bradley. Þótt gestgjafarnir hafi unnið sér inn 8,5 stig í þessum tólf einstaklingsleikjum þá var það ekki nóg. „Fyrstu tveir dagarnir gengu eins illa og við hefðum getað ímyndað okkur,“ sagði Bradley. Búist hafði verið við að Bradley myndi gegna hlutverki leikmanns og fyrirliða en skipti um skoðun og valdi það að spila ekki sjálfur í New York. „Á fyrsta æfingadeginum var ég úti á teig og var að horfa á strákana ganga niður brautina alla saman og ég sagði við sjálfan mig: Ég vildi óska að ég væri að spila. Það er það sem þetta snýst allt um. Ég er að missa af einhverju,“ sagði Bradley. En Bradley segir að hann hafi tekið rétta ákvörðun með því að sleppa valinu vegna þess að hann var „líkamlega úrvinda“ á öðrum degi leiksins. Bradley hefur nú tapað þremur Ryderbikarsmótum sem leikmaður og fyrirliði. Hann var líka í tapliðum Bandaríkjanna 2012 og 2014. Þrátt fyrir að vera óviss um hvort hann fái tækifæri aftur, segir hann að hann muni halda áfram að vera tiltækur fyrir framtíðarkeppnir. Næsti Ryderbikar fer fram á Adare Manor á Írlandi frá 17. til 19. september 2027.
Ryder-bikarinn Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira