Hatar hvítu stuttbuxurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2025 07:00 Veronica Kristiansen er ein þeirra handboltakvenna sem eru mjög ósáttar með að þurfa að spila í hvítum stuttbuxum. Getty/Dean Mouhtaropoulos „Burt með hvítar stuttbuxurnar“ er nú orðið að baráttumáli fyrir handboltakonur heimsins þegar styttist í næsta heimsmeistaramót kvenna í handbolta. Norska handboltakonan Veronica Kristiansen er í hópi margra íþróttakvenna sem vilja ekki sjá hvítar stuttbuxur í sinni íþrótt. Kristiansen er jafnframt í hópi þeirra kvenna sem eru þvingaðar í að spila þessum óvinsælu hvítu stuttbuxum. Í sömu stöðu í hverjum mánuði „Ég hata hvítar stuttbuxur. Ég skil svo sem alveg að þær líti vel út. Við erum aftur á móti konur og lendum í ákveðnum kringumstæðum í hverjum mánuði. Það er því ekki gaman fyrir okkur að spila í hvítum buxum,“ sagði Veronica Kristiansen við NRK. Umræðan um hvítu stuttbuxurnar í kvennaboltanum hefur verið lengi í gangi. Margar þjóðir og mörg félög hafa hlustað á konurnar en svo er ekki staðan í handboltanum. Skiptu yfir í hvítar stuttbuxur Kristiansen er nýkomin til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn í janúar. Hún spilar með ungverska liðinu Györ sem hefur spilað þar í grænum buxum en félagið skipti nýverið yfir í hvítar buxur. „Við höfum sagt það svo lengi að við viljum ekki spila í hvítum buxum en það fór ekki lengra en það,“ sagði Kristiansen. „Fyrir mig sjálfa þá er þetta vandræðalegt og niðurlægjandi. Tíðahringurinn er eitthvað sem þú stjórnar ekki. Gerið þið það, í burtu með þessar hvítu stuttbuxur,“ sagði Kristiansen. Eitthvað sem enginn vill Norski landsliðsfyrirliðinn Henny Reistad tekur undir þetta. „Ég er ekki aðdáandi hvítu stuttbuxnanna heldur. Ef það er eitthvað sem enginn vill, þá á að hlusta á það. Þetta getur verið mjög óþægilegt fyrir okkur,“ sagði Henny Reistad. Frétt hjá norska ríkisútvarpinu um málið. NRK Sport Nú hafa handboltasambönd Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur líka skrifað saman bréf og sent Alþjóðahandboltasambandinu, IHF. Samböndin heimta reglubreytingu hjá IHF fyrir HM kvenna sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi. Öll lið þurfa að vera bæði með ljósar og dökkar stuttbuxur í sínu búningasetti. Blæðir í gegnum buxurnar „Okkar reynsla segir það að sú regla að þurfa að vera í ljósum stuttbuxum sé tákn um kvenhatur,“ sagði Randi Gustad, forseti norska sambandsins. „Óöryggið sem fylgir því hvort að það blæði í gegnum stuttbuxurnar þínar eða ekki er mjög óþægilegt fyrir konur í handbolta,“ sagði Gustad. HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
Norska handboltakonan Veronica Kristiansen er í hópi margra íþróttakvenna sem vilja ekki sjá hvítar stuttbuxur í sinni íþrótt. Kristiansen er jafnframt í hópi þeirra kvenna sem eru þvingaðar í að spila þessum óvinsælu hvítu stuttbuxum. Í sömu stöðu í hverjum mánuði „Ég hata hvítar stuttbuxur. Ég skil svo sem alveg að þær líti vel út. Við erum aftur á móti konur og lendum í ákveðnum kringumstæðum í hverjum mánuði. Það er því ekki gaman fyrir okkur að spila í hvítum buxum,“ sagði Veronica Kristiansen við NRK. Umræðan um hvítu stuttbuxurnar í kvennaboltanum hefur verið lengi í gangi. Margar þjóðir og mörg félög hafa hlustað á konurnar en svo er ekki staðan í handboltanum. Skiptu yfir í hvítar stuttbuxur Kristiansen er nýkomin til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn í janúar. Hún spilar með ungverska liðinu Györ sem hefur spilað þar í grænum buxum en félagið skipti nýverið yfir í hvítar buxur. „Við höfum sagt það svo lengi að við viljum ekki spila í hvítum buxum en það fór ekki lengra en það,“ sagði Kristiansen. „Fyrir mig sjálfa þá er þetta vandræðalegt og niðurlægjandi. Tíðahringurinn er eitthvað sem þú stjórnar ekki. Gerið þið það, í burtu með þessar hvítu stuttbuxur,“ sagði Kristiansen. Eitthvað sem enginn vill Norski landsliðsfyrirliðinn Henny Reistad tekur undir þetta. „Ég er ekki aðdáandi hvítu stuttbuxnanna heldur. Ef það er eitthvað sem enginn vill, þá á að hlusta á það. Þetta getur verið mjög óþægilegt fyrir okkur,“ sagði Henny Reistad. Frétt hjá norska ríkisútvarpinu um málið. NRK Sport Nú hafa handboltasambönd Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur líka skrifað saman bréf og sent Alþjóðahandboltasambandinu, IHF. Samböndin heimta reglubreytingu hjá IHF fyrir HM kvenna sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi. Öll lið þurfa að vera bæði með ljósar og dökkar stuttbuxur í sínu búningasetti. Blæðir í gegnum buxurnar „Okkar reynsla segir það að sú regla að þurfa að vera í ljósum stuttbuxum sé tákn um kvenhatur,“ sagði Randi Gustad, forseti norska sambandsins. „Óöryggið sem fylgir því hvort að það blæði í gegnum stuttbuxurnar þínar eða ekki er mjög óþægilegt fyrir konur í handbolta,“ sagði Gustad.
HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira