Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar 23. október 2025 11:02 Okkur er tíðrætt um aukið aðgengi að upplýsingum í nútímasamfélagi. Þá er vert að spyrja sig hvernig er aðgengi barna og ungmenna að fréttum á Íslandi í dag? Þá og nú Fyrir ekki löngu síðan lágu morgun- og fréttablöð á eldhúsborðum landsins sem ungir sem aldnir gátu gripið í með síðdegishressingunni eftir langan dag í vinnu eða skóla. Engin TikTok eða Reels. Í staðinn leiddu Pondus og Smáfólkið yngri kynslóðina yfir í íþróttafréttir, þaðan í dægurmál, heilsíðugreinar og forsíðufréttir. Þar með var, kannski óvart, búið að skanna heilt dagblað og jafnvel teygði maður sig í það næsta. Í umferðarteppunni á leið á fótboltaæfingu eða í fiðlutíma ómuðu síðdegisþættir útvarpsstöðvanna þar sem fréttir og málefni líðandi stundar voru krufin. Er sömu sögu að segja í dag eða víkja fréttaskýringarnar og samfélagsumræðan mögulega fyrir Spotify-playlistum skutlaranna? Kvöldfréttir áttu sinn stað eftir kvöldmatinn, gæðastund með fjölskyldunni. Er sá tími liðinn? Fá mamma og pabbi kannski nægan skammt af fréttum í gegnum samfélagsmiðlaskrun dagsins og leyfa Netflix að hafa ofan af fyrir fjölskyldunni í staðinn? Þessar lýsingar eru auðvitað ekki algildar en settar fram til að vekja okkur til umhugsunar um hvort fréttir á hefðbundnum miðlum séu smám saman að hverfa úr umhverfi barna. Hversu mörg dagblöð liggja á eldhúsborðum landsins í dag og hversu heilagur er kvöldfréttatíminn á heimilum landsins? Fréttaforðun raunveruleg Á sama tíma og helmingur Íslendinga segist halda sér upplýstum án þess að fylgjast með fréttum, sýna rannsóknir að ungt fólk nálgast fréttir í vaxandi mæli á samfélagsmiðlum fremur en í hefðbundnum fjölmiðlum. Á samfélagsmiðlum má finna mikið af frábæru og vönduðu fréttaefni og íslenskir fjölmiðlar eru sannarlega duglegir að deila sínu efni á þeim vettvangi. Engu að síður er þar einnig aragrúi af síðra efni sem oft er dulbúið sem fréttir, birt undir fölsku flaggi og hefur annars konar tilgang en að miðla fréttum á traustan máta. Ekki er þar með sagt að þessi nýi veruleiki sé alslæmur. Þó gefur augaleið að bæði ungir og aldnir fréttaneytendur þurfa réttu verkfærin til að rata í gegnum þennan frumskóg af efni svo skilja megi kjarnann frá hisminu. Miðlalæsi hefur aldrei verið mikilvægara og það er okkar að bregðast við nýjum veruleika með eflingu þess, sérstaklega hjá yngri kynslóðum sem alast upp í allt öðru fréttaumhverfi en við sem eldri erum. Höldum á lofti mikilvægi hefðbundinna fréttamiðla og eflum ungt fólk sem ábyrga og gagnrýna fréttaneytendur. Höfundur er sérfræðingur upplýsinga- og miðlalæsis hjá Netvís - Netöryggismiðstöð Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Fjölmiðlar Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Okkur er tíðrætt um aukið aðgengi að upplýsingum í nútímasamfélagi. Þá er vert að spyrja sig hvernig er aðgengi barna og ungmenna að fréttum á Íslandi í dag? Þá og nú Fyrir ekki löngu síðan lágu morgun- og fréttablöð á eldhúsborðum landsins sem ungir sem aldnir gátu gripið í með síðdegishressingunni eftir langan dag í vinnu eða skóla. Engin TikTok eða Reels. Í staðinn leiddu Pondus og Smáfólkið yngri kynslóðina yfir í íþróttafréttir, þaðan í dægurmál, heilsíðugreinar og forsíðufréttir. Þar með var, kannski óvart, búið að skanna heilt dagblað og jafnvel teygði maður sig í það næsta. Í umferðarteppunni á leið á fótboltaæfingu eða í fiðlutíma ómuðu síðdegisþættir útvarpsstöðvanna þar sem fréttir og málefni líðandi stundar voru krufin. Er sömu sögu að segja í dag eða víkja fréttaskýringarnar og samfélagsumræðan mögulega fyrir Spotify-playlistum skutlaranna? Kvöldfréttir áttu sinn stað eftir kvöldmatinn, gæðastund með fjölskyldunni. Er sá tími liðinn? Fá mamma og pabbi kannski nægan skammt af fréttum í gegnum samfélagsmiðlaskrun dagsins og leyfa Netflix að hafa ofan af fyrir fjölskyldunni í staðinn? Þessar lýsingar eru auðvitað ekki algildar en settar fram til að vekja okkur til umhugsunar um hvort fréttir á hefðbundnum miðlum séu smám saman að hverfa úr umhverfi barna. Hversu mörg dagblöð liggja á eldhúsborðum landsins í dag og hversu heilagur er kvöldfréttatíminn á heimilum landsins? Fréttaforðun raunveruleg Á sama tíma og helmingur Íslendinga segist halda sér upplýstum án þess að fylgjast með fréttum, sýna rannsóknir að ungt fólk nálgast fréttir í vaxandi mæli á samfélagsmiðlum fremur en í hefðbundnum fjölmiðlum. Á samfélagsmiðlum má finna mikið af frábæru og vönduðu fréttaefni og íslenskir fjölmiðlar eru sannarlega duglegir að deila sínu efni á þeim vettvangi. Engu að síður er þar einnig aragrúi af síðra efni sem oft er dulbúið sem fréttir, birt undir fölsku flaggi og hefur annars konar tilgang en að miðla fréttum á traustan máta. Ekki er þar með sagt að þessi nýi veruleiki sé alslæmur. Þó gefur augaleið að bæði ungir og aldnir fréttaneytendur þurfa réttu verkfærin til að rata í gegnum þennan frumskóg af efni svo skilja megi kjarnann frá hisminu. Miðlalæsi hefur aldrei verið mikilvægara og það er okkar að bregðast við nýjum veruleika með eflingu þess, sérstaklega hjá yngri kynslóðum sem alast upp í allt öðru fréttaumhverfi en við sem eldri erum. Höldum á lofti mikilvægi hefðbundinna fréttamiðla og eflum ungt fólk sem ábyrga og gagnrýna fréttaneytendur. Höfundur er sérfræðingur upplýsinga- og miðlalæsis hjá Netvís - Netöryggismiðstöð Íslands.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar