Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 24. október 2025 07:03 Í dag 24. október 2025 er hálf öld liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður störf og vöktu athygli á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Þessi viðburður er ljóslifandi í hugum margra en fyrir þau okkar sem upplifðu hann ekki er þessi dagur í sögulegu samhengi baðaður ljóma. Þúsundir kvenna stóðu á Arnarhóli og mótmæltu margvíslegri mismunun gagnvart konum. En á sama tíma er birtan sem stafar af þessari minningu áminning um að láta ekki deigan síga og halda baráttunni áfram. Þegar litið er til baka þessi 50 ár er hægt að segja að margt hafi áunnist, breytingar og jafnvel byltingar í jafnréttismálum á Íslandi. Ýmsar áskoranir blasa þó við, m.a. óþolandi kynbundinn launamunur og rótgróið kynbundið ofbeldi sem vinna þarf að á öllum vígstöðvum. Staðreyndin um kynbundinn launamunur er meinsemd í íslensku samfélagi og meginástæða hans er kynskiptur vinnumarkaður og vanmat á störfum kvenna. Virði kvennastarfa Til að útrýma þessum launamun þarf markvissar aðgerðir. Í nýlegri rannsókn á launamun karla og kvenna frá Hagstofunni segir: „Kynbundin skipting vinnumarkaðarins í störf og atvinnugreinar skýrir að miklu leyti þann launamun sem enn er til staðar.“ Laun eru almennt lægri í störfum sem konur gegna að miklum meirihluta, líkt og í heilbrigðisþjónustu, við menntun og félagsþjónustu, en störfum þar sem karlar eru í meirihluta. Það eru liðin meira en 60 ár síðan launajafnrétti var leitt í lög á Íslandi og sem ráðherra jafnréttismála ætla ég ekki að bíða eftir launajafnrétti heldur ráðast í markvissar aðgerðir. Nú er í gangi vinna sem leidd er af dómsmálaráðuneytinu um virðismat starfa sem ég bind miklar vonir við að geti fleytt okkur fram á við þegar kemur að því að meta störf hefðbundinna kvennastétta til launa. Ofbeldi gegn konum En jafnrétti er ekki bara launatékki. Kynbundið ofbeldi er samfélagsmein. Ekki bara í útlöndum eins og sumir vilja halda, heldur líka hér heima. Við megum ekki gefast upp á að berjast gegn því. Þann tíma sem ég gegni embætti mun ég setja af stað aðgerðir, meðal annars með nýrri landsáætlun um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum. Einnig með heildstæðri endurskoðun á löggjöf og framkvæmd um nálgunarbann og umsáturseinelti, með sérstakri áherslu á notkun ökklabanda vegna brota gegn nálgunarbanni. Ég vil taka markviss skref til að tryggja öryggi þolenda og vil veita lögreglu þau verkfæri sem hún þarf. Heimilisofbeldi og umsátur er ekki einkamál heldur mál sem varðar samfélagið í heild. Við höldum áfram Að 50 árum liðnum fögnum við góðum árangri og sterkri stöðu kvenna á Íslandi. Við eigum að vera stolt af því að jafnréttismál skipta okkur máli. Við erum á sama tíma meðvituð um að við erum ekki komin að landi. Og markviss í því að halda áfram. Höfundur er dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Í dag 24. október 2025 er hálf öld liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður störf og vöktu athygli á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Þessi viðburður er ljóslifandi í hugum margra en fyrir þau okkar sem upplifðu hann ekki er þessi dagur í sögulegu samhengi baðaður ljóma. Þúsundir kvenna stóðu á Arnarhóli og mótmæltu margvíslegri mismunun gagnvart konum. En á sama tíma er birtan sem stafar af þessari minningu áminning um að láta ekki deigan síga og halda baráttunni áfram. Þegar litið er til baka þessi 50 ár er hægt að segja að margt hafi áunnist, breytingar og jafnvel byltingar í jafnréttismálum á Íslandi. Ýmsar áskoranir blasa þó við, m.a. óþolandi kynbundinn launamunur og rótgróið kynbundið ofbeldi sem vinna þarf að á öllum vígstöðvum. Staðreyndin um kynbundinn launamunur er meinsemd í íslensku samfélagi og meginástæða hans er kynskiptur vinnumarkaður og vanmat á störfum kvenna. Virði kvennastarfa Til að útrýma þessum launamun þarf markvissar aðgerðir. Í nýlegri rannsókn á launamun karla og kvenna frá Hagstofunni segir: „Kynbundin skipting vinnumarkaðarins í störf og atvinnugreinar skýrir að miklu leyti þann launamun sem enn er til staðar.“ Laun eru almennt lægri í störfum sem konur gegna að miklum meirihluta, líkt og í heilbrigðisþjónustu, við menntun og félagsþjónustu, en störfum þar sem karlar eru í meirihluta. Það eru liðin meira en 60 ár síðan launajafnrétti var leitt í lög á Íslandi og sem ráðherra jafnréttismála ætla ég ekki að bíða eftir launajafnrétti heldur ráðast í markvissar aðgerðir. Nú er í gangi vinna sem leidd er af dómsmálaráðuneytinu um virðismat starfa sem ég bind miklar vonir við að geti fleytt okkur fram á við þegar kemur að því að meta störf hefðbundinna kvennastétta til launa. Ofbeldi gegn konum En jafnrétti er ekki bara launatékki. Kynbundið ofbeldi er samfélagsmein. Ekki bara í útlöndum eins og sumir vilja halda, heldur líka hér heima. Við megum ekki gefast upp á að berjast gegn því. Þann tíma sem ég gegni embætti mun ég setja af stað aðgerðir, meðal annars með nýrri landsáætlun um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum. Einnig með heildstæðri endurskoðun á löggjöf og framkvæmd um nálgunarbann og umsáturseinelti, með sérstakri áherslu á notkun ökklabanda vegna brota gegn nálgunarbanni. Ég vil taka markviss skref til að tryggja öryggi þolenda og vil veita lögreglu þau verkfæri sem hún þarf. Heimilisofbeldi og umsátur er ekki einkamál heldur mál sem varðar samfélagið í heild. Við höldum áfram Að 50 árum liðnum fögnum við góðum árangri og sterkri stöðu kvenna á Íslandi. Við eigum að vera stolt af því að jafnréttismál skipta okkur máli. Við erum á sama tíma meðvituð um að við erum ekki komin að landi. Og markviss í því að halda áfram. Höfundur er dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun