Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar 23. október 2025 14:00 Ungt fólk á Íslandi er að alast upp við þann veruleika að veðmál er að verða eðlilegur partur af hinu daglega lífi. Mögulegt er að stunda veðmál á örskotsstundu hvar og hvenær sem er án eftirlits. Með farsímanum hafa ólöglegar veðmálasíður rutt sér leið inn í daglegt líf fólks m.a. inn í kennslustofuna, inn í búningsklefa íþróttafélaga, inn á heimilið og inn í svefnherbergið. Við sjáum allt niður í 13–14 ára drengi prófa sig áfram í veðmálum án eftirlits eða skilnings á því hvað þeir eru að taka þátt í. Ekki er aðeins verið að elta auðfenginn gróða, heldur einnig spennuna, adrenalínið og að verða hluti af samfélaginu sem hefur myndast að einhverju leyti út frá samfélagsmiðlum og áhrifavöldum. Samkvæmt nýjustu úttekt Kveiks og bandaríska ráðgjafafyrirtækisins Yield Sec eyða Íslendingar allt að 36 milljörðum króna á erlendum veðmálasíðum á ári.Það gerir um 80% allra veðmála Íslendinga sem þrífst án eftirlits. Gríðarlegir fjármunir streyma daglega úr landi til fyrirtækja sem hvorki greiða skatta né leggja nokkuð af mörkum til samfélagsins. Þau fjárfesta ekki í íþróttum, velferð, menntun eða forvörnum. Þau fjárfesta frekar í grípandi auglýsingum í gegnum samfélagsmiðla og áhrifavalda. Á sama tíma fá íslensk fyrirtæki, sem eru með starfsleyfi, aðeins um fimmtung af markaðnum en sú starfsemi hefur það hlutverk að skila ágóðanum til góðra málefna. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra segir réttilega að óbreytt staða sé helsta vandamálið. Það skiptir máli að skapa heilbrigða og gagnsæja umgjörð í stað þess að banna. Í því sambandi er upplagt að skoða hvernig Norðurlöndin náð stjórn á veðmálastarfsemi með reglum, yfirsýn og eftirliti. Lausnin er ekki að loka augunum, heldur að mynda traust og gagnsætt umhverfi sem verndar börn, ungt fólk og samfélagið allt. Til að fjalla um þessa nýju áskorun í íslensku samfélagi hefur Viðreisn boðað til opins fundar laugardaginn 25. október kl. 11:00 í fundarsal Viðreisnar að Suðurlandsbraut 22 í Reykjavík, þar sem rætt verður um áhrif, ábyrgð og lausnir er varðar ólöglega veðmálastarfsemi á Íslandi. Framsögumenn verða meðal annars Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur, Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, Sverrir Páll Einarsson, formaður Uppreisnar, og Grímur Grímsson, alþingismaður. Fundarstjóri verður Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar. Fundurinn er opinn öllum og um er að ræða gott tækifæri til að ræða brýnt samfélagsmál með opnum huga, ábyrgð og lausnamiðaðri sýn. Höfundur er stjórnarmaður í Viðreisn Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Ungt fólk á Íslandi er að alast upp við þann veruleika að veðmál er að verða eðlilegur partur af hinu daglega lífi. Mögulegt er að stunda veðmál á örskotsstundu hvar og hvenær sem er án eftirlits. Með farsímanum hafa ólöglegar veðmálasíður rutt sér leið inn í daglegt líf fólks m.a. inn í kennslustofuna, inn í búningsklefa íþróttafélaga, inn á heimilið og inn í svefnherbergið. Við sjáum allt niður í 13–14 ára drengi prófa sig áfram í veðmálum án eftirlits eða skilnings á því hvað þeir eru að taka þátt í. Ekki er aðeins verið að elta auðfenginn gróða, heldur einnig spennuna, adrenalínið og að verða hluti af samfélaginu sem hefur myndast að einhverju leyti út frá samfélagsmiðlum og áhrifavöldum. Samkvæmt nýjustu úttekt Kveiks og bandaríska ráðgjafafyrirtækisins Yield Sec eyða Íslendingar allt að 36 milljörðum króna á erlendum veðmálasíðum á ári.Það gerir um 80% allra veðmála Íslendinga sem þrífst án eftirlits. Gríðarlegir fjármunir streyma daglega úr landi til fyrirtækja sem hvorki greiða skatta né leggja nokkuð af mörkum til samfélagsins. Þau fjárfesta ekki í íþróttum, velferð, menntun eða forvörnum. Þau fjárfesta frekar í grípandi auglýsingum í gegnum samfélagsmiðla og áhrifavalda. Á sama tíma fá íslensk fyrirtæki, sem eru með starfsleyfi, aðeins um fimmtung af markaðnum en sú starfsemi hefur það hlutverk að skila ágóðanum til góðra málefna. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra segir réttilega að óbreytt staða sé helsta vandamálið. Það skiptir máli að skapa heilbrigða og gagnsæja umgjörð í stað þess að banna. Í því sambandi er upplagt að skoða hvernig Norðurlöndin náð stjórn á veðmálastarfsemi með reglum, yfirsýn og eftirliti. Lausnin er ekki að loka augunum, heldur að mynda traust og gagnsætt umhverfi sem verndar börn, ungt fólk og samfélagið allt. Til að fjalla um þessa nýju áskorun í íslensku samfélagi hefur Viðreisn boðað til opins fundar laugardaginn 25. október kl. 11:00 í fundarsal Viðreisnar að Suðurlandsbraut 22 í Reykjavík, þar sem rætt verður um áhrif, ábyrgð og lausnir er varðar ólöglega veðmálastarfsemi á Íslandi. Framsögumenn verða meðal annars Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, sálfræðingur, Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, Sverrir Páll Einarsson, formaður Uppreisnar, og Grímur Grímsson, alþingismaður. Fundarstjóri verður Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar. Fundurinn er opinn öllum og um er að ræða gott tækifæri til að ræða brýnt samfélagsmál með opnum huga, ábyrgð og lausnamiðaðri sýn. Höfundur er stjórnarmaður í Viðreisn Reykjavík
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun