Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Árni Sæberg skrifar 23. október 2025 14:50 Kristján Georg í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar innherjasvikamálið var þar til meðferðar. Vísir/Vilhelm Kristján Georg Jósteinsson, sem hlaut árið 2019 þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir innherjasvik hjá Icelandair, hefur verið ákærður fyrir meiri háttar skattalagabrot. Hann er sakaður um að hafa ekki talið fram úttektir úr einkahlutafélögum, sem hann nýtti meðal annars við framkvæmd innherjasvikanna og rekstur kampavínsklúbbanna VIP club og Shooters í Austurstræti. Í ákæru Héraðssaksóknara á hendur Kristjáni Georg segir að hann hafi staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2015 til og með 2018, vegna tekjuráranna 2014 til og með 2017, með því að hafa látið undir höfuð leggjast að telja annars vegar fram úttektir úr rekstri KFK ehf., Fastrek ehf. og Neostar 75 76 SL, að fjárhæð samtals 54 milljóna króna og hins vegar með því að vanframtelja 33 milljónir króna sem bárust inn á reikning hans. Þess er krafist að Kristján Georg verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar auk upptöku á fjármunum, sem haldlagðir voru af Héraðssaksóknara árið 2019. Græddu 61 milljón á innherjasvikum Sem áður segir hlaut Kristján Georg Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innherjasvik hjá Icelandair árið 2019. Annar maður var dæmdur til átján mánaða fangelsis í málinu og sá þriðji hlaut skilorðsbundinn dóm, auk þess sem 52 milljónir króna voru gerðar upptækar. Í Landsrétti var refsing Kristjáns Georgs staðfest, refsing annars mannsins þyngd um tvo mánuðu og þriðji maðurinn sýknaður. Mennirnir þrír voru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti á árunum 2015 til 2017. Talið var að þeir hefðu notfært sér upplýsingar frá einum þeirra, sem hafði stöðu fruminnherja, í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. Hefur rekið kampavínsklúbba og spilavíti Kristján Georg er fyrrverandi eigandi félagsins Fastreks, sem hét áður VIP Travel en viðskiptin með hlutabréfin í innherjasvikinum voru gerð í nafni félagsins. VIP Travel var eitt sinn tengt kampavínsklúbbnum VIP Club í Austurstræti þar sem samskonar klúbbur var síðar rekinn undir heitinu Shooters. Þar var Kristján Georg rekstrarstjóri. Greiðslur til VIP Club fóru í gegnum félagið VIP Travel. Kristján hafði rekið kampavínsklúbba í umræddu húsi í Austurstræti 12 í lengri tíma en þeir hétu ýmsum nöfnum. Þá rak hann spilavítið Poker and Play í Skeifunni á árunum 2010 til 2012 en hann hlaut átján mánaða dóm fyrir þann rekstur í Hæstarétti árið 2016. Skattar og tollar Dómsmál Icelandair Efnahagsbrot Tengdar fréttir Innherjasvik í Icelandair: „Ef það lítur út eins og önd...“ Að sögn saksóknara byggði sönnunarfærsla í svona málum því oftar en ekki á óbeinni sönnun, sem telst þó fullgild sönnun samkvæmt íslenskum lögum. Ef það lítur út eins og önd, labbar eins og önd og kvakar eins og önd – þá er það líklega önd, eins og Finnur komst að orði. 24. janúar 2019 11:32 Innherjasvik í Icelandair: Minnti á að reynsluboltinn í kampavínsklúbbsrekstri væri fjölskyldumaður Reimar Snæfell Pétursson fer fram á sýknudóm yfir Kristjáni Georgi Jósteinssyni. 24. janúar 2019 14:34 Innherjasvik í Icelandair: Segir sekt Kjarra Sambó alls ekki blasa við Ákæran á hendur Kjartani Bergi Jónssyni er svo furðuleg að það hvarflaði að honum að fara fram á frávísun málsins, að sögn Gríms Sigurðarsonar verjanda hans. Kjartan Bergur hafi þó að endingu viljað fara fram á að vera sýknaður, í eitt skipti fyrir öll. 24. janúar 2019 15:20 Þynging og sýkna í innherjasvikamáli í Icelandair Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Kristjáni Georg Jósteinssyni í Icelandair-innhverjasvikamálinu. Þá var dómur yfir Kjartani Jónssyni þyngdur úr átján mánuðum í tvö ár. Kjartan Bergur Jónsson, sem fékk fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm í héraði, var sýknaður í Landsrétti. 26. mars 2021 16:21 Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hluthafar Íslansbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Sjá meira
Í ákæru Héraðssaksóknara á hendur Kristjáni Georg segir að hann hafi staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2015 til og með 2018, vegna tekjuráranna 2014 til og með 2017, með því að hafa látið undir höfuð leggjast að telja annars vegar fram úttektir úr rekstri KFK ehf., Fastrek ehf. og Neostar 75 76 SL, að fjárhæð samtals 54 milljóna króna og hins vegar með því að vanframtelja 33 milljónir króna sem bárust inn á reikning hans. Þess er krafist að Kristján Georg verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar auk upptöku á fjármunum, sem haldlagðir voru af Héraðssaksóknara árið 2019. Græddu 61 milljón á innherjasvikum Sem áður segir hlaut Kristján Georg Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innherjasvik hjá Icelandair árið 2019. Annar maður var dæmdur til átján mánaða fangelsis í málinu og sá þriðji hlaut skilorðsbundinn dóm, auk þess sem 52 milljónir króna voru gerðar upptækar. Í Landsrétti var refsing Kristjáns Georgs staðfest, refsing annars mannsins þyngd um tvo mánuðu og þriðji maðurinn sýknaður. Mennirnir þrír voru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti á árunum 2015 til 2017. Talið var að þeir hefðu notfært sér upplýsingar frá einum þeirra, sem hafði stöðu fruminnherja, í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. Hefur rekið kampavínsklúbba og spilavíti Kristján Georg er fyrrverandi eigandi félagsins Fastreks, sem hét áður VIP Travel en viðskiptin með hlutabréfin í innherjasvikinum voru gerð í nafni félagsins. VIP Travel var eitt sinn tengt kampavínsklúbbnum VIP Club í Austurstræti þar sem samskonar klúbbur var síðar rekinn undir heitinu Shooters. Þar var Kristján Georg rekstrarstjóri. Greiðslur til VIP Club fóru í gegnum félagið VIP Travel. Kristján hafði rekið kampavínsklúbba í umræddu húsi í Austurstræti 12 í lengri tíma en þeir hétu ýmsum nöfnum. Þá rak hann spilavítið Poker and Play í Skeifunni á árunum 2010 til 2012 en hann hlaut átján mánaða dóm fyrir þann rekstur í Hæstarétti árið 2016.
Skattar og tollar Dómsmál Icelandair Efnahagsbrot Tengdar fréttir Innherjasvik í Icelandair: „Ef það lítur út eins og önd...“ Að sögn saksóknara byggði sönnunarfærsla í svona málum því oftar en ekki á óbeinni sönnun, sem telst þó fullgild sönnun samkvæmt íslenskum lögum. Ef það lítur út eins og önd, labbar eins og önd og kvakar eins og önd – þá er það líklega önd, eins og Finnur komst að orði. 24. janúar 2019 11:32 Innherjasvik í Icelandair: Minnti á að reynsluboltinn í kampavínsklúbbsrekstri væri fjölskyldumaður Reimar Snæfell Pétursson fer fram á sýknudóm yfir Kristjáni Georgi Jósteinssyni. 24. janúar 2019 14:34 Innherjasvik í Icelandair: Segir sekt Kjarra Sambó alls ekki blasa við Ákæran á hendur Kjartani Bergi Jónssyni er svo furðuleg að það hvarflaði að honum að fara fram á frávísun málsins, að sögn Gríms Sigurðarsonar verjanda hans. Kjartan Bergur hafi þó að endingu viljað fara fram á að vera sýknaður, í eitt skipti fyrir öll. 24. janúar 2019 15:20 Þynging og sýkna í innherjasvikamáli í Icelandair Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Kristjáni Georg Jósteinssyni í Icelandair-innhverjasvikamálinu. Þá var dómur yfir Kjartani Jónssyni þyngdur úr átján mánuðum í tvö ár. Kjartan Bergur Jónsson, sem fékk fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm í héraði, var sýknaður í Landsrétti. 26. mars 2021 16:21 Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hluthafar Íslansbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Sjá meira
Innherjasvik í Icelandair: „Ef það lítur út eins og önd...“ Að sögn saksóknara byggði sönnunarfærsla í svona málum því oftar en ekki á óbeinni sönnun, sem telst þó fullgild sönnun samkvæmt íslenskum lögum. Ef það lítur út eins og önd, labbar eins og önd og kvakar eins og önd – þá er það líklega önd, eins og Finnur komst að orði. 24. janúar 2019 11:32
Innherjasvik í Icelandair: Minnti á að reynsluboltinn í kampavínsklúbbsrekstri væri fjölskyldumaður Reimar Snæfell Pétursson fer fram á sýknudóm yfir Kristjáni Georgi Jósteinssyni. 24. janúar 2019 14:34
Innherjasvik í Icelandair: Segir sekt Kjarra Sambó alls ekki blasa við Ákæran á hendur Kjartani Bergi Jónssyni er svo furðuleg að það hvarflaði að honum að fara fram á frávísun málsins, að sögn Gríms Sigurðarsonar verjanda hans. Kjartan Bergur hafi þó að endingu viljað fara fram á að vera sýknaður, í eitt skipti fyrir öll. 24. janúar 2019 15:20
Þynging og sýkna í innherjasvikamáli í Icelandair Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Kristjáni Georg Jósteinssyni í Icelandair-innhverjasvikamálinu. Þá var dómur yfir Kjartani Jónssyni þyngdur úr átján mánuðum í tvö ár. Kjartan Bergur Jónsson, sem fékk fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm í héraði, var sýknaður í Landsrétti. 26. mars 2021 16:21