Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2025 17:00 Rússneskur kafbátur í höfninni í Severomorsk á Múrmanskskaga. Getty/Sasha Modrovets Rússneski herinn hefur um árabil komið fyrir leynilegum skynjurum á hafsbotni í norðurhöfum til að vakta skipasiglingar Atlantshafsbandalagins. Eftirlitskerfið leynilega var búið til með tækni frá Svíþjóð og öðrum Vesturlöndum. Eftirlitskerfið er myndað með þúsunda kílómetra löngum sæstreng sem liggur milli skynjara undir Barentshafi. Því er ætlað að verja kafbáta Rússlands sem bera kjarnorkuvopn og siglt er um norðurhöf og koma í veg fyrir að ríki NATO geti vaktað þá með eigin kafbátum. Kerfið er ekki ósvipað því sem NATO hefur komið fyrir á hafsbotni frá Grænlandi til Íslands og frá Íslandi til Bretlands en því er ætlað að fylgjast með ferðum rússneskra kafbáta. Skynjararnir og annar búnaður sem notaður var til að byggja kerfið voru keyptir gegnum Mostrello, skúffufélag á Kýpur, sem stjórnað er af manni sem tengist rússneska hernum og leyniþjónustum Rússlands og net annarra skúffufélaga. Það var gert svo Rússar kæmust hjá refsiaðgerðum sem ríkið hefur verið beitt vegna innrásarinnar í Úkraínu. Búnaðurinn var keyptur frá Bandaríkjunum, Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi, Kanada, Japan og örðum ríkjum. Nokkrir evrópskir miðlar hafa haft þetta eftirlitskerfi til rannsóknar um nokkuð skeið og birt fréttir um það í morgun. Þeirra á meðal eru SVT í Svíþjóð, Le Monde í Frakklandi og NDR í Þýskalandi. Rannsókn þessara miðla hefur leitt í ljóst hvar eftirlitsbúnaðurinn er staðsettur en hann er talinn liggja frá Múrmansk norður eftir Barentshafi. Þá hefur rannsóknin leitt í ljós að Mostrello hélt áfram að kaupa tæknivörur frá Vesturlöndum og smygla þeim til Rússlands eftir að eftirlitskerfið var tilbúið. Í september á þessu ári var maður frá Kirgistan og Rússlandi dæmdur í nærri því fimm ára fangelsi í Frankfurt fyrir að eiga í viðskiptum við Mostrello og brjóta þannig gegn refsiaðgerðum Evrópusambandsins. Ábending um að maðurinn hefði brotið gegn refsiaðgerðum er sögð hafa komið frá CIA, bandarísku leyniþjónustunni. Rússland Hernaður NATO Norðurslóðir Svíþjóð Frakkland Þýskaland Kjarnorka Kjarnorkuvopn Tengdar fréttir Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. 14. október 2025 21:21 Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Ráðamenn í Noregi hafa gert samning við Breta um að kaupa fimm freigátur af gerðinni Type-26. Kaupsamningurinn hljómar upp á 136 milljarða norskra króna og er þetta meðal stærstu hergagnakaupa Norðmanna í sögunni. 2. september 2025 12:21 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Sjá meira
Eftirlitskerfið er myndað með þúsunda kílómetra löngum sæstreng sem liggur milli skynjara undir Barentshafi. Því er ætlað að verja kafbáta Rússlands sem bera kjarnorkuvopn og siglt er um norðurhöf og koma í veg fyrir að ríki NATO geti vaktað þá með eigin kafbátum. Kerfið er ekki ósvipað því sem NATO hefur komið fyrir á hafsbotni frá Grænlandi til Íslands og frá Íslandi til Bretlands en því er ætlað að fylgjast með ferðum rússneskra kafbáta. Skynjararnir og annar búnaður sem notaður var til að byggja kerfið voru keyptir gegnum Mostrello, skúffufélag á Kýpur, sem stjórnað er af manni sem tengist rússneska hernum og leyniþjónustum Rússlands og net annarra skúffufélaga. Það var gert svo Rússar kæmust hjá refsiaðgerðum sem ríkið hefur verið beitt vegna innrásarinnar í Úkraínu. Búnaðurinn var keyptur frá Bandaríkjunum, Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi, Kanada, Japan og örðum ríkjum. Nokkrir evrópskir miðlar hafa haft þetta eftirlitskerfi til rannsóknar um nokkuð skeið og birt fréttir um það í morgun. Þeirra á meðal eru SVT í Svíþjóð, Le Monde í Frakklandi og NDR í Þýskalandi. Rannsókn þessara miðla hefur leitt í ljóst hvar eftirlitsbúnaðurinn er staðsettur en hann er talinn liggja frá Múrmansk norður eftir Barentshafi. Þá hefur rannsóknin leitt í ljós að Mostrello hélt áfram að kaupa tæknivörur frá Vesturlöndum og smygla þeim til Rússlands eftir að eftirlitskerfið var tilbúið. Í september á þessu ári var maður frá Kirgistan og Rússlandi dæmdur í nærri því fimm ára fangelsi í Frankfurt fyrir að eiga í viðskiptum við Mostrello og brjóta þannig gegn refsiaðgerðum Evrópusambandsins. Ábending um að maðurinn hefði brotið gegn refsiaðgerðum er sögð hafa komið frá CIA, bandarísku leyniþjónustunni.
Rússland Hernaður NATO Norðurslóðir Svíþjóð Frakkland Þýskaland Kjarnorka Kjarnorkuvopn Tengdar fréttir Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. 14. október 2025 21:21 Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Ráðamenn í Noregi hafa gert samning við Breta um að kaupa fimm freigátur af gerðinni Type-26. Kaupsamningurinn hljómar upp á 136 milljarða norskra króna og er þetta meðal stærstu hergagnakaupa Norðmanna í sögunni. 2. september 2025 12:21 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Sjá meira
Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. 14. október 2025 21:21
Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Ráðamenn í Noregi hafa gert samning við Breta um að kaupa fimm freigátur af gerðinni Type-26. Kaupsamningurinn hljómar upp á 136 milljarða norskra króna og er þetta meðal stærstu hergagnakaupa Norðmanna í sögunni. 2. september 2025 12:21
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila