Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2025 22:02 Phil Gore setti heimsmet í sumar og varð heimsmeistari í morgunn. @phil.gore.ultrarunner Ástralinn Phil Gore er nýr heimsmeistari í bakgarðshlaupum en hann tryggði sér titilinn í bakgarðinum hjá Lazarus Lake [Gary Cantrell] í Tennessee-fylki í Bandaríkjunum. Gore tryggði sér titilinn með einmanalegum hring en hann var sá eini til að klára hring númer 114. Það voru þrír sem voru eftir í hring 112 en Harvey Lewis náði ekki í mark áður en tíminn rann út. Þá voru bara þeir Gore og Belginn Ivo Steyaert eftir. Þeir kláruðu saman hring 113 og föðmuðust síðan. Steyaert hætti og Gore tryggði sér titilinn með því að klára hring númer 114. Þetta er enn eitt afrekið hjá þessum bakgarðskóngi en í júní setti hann nýtt heimsmet með því að fara 119 hringi í Dead Cow Gully í Ástralíu. Þessir 114 hringir eru aftur á móti nýtt met í bakgarði Lazarus Lake, fæðingarstað þessarar íþróttar. View this post on Instagram A post shared by Jacob Zocherman (@searchingforzocherman) Gore hafði gengið í 114 klukkutíma eða í næstum því fimm sólarhringa. Hann hafði hlaupið alls 765 kílómetra í bakgarðinum hjá Laz í Bell Buckle sem jafngildir því að hlaupa frá Reykjavík suðurleiðina til Þórshafnar á Langanesi og eiga samt enn eftir að fara fjörutíu kílómetra. Hinn 39 ára gamli Gore er slökkviliðsmaður og fjögurra barna faðir. Í lífi sínu utan keppna í bakgarði berst Phil við elda í Vestur-Ástralíu, starfsgrein sem krefst sömu rósemi og seiglu og hann sýnir í bakgarðinum. Á milli tólf tíma vakta og æfinga á fjörutíu gráðu heitum dögum lærði hann leyndarmálið sem gerir hann að þeim besta í greininni. „Þú verður bara að taka þetta hring fyrir hring. Ég veit að ég get hlaupið einn hring og svo skulum við bara halda áfram að gera einn á fætur öðrum,“ sagði Phil Gore. Þessi einfalda heimspeki, einn hringur í einu, hefur breytt honum í alþjóðlegt tákn um andlegt þrek og ró undir álagi. Hann kveikir innblástur í öllum þeim sem trúa því að líkaminn sé vissulega brothættur en að hugurinn geti alltaf komið þér lengra. Á einu ári varð Phil Gore líka eini íþróttamaðurinn á jörðinni til að vinna alla helstu bakgarðsviðburðina á innan við einu ári. Þeir eru eftirtaldir.- 119 hringir á Dead Cow Gully Backyard Ultra 2025 (setti heimsmet)- 114 hringir á Heimsmeistaramóti einstaklinha 2025- 81 hringur á Sydney Backyard Ultra 2025, ástralska meistaramótið- 96 hringir á Heimsmeistaramóti liða (Ástralía) 2024 View this post on Instagram A post shared by Backyard.Ultra.Portugal (@backyard.ultra.portugal) Bakgarðshlaup Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
Gore tryggði sér titilinn með einmanalegum hring en hann var sá eini til að klára hring númer 114. Það voru þrír sem voru eftir í hring 112 en Harvey Lewis náði ekki í mark áður en tíminn rann út. Þá voru bara þeir Gore og Belginn Ivo Steyaert eftir. Þeir kláruðu saman hring 113 og föðmuðust síðan. Steyaert hætti og Gore tryggði sér titilinn með því að klára hring númer 114. Þetta er enn eitt afrekið hjá þessum bakgarðskóngi en í júní setti hann nýtt heimsmet með því að fara 119 hringi í Dead Cow Gully í Ástralíu. Þessir 114 hringir eru aftur á móti nýtt met í bakgarði Lazarus Lake, fæðingarstað þessarar íþróttar. View this post on Instagram A post shared by Jacob Zocherman (@searchingforzocherman) Gore hafði gengið í 114 klukkutíma eða í næstum því fimm sólarhringa. Hann hafði hlaupið alls 765 kílómetra í bakgarðinum hjá Laz í Bell Buckle sem jafngildir því að hlaupa frá Reykjavík suðurleiðina til Þórshafnar á Langanesi og eiga samt enn eftir að fara fjörutíu kílómetra. Hinn 39 ára gamli Gore er slökkviliðsmaður og fjögurra barna faðir. Í lífi sínu utan keppna í bakgarði berst Phil við elda í Vestur-Ástralíu, starfsgrein sem krefst sömu rósemi og seiglu og hann sýnir í bakgarðinum. Á milli tólf tíma vakta og æfinga á fjörutíu gráðu heitum dögum lærði hann leyndarmálið sem gerir hann að þeim besta í greininni. „Þú verður bara að taka þetta hring fyrir hring. Ég veit að ég get hlaupið einn hring og svo skulum við bara halda áfram að gera einn á fætur öðrum,“ sagði Phil Gore. Þessi einfalda heimspeki, einn hringur í einu, hefur breytt honum í alþjóðlegt tákn um andlegt þrek og ró undir álagi. Hann kveikir innblástur í öllum þeim sem trúa því að líkaminn sé vissulega brothættur en að hugurinn geti alltaf komið þér lengra. Á einu ári varð Phil Gore líka eini íþróttamaðurinn á jörðinni til að vinna alla helstu bakgarðsviðburðina á innan við einu ári. Þeir eru eftirtaldir.- 119 hringir á Dead Cow Gully Backyard Ultra 2025 (setti heimsmet)- 114 hringir á Heimsmeistaramóti einstaklinha 2025- 81 hringur á Sydney Backyard Ultra 2025, ástralska meistaramótið- 96 hringir á Heimsmeistaramóti liða (Ástralía) 2024 View this post on Instagram A post shared by Backyard.Ultra.Portugal (@backyard.ultra.portugal)
Bakgarðshlaup Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira