Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison og Pétur Ármannsson skrifa 24. október 2025 20:30 Það er staðreynd að á Íslandi og útfrá landinu starfar danslistafólk sem er viðurkennt meðal þeirra fremstu í heiminum. Það birtist m.a. í því að við eigum listrænna stjórnendur sumra af stærstu dansflokkum heimsins, í fjölda alþjóðlegra sýningarferðlaga danslistafólks okkar og verðlauna og viðurkenninga bæði hér heima sem og erlendis. Það er líka staðreynd að íslenskum yfirvöldum, bæði hjá ríki og sveitastjórn, hefur ekki tekist að tryggja sambærilega fjárfestingu og innviðauppbyggingu til jafns við aðrar listgreinar. Þessi vanræksla hefur ýtt danslistinni út á jaðarinn og dregið úr sýnileika, samkeppnishæfni og virðingu hennar. Til að gefa dæmi um þá gífurlegu mismunun sem á sér stað milli listgreina á Íslandi þá hlýtur danslist skv. fjárlögum ríkisins og fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025 samanlagt 337,7 milljónir króna frá ríki og borg og er lægst þeirra listgreina sem hlýtur opinberan stuðning. Næst lægst er myndlist með 1.8 milljarð, leiklist með 3.4 milljarða og tónlist trónir á toppinum með 7.9 milljarða. Séu tölurnar skoðaðar nánar þá kemur í ljós að heildarútgjöld Reykjavíkurborgar til danslistar eru 28.5 milljónir. 28.5 milljónir. Leiklist fær hinsvegar 1.6 milljarða og tónlist 3.5 milljarða. En hvað þýðir þessi vanfjármögnun fyrir fagstétt danslistafólks? Það þýðir t.d. að innan ríkistofnunarinnar Íslenska Dansflokksins eru einungis 9 fastráðnir dansarar, hinsvegar eru um 70 leikarar í vinnu bara við Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið og 88 fástráðnir hljóðfæraleikarar við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sömuleiðis er aðeins einn af þremur stjórnendum lykilstofnana danslista á Íslandi í fullu starfi, en það er listdansstjóri ÍD á meðan stjórnendur Dansverkstæðisins og Reykjavík Dance Festival eru í um 67% hlutastarfi og 40% hlutastarfi. Það er starfsumhverfið sem menningarstefna ríkis og borgar elur af sér, þrátt fyrir að á Íslandi sé boðið upp á háskólanám í danslist, til jafns við t.a.m. leiklist og tónlist. Það þýðir líka að á Íslandi er ekki til neitt sérútbúið sýningarrými fyrir danslistir. Samastaður danslistarinnar þar sem listafólk og almenningur getur starfað og notið listgreinarinnar, þróað hana áfram og aukið sýnileika og þekkingu meðal listafólks og landsmanna. Menningarstefnan er hinsvegar sú að ríkisstofnunin Íslenski Dansflokkurinn þarf að greiða samkeppnisaðila sínum Leikfélagi Reykjavíkur leigu fyrir afnot af Borgarleikhúsinu og er undir Leikfélag Reykjavíkur komið m.a. þegar kemur að skipulagi á sýningardögum og öðru skipulagi vinnustaðar síns. Þess má geta að ríki og borg styðja að næstum allar aðrar listgreinar sem njóta opinbers stuðnings í landinu með sérútbúnu rými og starfsemi, þar sem almenningur getur ræktað samband sitt við þar til gerða listgrein, nema þá etv. óperu- og sirkúslist. En er þetta ekki bara því dans á Íslandi er svo langt á eftir hinu listgreinununum? Nei svo virðist ekki vera ef við skoðum alþjóðlegan og innlendan árangur greinarinnar - sjá t.a.m. dansverkið Hringir Orfeusar og annað slúður sem hlaut Grímuna 2025 sem sýning ársins 2025. En er þetta ekki svo ung listgrein? Nei danslist á Íslandi þróaðist meðfram leiklistarlífi í Iðnó í upphafi 19. aldar og var m.a. dansverk á sviði þegar Þjóðleikhúsið opnaði fyrst. Hver getur þá ástæðan verið fyrir menningarstefnu ríki og borgar? Hvað er það sem einkennir danslist og aðgreinir hana frá öðrum listgreinum á Íslandi? Jú saga danslistar á Íslandi er nefnilega aðallega baráttusaga kvenna og seinna meira hinsegin fólks. Í bókinni Listdans á Íslandi (2024) tekur Ingibjörg Björnsdóttr saman sögu frumkvöðlakvenna sem fluttu til landsins og ræktuðu heila listgrein og menninguna sem henni fylgdi. List og iðkun sem kirkjan hafði lagt bann við, svo að þjóðdansahefð okkar þurrkaðist næstum út. Þessar konur sóttu dansnám til útlanda, komu heim og stofnuðu skóla og héldu sýningar um allt land, stofnuðu fagfélag til að verjast skattlagningu ríkisins á dansskemmtunum sem leiklist og tónlist sluppu við, til að verjast því að þurfa að starfa launalaust eða við lakari kjör en t.a.m. leikarar í sýningum við Þjóðleikhúsið. Þær kröfðust þess að stofnaður yrði þjóðardansflokkur með fremstu dönsurum landsins og að hann yrði metinn til jafns við aðrar ríkisstofnanir á borð við Þjóðleikhúsið og Sinfóníuna. Sjálfstætt danslistafólk stofnaði svo sína eigin danshátíð þegar það sá að enginn vettvangur var til á Íslandi til að sýna verk þeirra og í framhaldi af því þá stofnuðu þau vinnurými fyrir sig til þess að þjálfa færni sína, skapa ný verk, og þróa greinina áfram með því að koma saman undir einu þaki og deila hugmyndum, aðferðum og tíma. Í bók Ingibjargar má margoft greina kynbundna mismunun í menningarstefnu og kynjuð viðhorf til listgreinarinnar sem ráðafólk og etv. almenningur á Íslandi virðist ekki hafa náð að losa sig við. Sé litið til þess að hér á landi gilda jafnréttislög og að Reykjavíkurborg hafi skuldbundið sig til að beita kynjaðri greiningu við ákvarðanatöku og fjármögnun í gegnum jafnréttisstefnu sína og undirritun jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact, þá er erfitt að átta sig á því hversvegna fjárfesting og þróun innviða fyrir danslistir hafi ekki átt sér stað til jafns við aðrar listgreinar. Ástæðu þess er erfitt að greina en etv. hefur hugmyndin um Norræna sérstöðu (Kristín Loftsdóttir ofl.) eitthvað um málið að segja, að við höfum þær hugmyndir um sjálf okkur að Ísland sé jafnréttisþjóð og því geti ekki fyrirfundist kynbundið misrétti á landinu og við hundsum það þegar við sjáum það. En þrátt fyrir allt er danslistin sennilega sú listgrein á Íslandi sem á sér hvað fjölbreyttastan iðkenda- og áhorfendahóp, konur, karla, innfæddra, aðfluttra, fatlaðra, ófatlaðra, svartra, hvítra, gagnkynhneigðra, hinsegin eða allt litrófið þar á milli. Listgreinin er nefnilega ekki bundin tungumálinu eða öðrum útilokandi menningarþáttum sem hafa í gegnum tíðina ýtt hinum ýmsu hópum út á jaðarinn. Danslistafólk hefur líka verið brautryðjandi í því að skapa aðgengilegt og inngildandi umhverfi, og sem afleiðingu af því, fjölbreytta listgrein sem reynir að taka ábyrgð á því að endurskapa ekki þau feðraveldisvaldakerfi sem hafa ýtt listgreininni og danslistafólk út á jarðarinn í íslenskri menningarstefnu. Ef danslist á að halda áfram að blómstra á Íslandi, þarf ríki og borg að viðurkenna raunverulegt gildi hennar og listræn störf kvenna ekki aðeins með fögrum orðum, heldur með fjárfestingu, aðstöðu og virðingu. Höfundar eru listrænir stjórnendur Reykjavík Dance Festival Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dans Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Það er staðreynd að á Íslandi og útfrá landinu starfar danslistafólk sem er viðurkennt meðal þeirra fremstu í heiminum. Það birtist m.a. í því að við eigum listrænna stjórnendur sumra af stærstu dansflokkum heimsins, í fjölda alþjóðlegra sýningarferðlaga danslistafólks okkar og verðlauna og viðurkenninga bæði hér heima sem og erlendis. Það er líka staðreynd að íslenskum yfirvöldum, bæði hjá ríki og sveitastjórn, hefur ekki tekist að tryggja sambærilega fjárfestingu og innviðauppbyggingu til jafns við aðrar listgreinar. Þessi vanræksla hefur ýtt danslistinni út á jaðarinn og dregið úr sýnileika, samkeppnishæfni og virðingu hennar. Til að gefa dæmi um þá gífurlegu mismunun sem á sér stað milli listgreina á Íslandi þá hlýtur danslist skv. fjárlögum ríkisins og fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025 samanlagt 337,7 milljónir króna frá ríki og borg og er lægst þeirra listgreina sem hlýtur opinberan stuðning. Næst lægst er myndlist með 1.8 milljarð, leiklist með 3.4 milljarða og tónlist trónir á toppinum með 7.9 milljarða. Séu tölurnar skoðaðar nánar þá kemur í ljós að heildarútgjöld Reykjavíkurborgar til danslistar eru 28.5 milljónir. 28.5 milljónir. Leiklist fær hinsvegar 1.6 milljarða og tónlist 3.5 milljarða. En hvað þýðir þessi vanfjármögnun fyrir fagstétt danslistafólks? Það þýðir t.d. að innan ríkistofnunarinnar Íslenska Dansflokksins eru einungis 9 fastráðnir dansarar, hinsvegar eru um 70 leikarar í vinnu bara við Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið og 88 fástráðnir hljóðfæraleikarar við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sömuleiðis er aðeins einn af þremur stjórnendum lykilstofnana danslista á Íslandi í fullu starfi, en það er listdansstjóri ÍD á meðan stjórnendur Dansverkstæðisins og Reykjavík Dance Festival eru í um 67% hlutastarfi og 40% hlutastarfi. Það er starfsumhverfið sem menningarstefna ríkis og borgar elur af sér, þrátt fyrir að á Íslandi sé boðið upp á háskólanám í danslist, til jafns við t.a.m. leiklist og tónlist. Það þýðir líka að á Íslandi er ekki til neitt sérútbúið sýningarrými fyrir danslistir. Samastaður danslistarinnar þar sem listafólk og almenningur getur starfað og notið listgreinarinnar, þróað hana áfram og aukið sýnileika og þekkingu meðal listafólks og landsmanna. Menningarstefnan er hinsvegar sú að ríkisstofnunin Íslenski Dansflokkurinn þarf að greiða samkeppnisaðila sínum Leikfélagi Reykjavíkur leigu fyrir afnot af Borgarleikhúsinu og er undir Leikfélag Reykjavíkur komið m.a. þegar kemur að skipulagi á sýningardögum og öðru skipulagi vinnustaðar síns. Þess má geta að ríki og borg styðja að næstum allar aðrar listgreinar sem njóta opinbers stuðnings í landinu með sérútbúnu rými og starfsemi, þar sem almenningur getur ræktað samband sitt við þar til gerða listgrein, nema þá etv. óperu- og sirkúslist. En er þetta ekki bara því dans á Íslandi er svo langt á eftir hinu listgreinununum? Nei svo virðist ekki vera ef við skoðum alþjóðlegan og innlendan árangur greinarinnar - sjá t.a.m. dansverkið Hringir Orfeusar og annað slúður sem hlaut Grímuna 2025 sem sýning ársins 2025. En er þetta ekki svo ung listgrein? Nei danslist á Íslandi þróaðist meðfram leiklistarlífi í Iðnó í upphafi 19. aldar og var m.a. dansverk á sviði þegar Þjóðleikhúsið opnaði fyrst. Hver getur þá ástæðan verið fyrir menningarstefnu ríki og borgar? Hvað er það sem einkennir danslist og aðgreinir hana frá öðrum listgreinum á Íslandi? Jú saga danslistar á Íslandi er nefnilega aðallega baráttusaga kvenna og seinna meira hinsegin fólks. Í bókinni Listdans á Íslandi (2024) tekur Ingibjörg Björnsdóttr saman sögu frumkvöðlakvenna sem fluttu til landsins og ræktuðu heila listgrein og menninguna sem henni fylgdi. List og iðkun sem kirkjan hafði lagt bann við, svo að þjóðdansahefð okkar þurrkaðist næstum út. Þessar konur sóttu dansnám til útlanda, komu heim og stofnuðu skóla og héldu sýningar um allt land, stofnuðu fagfélag til að verjast skattlagningu ríkisins á dansskemmtunum sem leiklist og tónlist sluppu við, til að verjast því að þurfa að starfa launalaust eða við lakari kjör en t.a.m. leikarar í sýningum við Þjóðleikhúsið. Þær kröfðust þess að stofnaður yrði þjóðardansflokkur með fremstu dönsurum landsins og að hann yrði metinn til jafns við aðrar ríkisstofnanir á borð við Þjóðleikhúsið og Sinfóníuna. Sjálfstætt danslistafólk stofnaði svo sína eigin danshátíð þegar það sá að enginn vettvangur var til á Íslandi til að sýna verk þeirra og í framhaldi af því þá stofnuðu þau vinnurými fyrir sig til þess að þjálfa færni sína, skapa ný verk, og þróa greinina áfram með því að koma saman undir einu þaki og deila hugmyndum, aðferðum og tíma. Í bók Ingibjargar má margoft greina kynbundna mismunun í menningarstefnu og kynjuð viðhorf til listgreinarinnar sem ráðafólk og etv. almenningur á Íslandi virðist ekki hafa náð að losa sig við. Sé litið til þess að hér á landi gilda jafnréttislög og að Reykjavíkurborg hafi skuldbundið sig til að beita kynjaðri greiningu við ákvarðanatöku og fjármögnun í gegnum jafnréttisstefnu sína og undirritun jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact, þá er erfitt að átta sig á því hversvegna fjárfesting og þróun innviða fyrir danslistir hafi ekki átt sér stað til jafns við aðrar listgreinar. Ástæðu þess er erfitt að greina en etv. hefur hugmyndin um Norræna sérstöðu (Kristín Loftsdóttir ofl.) eitthvað um málið að segja, að við höfum þær hugmyndir um sjálf okkur að Ísland sé jafnréttisþjóð og því geti ekki fyrirfundist kynbundið misrétti á landinu og við hundsum það þegar við sjáum það. En þrátt fyrir allt er danslistin sennilega sú listgrein á Íslandi sem á sér hvað fjölbreyttastan iðkenda- og áhorfendahóp, konur, karla, innfæddra, aðfluttra, fatlaðra, ófatlaðra, svartra, hvítra, gagnkynhneigðra, hinsegin eða allt litrófið þar á milli. Listgreinin er nefnilega ekki bundin tungumálinu eða öðrum útilokandi menningarþáttum sem hafa í gegnum tíðina ýtt hinum ýmsu hópum út á jaðarinn. Danslistafólk hefur líka verið brautryðjandi í því að skapa aðgengilegt og inngildandi umhverfi, og sem afleiðingu af því, fjölbreytta listgrein sem reynir að taka ábyrgð á því að endurskapa ekki þau feðraveldisvaldakerfi sem hafa ýtt listgreininni og danslistafólk út á jarðarinn í íslenskri menningarstefnu. Ef danslist á að halda áfram að blómstra á Íslandi, þarf ríki og borg að viðurkenna raunverulegt gildi hennar og listræn störf kvenna ekki aðeins með fögrum orðum, heldur með fjárfestingu, aðstöðu og virðingu. Höfundar eru listrænir stjórnendur Reykjavík Dance Festival
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun