Lífið

Ás­laug Arna kom al­blóðug inn í sjúkratjaldið

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið.
Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið. Vísir/Samsett

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins sló í dag eigið met í fimm kílómetra hlaupi en ekki slysalaust. Hún lenti í hrakföllum á leiðinni og hljóp alblóðug. Hún kom saumuð og bundin í mark.

Áslaug Arna er þessa stundina búsett vestanhafs þar sem hún er í leyfi frá þingstörfum til að stunda nám við Columbia-háskóla. Inn á milli fyrirlestra gefst þó tími til að stunda líkamsrækt en það er aldrei hættulaust eins og lesendur geta glöggvað sig á í færslu Áslaugar Örnu á samfélagsmiðlum.

Líkamsrækt er aldrei alveg hættulaus.Instagram

„Þetta átti ekki að vera hrekkjavökuhlaup en einhvern veginn tókst mér að gera það að því,“ skrifar hún við myndasyrpu frá hlaupinu, og aðhlynningunni í sjúkratjaldinu.

Hún tekur samt fram að henni hafi tekist að slá persónulegt met og hlaupa fimm kílómetra á undir 26 mínútum. Á einni myndanna sést hún halda stolt á gullpeningi með sauma í öðru augnvikinu.

Henni tókst samt að slá persónulegt met.Instagram

„Það þarf víst einhver að prófa sjúkratjaldið,“ skrifar hún svo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.