Lífið

Pétur Kr. og Ingi­björg selja 270 fer­metra eign við Ægi­síðu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið var byggt árið 1953 og endurhannað að innan árið 2012 af Rut Káradóttur.
Húsið var byggt árið 1953 og endurhannað að innan árið 2012 af Rut Káradóttur.

Pétur Kristján Hafstein, fyrrum hæstaréttardómari og forsetaframbjóðandi, og eiginkona hans, Ingibjörg Ásta Hafstein, hafa sett glæsilega 270 fermetra eign við Ægisíðu á sölu. Eignin er jafnframt skráð á son þeirra, Pétur Hrafn Hafstein, aðstoðarsaksóknara. Ásett verð er 270 milljónir króna.

Pétur Kristján var meðal þeirra sem buðu sig fram til forseta Íslands árið 1996, hlaut hann næst flest atkvæði en laut í lægra haldi fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni. 

Húsið er tvíbýlishús byggt árið 1953 og teiknað af Gunnari Ólafssyni arkitekt. Eignin er á fyrstu hæð og í kjallara, auk 38 fermetra bílskúrs. Árið 2012 var eignin endurnýjuð að innan í samstarfi við Rut Káradóttur innanhússarkitekt.

Aðalhæðin skiptist í forstofu, gang, tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og þrjár stofur. Úr stofum er fallegt og óhindrað sjávarútsýni til suðurs.

Íbúðin í kjallara skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og stofu. Þar er jafnframt þvottahús og geymsla.

Nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.