Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar 28. október 2025 12:30 Það er mánudagsmorgun. Hafnfirskur fjölskyldufaðir situr fastur í umferðinni á leið heim af næturvakt. Hann starir á bremsuljósin fyrir framan sig og hugsar með sér að umferðarþunginn aukist frá ári til árs. Umferðin var slæm fyrir tuttugu árum, en nú er hún orðin fastur liður í lífinu. Eins og bensínverð, loftlagsskattar og reglugerðir frá Brussel sem enginn skilur, eða veit af hverju við þurfum að innleiða. Í útvarpinu byrja morgunfréttirnar. Fyrsta frétt: Vaxtalækkunarferlinu er lokið. Önnur: Sérfræðingur segir fyrstu kaupendur þurfi 1,8 milljónir í tekjur til að eignast fyrstu íbúð. Þriðja: Seðlabankastjóri kveður verðbólguna þráláta.Fjórða: Utanríkisráðherra fer yfir verkefni vikunnar. 150 milljónir voru settar í launakostnað hinsegin samtaka í New York og 60 milljónir í að rampa upp Úkraínu. Fimmta: Kostnaður vegna hælisleitenda á Íslandi nálgast 100 milljarða á ári. Umferðin léttist þegar hann nálgast Hafnarfjörð og hann hugsar með létti að nú sé hið versta afstaðið. En svo, stopp. Hann hafði gleymt því að Betri Samgöngur ohf. eru að tengja Hafnarfjörð við Garðabæ með göngu- og hjólastígum sem enginn sem hann þekkir hefur óskað eftir. Hann situr þögull í bílnum og horfir á einn mann standa og horfa á veginn. Ekki vinna. Bara horfa.Í útvarpinu heldur sérfræðingurinn áfram að útskýra hvernig fólk með milljón í mánaðarlaun sé í raun í fátækt í þessu efnahagsumhverfi, og má það að miklu leyti rekja til óstjórnar í efnahagsmálum ríkisstjórnarinnar. Hann hugsar með sér að maðurinn mætti kannski flýta sér aðeins að leggja þessa hjólastíga, svo hann komist nú einhverntímann heim. Þessi vinna hefur verið í gangi í fimmtíu daga, og ekkert bendir til að neitt sé að klárast. Hann ekur framhjá ruslatunnum í götunni sinni. Græna tunnan átti að vera tæmd í gær. Hún er enn full. Honum finnst það óþolandi. Ekki endilega að ruslið safnist upp, heldur að hann þurfi að flokka það í þrjár tunnur og hann er bara með skýli fyrir tvær. Enginn í fjölskyldunni er viss hvort mjólkurfernur eigi að fara í græna, gráa eða bláa tunnu. Hann skilur bara að ruslið fer ekki. Og hann þolir það ekki þegar stjórnvöld, sveitarfélög eða einhver evrópsk nefnd, fara að skipta sér af hlutum sem hann áður réð bara sjálfur. Rusli, drykkjartöppum, akstri, bílastæðum. Allt orðin einhver stefna eða skýrsla starfshóps. Þegar hann loks kemur heim bíður þrítug dóttir hans í innkeyrslunni. „Pabbi, má ég innrétta bílskúrinn? Ég fékk ekki lán fyrir 60 fermetra íbúð. Ég er bara með 900.000 í mánaðarlaun.“ Hann hummar. Það er ekki einu sinni reiði eftir, bara þreyta. Hann labbar inn, opnar ísskápinn, nær sér í gos. Tappinn, áfastur samkvæmt nýlega innleiddri ESB-reglugerð, skýst til baka í andlitið á honum og kókið hellist niður á sokkana. Dinglað er á dyrabjölluna.Hann nennir þessu ekki. En samt. Hann opnar. Fyrir utan stendur Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, með brosandi félögum úr Samfylkingunni. Hún heldur á dreifibréfi með slagorðinu „Við hlustum“ og spyr: „Hvernig léttum við daglega lífið þitt?“ Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það er mánudagsmorgun. Hafnfirskur fjölskyldufaðir situr fastur í umferðinni á leið heim af næturvakt. Hann starir á bremsuljósin fyrir framan sig og hugsar með sér að umferðarþunginn aukist frá ári til árs. Umferðin var slæm fyrir tuttugu árum, en nú er hún orðin fastur liður í lífinu. Eins og bensínverð, loftlagsskattar og reglugerðir frá Brussel sem enginn skilur, eða veit af hverju við þurfum að innleiða. Í útvarpinu byrja morgunfréttirnar. Fyrsta frétt: Vaxtalækkunarferlinu er lokið. Önnur: Sérfræðingur segir fyrstu kaupendur þurfi 1,8 milljónir í tekjur til að eignast fyrstu íbúð. Þriðja: Seðlabankastjóri kveður verðbólguna þráláta.Fjórða: Utanríkisráðherra fer yfir verkefni vikunnar. 150 milljónir voru settar í launakostnað hinsegin samtaka í New York og 60 milljónir í að rampa upp Úkraínu. Fimmta: Kostnaður vegna hælisleitenda á Íslandi nálgast 100 milljarða á ári. Umferðin léttist þegar hann nálgast Hafnarfjörð og hann hugsar með létti að nú sé hið versta afstaðið. En svo, stopp. Hann hafði gleymt því að Betri Samgöngur ohf. eru að tengja Hafnarfjörð við Garðabæ með göngu- og hjólastígum sem enginn sem hann þekkir hefur óskað eftir. Hann situr þögull í bílnum og horfir á einn mann standa og horfa á veginn. Ekki vinna. Bara horfa.Í útvarpinu heldur sérfræðingurinn áfram að útskýra hvernig fólk með milljón í mánaðarlaun sé í raun í fátækt í þessu efnahagsumhverfi, og má það að miklu leyti rekja til óstjórnar í efnahagsmálum ríkisstjórnarinnar. Hann hugsar með sér að maðurinn mætti kannski flýta sér aðeins að leggja þessa hjólastíga, svo hann komist nú einhverntímann heim. Þessi vinna hefur verið í gangi í fimmtíu daga, og ekkert bendir til að neitt sé að klárast. Hann ekur framhjá ruslatunnum í götunni sinni. Græna tunnan átti að vera tæmd í gær. Hún er enn full. Honum finnst það óþolandi. Ekki endilega að ruslið safnist upp, heldur að hann þurfi að flokka það í þrjár tunnur og hann er bara með skýli fyrir tvær. Enginn í fjölskyldunni er viss hvort mjólkurfernur eigi að fara í græna, gráa eða bláa tunnu. Hann skilur bara að ruslið fer ekki. Og hann þolir það ekki þegar stjórnvöld, sveitarfélög eða einhver evrópsk nefnd, fara að skipta sér af hlutum sem hann áður réð bara sjálfur. Rusli, drykkjartöppum, akstri, bílastæðum. Allt orðin einhver stefna eða skýrsla starfshóps. Þegar hann loks kemur heim bíður þrítug dóttir hans í innkeyrslunni. „Pabbi, má ég innrétta bílskúrinn? Ég fékk ekki lán fyrir 60 fermetra íbúð. Ég er bara með 900.000 í mánaðarlaun.“ Hann hummar. Það er ekki einu sinni reiði eftir, bara þreyta. Hann labbar inn, opnar ísskápinn, nær sér í gos. Tappinn, áfastur samkvæmt nýlega innleiddri ESB-reglugerð, skýst til baka í andlitið á honum og kókið hellist niður á sokkana. Dinglað er á dyrabjölluna.Hann nennir þessu ekki. En samt. Hann opnar. Fyrir utan stendur Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, með brosandi félögum úr Samfylkingunni. Hún heldur á dreifibréfi með slagorðinu „Við hlustum“ og spyr: „Hvernig léttum við daglega lífið þitt?“ Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar