Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. október 2025 08:03 Róbert Geir segir Epicbet ekki hafa leyfi til að sýna myndefni úr Handboltapassanum, sem er á snærum HSÍ. Samsett/Vísir/Ívar/Skjáskot Framkvæmdastjóri HSÍ segir veðmálafyrirtækið Epicbet ekki hafa leyfi fyrir streymum af leikjum í Olís-deild karla sem nýtt er í beinar útsendingar á vegum þess. Íslenskar getraunir og íslensk getspá hafa sérleyfi til veðmála hér á landi, á meðan aðrar erlendar síður sem hafa rutt sér til rúms undanfarin ár hafa það ekki. Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um starfsemi slíkra síðna í ljósi úrelts lagabálks um starfsemina sem hefur ekki tekið breytingum í mörg ár. Róbert kallar eftir nýju umhverfi. „Þetta hefur verið rætt bæði hér innandyra og einnig við ÍSÍ. Ég held það séu allir sammála því að núverandi reglur sem hefur ekki verið breytt síðan 2005, séu barn síns tíma. Það þarf að fara yfir regluverkið og finna leið sem allir eru sáttir við,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við íþróttadeild. „Við hins vegar erum mjög strangir á það að veðmálastarfsemi innan handboltans er bönnuð, mönnum er stranglega bannað að veðja á eigin leiki. Það er mikil umræða um þetta núna og bagaleg umræða að mörgu leyti. Okkur þykir íslensk getspá og getraunir hafa staðið sig vel í sínu starfi. En það þarf að búa til reglur þannig að allir geti verið sáttir og ekki síst þeir,“ segir Róbert enn fremur. Ekkert samstarf við Epicbet, enda ólögleg starfsemi Erlenda veðmálafyrirtækið Epicbet hefur staðið fyrir handboltaþáttunum Litli Stóri í vetur þar sem mörgum leikjum í Olís-deildinni er fylgt eftir samtímis. Þættirnir hafa verið í beinni útsendingu á YouTube-síðu fyrirtækisins sem nú hefur verið lokað en hafa áfram verið sendir út á samfélagsmiðlinum X. Því er velt upp hvort HSÍ sé í samstarfi við veðmálafyrirtæki sem hafi ekki starfsleyfi hér á landi. Er það samstarf milli þess fyrirtækis og HSÍ, að Epicbet fái að sjónvarpa ykkar efni? „Nei. Eina samstarfið sem við erum í varðandi handboltann er við Lengjuna og Íslenskar getraunir. Við erum ekki í neinu samstarfi, við hvorki Epicbet, Coolbet eða aðrar þessar síður sem hafa haslað sér völl. Enda ólöglegar síður og óheimilt fyrir þær að vera starfræktar á Íslandi,“ segir Róbert Geir. Hvernig fá þau aðgang að ykkar efni? „Ég geri ráð fyrir að þau taki þetta út úr Handboltapassanum og varpi þessu þannig í sínar útsendingar. Þeir fá enga strauma frá okkur. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því, enda ekki verið í sambandi við þá um það,“ segir Róbert sem segir ekki hafa verið rætt að skoða aðgerðir vegna streymis fyrirtækisins. „Við þurfum að skoða hvað við getum gert. Það er verið að varpa þessu á erlenda miðla líkt og YouTube eða X. Það á eftir að koma frekar í ljós.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum. Fjárhættuspil Olís-deild karla HSÍ Handbolti Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Íslenskar getraunir og íslensk getspá hafa sérleyfi til veðmála hér á landi, á meðan aðrar erlendar síður sem hafa rutt sér til rúms undanfarin ár hafa það ekki. Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um starfsemi slíkra síðna í ljósi úrelts lagabálks um starfsemina sem hefur ekki tekið breytingum í mörg ár. Róbert kallar eftir nýju umhverfi. „Þetta hefur verið rætt bæði hér innandyra og einnig við ÍSÍ. Ég held það séu allir sammála því að núverandi reglur sem hefur ekki verið breytt síðan 2005, séu barn síns tíma. Það þarf að fara yfir regluverkið og finna leið sem allir eru sáttir við,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við íþróttadeild. „Við hins vegar erum mjög strangir á það að veðmálastarfsemi innan handboltans er bönnuð, mönnum er stranglega bannað að veðja á eigin leiki. Það er mikil umræða um þetta núna og bagaleg umræða að mörgu leyti. Okkur þykir íslensk getspá og getraunir hafa staðið sig vel í sínu starfi. En það þarf að búa til reglur þannig að allir geti verið sáttir og ekki síst þeir,“ segir Róbert enn fremur. Ekkert samstarf við Epicbet, enda ólögleg starfsemi Erlenda veðmálafyrirtækið Epicbet hefur staðið fyrir handboltaþáttunum Litli Stóri í vetur þar sem mörgum leikjum í Olís-deildinni er fylgt eftir samtímis. Þættirnir hafa verið í beinni útsendingu á YouTube-síðu fyrirtækisins sem nú hefur verið lokað en hafa áfram verið sendir út á samfélagsmiðlinum X. Því er velt upp hvort HSÍ sé í samstarfi við veðmálafyrirtæki sem hafi ekki starfsleyfi hér á landi. Er það samstarf milli þess fyrirtækis og HSÍ, að Epicbet fái að sjónvarpa ykkar efni? „Nei. Eina samstarfið sem við erum í varðandi handboltann er við Lengjuna og Íslenskar getraunir. Við erum ekki í neinu samstarfi, við hvorki Epicbet, Coolbet eða aðrar þessar síður sem hafa haslað sér völl. Enda ólöglegar síður og óheimilt fyrir þær að vera starfræktar á Íslandi,“ segir Róbert Geir. Hvernig fá þau aðgang að ykkar efni? „Ég geri ráð fyrir að þau taki þetta út úr Handboltapassanum og varpi þessu þannig í sínar útsendingar. Þeir fá enga strauma frá okkur. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því, enda ekki verið í sambandi við þá um það,“ segir Róbert sem segir ekki hafa verið rætt að skoða aðgerðir vegna streymis fyrirtækisins. „Við þurfum að skoða hvað við getum gert. Það er verið að varpa þessu á erlenda miðla líkt og YouTube eða X. Það á eftir að koma frekar í ljós.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum.
Fjárhættuspil Olís-deild karla HSÍ Handbolti Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti