Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2025 11:09 Bréfin tvö og flaskan sem þau fundust í. Vatn hafði komist inn í flöskuna á þeim um 110 árum frá því henni var kastað í sjóinn. AP Flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar fannst nýverið á strönd í Ástralíu. Tveir hermenn sem voru á leið á víglínuna í Frakklandi skrifuðu hvor bréf í flöskuna og köstuðu henni í hafið. Rúm hundrað ár liðu þar til flaskan fannst. Flaskan fannst í fjörunni nærri Esperance í vesturhluta Ástralíu þann 9. október. Þá var fjölskylda á ferðinni að tína upp rusl í fjörunni og tóku þau eftir tveimur bréfum í flöskunni. Fjölskyldan telur að flaskan hafi ekki verið á floti allan þennan tíma, heldur hafi hún líklega verið grafin í sandi. Mikið hafrót við Vestur-Ástralíu síðustu mánuði hafi líklega losað hana. Bréfin voru skrifuð af þeim Malcom Neville (27) og William Harley (37) og voru skrifuð þann 15. ágúst 1916, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fjórum dögum áður höfðu þeir lagt af stað um borð í HMAT A70 Ballarat og voru á leið til Frakklands, þar sem þeir veittu áströlskum hermönnum sem voru þar fyrir liðsauka. Bréfin tvö sem voru í flöskunni. Malcolm Neville skrifaði bréfið hægra megin og bað um að það yrði fært móður hans. William Harley skrifaði bréfið vinstra megin en sagði að sá sem fyndi það mætti eiga það.AP Neville féll í átökum um ári síðar. Harley særðist tvisvar en lifði stríðið af. Hann lést úr krabbameini árið 1934 en fjölskylda hans hélt því fram að hann hefði veikst vegna eiturefna á víglínunni. Í bréfinu bað Neville þann sem fann það að koma því til móður sinnar. Til hennar skrifaði hann að hann hefði skemmt sér ágætlega þangað til, fengi góðan mat og væri ánægður. Ríkisútvarp Ástralíu (ABC) segir að Debra Brown, ein þeirra sem fundu flöskuna, hafi fundið ættingja Neville og Harley og hafi komið bréfinu til þeirra. Barnabarn Harley segir að fundur bréfsins sé eins og kraftaverk. Ann Turner, sem er ein fimm lifandi barnabarna Harley, segir þau öll vera í áfalli. Þeim líði eins og afi þeirra hafi haft samband við þau að handan. Ástralía Fyrri heimsstyrjöldin Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Flaskan fannst í fjörunni nærri Esperance í vesturhluta Ástralíu þann 9. október. Þá var fjölskylda á ferðinni að tína upp rusl í fjörunni og tóku þau eftir tveimur bréfum í flöskunni. Fjölskyldan telur að flaskan hafi ekki verið á floti allan þennan tíma, heldur hafi hún líklega verið grafin í sandi. Mikið hafrót við Vestur-Ástralíu síðustu mánuði hafi líklega losað hana. Bréfin voru skrifuð af þeim Malcom Neville (27) og William Harley (37) og voru skrifuð þann 15. ágúst 1916, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fjórum dögum áður höfðu þeir lagt af stað um borð í HMAT A70 Ballarat og voru á leið til Frakklands, þar sem þeir veittu áströlskum hermönnum sem voru þar fyrir liðsauka. Bréfin tvö sem voru í flöskunni. Malcolm Neville skrifaði bréfið hægra megin og bað um að það yrði fært móður hans. William Harley skrifaði bréfið vinstra megin en sagði að sá sem fyndi það mætti eiga það.AP Neville féll í átökum um ári síðar. Harley særðist tvisvar en lifði stríðið af. Hann lést úr krabbameini árið 1934 en fjölskylda hans hélt því fram að hann hefði veikst vegna eiturefna á víglínunni. Í bréfinu bað Neville þann sem fann það að koma því til móður sinnar. Til hennar skrifaði hann að hann hefði skemmt sér ágætlega þangað til, fengi góðan mat og væri ánægður. Ríkisútvarp Ástralíu (ABC) segir að Debra Brown, ein þeirra sem fundu flöskuna, hafi fundið ættingja Neville og Harley og hafi komið bréfinu til þeirra. Barnabarn Harley segir að fundur bréfsins sé eins og kraftaverk. Ann Turner, sem er ein fimm lifandi barnabarna Harley, segir þau öll vera í áfalli. Þeim líði eins og afi þeirra hafi haft samband við þau að handan.
Ástralía Fyrri heimsstyrjöldin Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira