Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. október 2025 15:02 Eysteinn Pétur er framkvæmdastjóri KSÍ og segir snjóbræðslukerfið hafa gert Þróttarvöllinn leikhæfan. vísir Landsleikur Íslands og Norður-Írlands fer fram á Þróttarvellinum vegna þess að þar er snjóbræðslukerfi og leyfilegt að keyra um á vinnuvélum, annað en á Laugardalsvelli. Vellirnir tveir eru steinsnar frá hvorum öðrum og því var Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, spurður hvers vegna leikurinn færi ekki bara fram á Laugardalsvelli, varla væri snjómagnið þar miklu meira á Þróttarvelli. „Munurinn er sá að það er hægt að fara með léttar vinnuvélar inn á Þróttarvöllinn, en ekki inn á hybrid grasið á Laugardalsvelli“ sagði Eysteinn og útskýrði einnig að á Laugardalsvelli væri undirhiti, til að halda grasinu lifandi, en ekki snjóbræðslukerfi eins og á gervigrasvelli Þróttar. „Undirhiti er ekki snjóbræðsla, en með því að kveikja á snjóbræðslukerfinu var hægt að gera Þróttarvöllinn leikhæfan. Í gær voru þetta einhverjir 25-26 sentímetrar af snjó, en það var komið niður í einhverja 13 sentímetra í morgun, því bræðslan var sett af stað.“ „Gekk engan veginn upp“ Eysteinn segir tilraunir hafa verið gerðar til að moka Laugardalsvöllinn í gær og hafa hann tilbúinn þegar leikurinn átti að fara fram, en fljótt hafi orðið ljóst að það yrði ekki að veruleika. „Það var raunverulega farið út og reynt, en það gekk engan veginn upp að ýta þessu. Þetta var svo þungt og aðalástæðan er náttúrulega sú að það er ekki hægt að fara með neinar vélar inn á völlinn. Af því að þetta er náttúrulegt gras að miklu leiti.“ „Miklu betra að spila leikinn í dag“ Frestun leiksins, frá gærdeginum fram til dagsins í dag, fylgir töluverður kostnaður. Snjómoksturinn kostar sitt en svo þurfti líka að breyta öllum plönum og bóka ný flug fyrir leikmenn. „Það er alltaf einhver kostnaður, en það er miklu betra að spila leikinn í dag en að þurfa að koma aftur í næsta glugga í nóvember og spila leikina þá. Alltaf fylgir kostnaður við svona frestanir en við erum ekki búin að taka það nákvæmlega saman“ sagði Eysteinn en KSÍ ber eingöngu kostnaðinn sem fylgir íslenska liðinu og þarf ekki að borga ný flug undir þær norðurírsku. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Sjá meira
Vellirnir tveir eru steinsnar frá hvorum öðrum og því var Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, spurður hvers vegna leikurinn færi ekki bara fram á Laugardalsvelli, varla væri snjómagnið þar miklu meira á Þróttarvelli. „Munurinn er sá að það er hægt að fara með léttar vinnuvélar inn á Þróttarvöllinn, en ekki inn á hybrid grasið á Laugardalsvelli“ sagði Eysteinn og útskýrði einnig að á Laugardalsvelli væri undirhiti, til að halda grasinu lifandi, en ekki snjóbræðslukerfi eins og á gervigrasvelli Þróttar. „Undirhiti er ekki snjóbræðsla, en með því að kveikja á snjóbræðslukerfinu var hægt að gera Þróttarvöllinn leikhæfan. Í gær voru þetta einhverjir 25-26 sentímetrar af snjó, en það var komið niður í einhverja 13 sentímetra í morgun, því bræðslan var sett af stað.“ „Gekk engan veginn upp“ Eysteinn segir tilraunir hafa verið gerðar til að moka Laugardalsvöllinn í gær og hafa hann tilbúinn þegar leikurinn átti að fara fram, en fljótt hafi orðið ljóst að það yrði ekki að veruleika. „Það var raunverulega farið út og reynt, en það gekk engan veginn upp að ýta þessu. Þetta var svo þungt og aðalástæðan er náttúrulega sú að það er ekki hægt að fara með neinar vélar inn á völlinn. Af því að þetta er náttúrulegt gras að miklu leiti.“ „Miklu betra að spila leikinn í dag“ Frestun leiksins, frá gærdeginum fram til dagsins í dag, fylgir töluverður kostnaður. Snjómoksturinn kostar sitt en svo þurfti líka að breyta öllum plönum og bóka ný flug fyrir leikmenn. „Það er alltaf einhver kostnaður, en það er miklu betra að spila leikinn í dag en að þurfa að koma aftur í næsta glugga í nóvember og spila leikina þá. Alltaf fylgir kostnaður við svona frestanir en við erum ekki búin að taka það nákvæmlega saman“ sagði Eysteinn en KSÍ ber eingöngu kostnaðinn sem fylgir íslenska liðinu og þarf ekki að borga ný flug undir þær norðurírsku.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Sjá meira