Myndskeiðið segi ekki alla söguna Eiður Þór Árnason skrifar 29. október 2025 21:09 Myndskeið sem náðist af hluta atburðarásarinnar hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Eigandi bifreiðar sem keyrði utan í hjólreiðamann við Spöngina í dag segir myndskeið af atvikinu ekki segja alla söguna. Ekki hafi verið ætlunin að keyra svo nálægt hjólinu og hjólreiðamaðurinn áður sýnt árásargirni. Rúnar Þór Vilhjálmsson leigubílstjóri er eigandi bílsins en hann segir eiginkonu sína hafa verið við stýrið þennan afdrifaríka eftirmiðdag. „Hún vill ekkert tjá sig neitt meira en rétt skal vera rétt,“ segir hann í samtali við fréttastofu áður en hann byrjar að rekja atburðarásina. „Hún er að keyra á eftir honum og hann er eitthvað að dóla þarna á miðri götu og er þar hægur. Hún flautar á hann og hann gaf henni þá fokkmerki og hún nær að fara fram fyrir hann og stoppa við hringtorg.“ Þá hafi hann hjólað upp að bílnum og farið inn í þröngt pláss milli bílsins og gangstéttarkantsins. Næst hafi eiginkona hans dregið niður bílrúðuna og þau átt orðaskipti. „Þegar hann kemur upp að bílnum þá byrjar hann að sparka og berja í bílinn,“ bætir Rúnar við. Hún hafi í kjölfarið tjáð honum að hún ætlaði að hringja í lögregluna og hann þá teygt sig inn í bílinn og reynt að taka af henni símann. „Það er fyrst þegar hún rýkur af stað þaðan að hún þrengir svona harkalega að honum enda bara skelfingu lostin,“ segir Rúnar og vísar til augnabliksins sem sést á umtöluðu myndskeiði. Hafi skemmt bílinn Rúnar staðhæfir jafnframt að hjólið hafi ekki farið undir bílinn heldur klemmst milli stigbretta á bílnum og snjóskaflsins. „Hann náði hjólinu burt og hjólaði í burtu. Það var ekkert að hjólinu.“ Á þessum tímapunkti hafi konan hans verið búin að hringja í lögregluna en hjólreiðamaðurinn horfið. Rúnar fullyrðir að hann hafi stórskemmt bílinn. Hann bætir við að lögreglan hafi haft samband í kjölfarið og spurt konuna sína hvort hún vilji kæra hjólreiðamanninn. Hún hafi enga ákvörun tekið þeim efnum. Sé stormur í vatnsglasi Rúnar upplifir málið að einhverju leyti sem storm í vatnsglasi en segir atvikið vissulega líta illa út á myndskeiðinu sem er í dreifingu. „Það er eins og hún sé ökuníðingur. En það er ekki rétt. Hún að vísu rauk af stað skelfingu lostin þegar hann var búinn að fara inn um gluggann hjá henni að reyna að rífa af henni símann þegar hún er að hringja á lögguna.“ Henni hafi fundist skelfilegt að lenda í þessu. Reykjavík Umferðaröryggi Hjólreiðar Tengdar fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Ökumaður sást keyra utan í hjólreiðamann við Spöngina í Reykjavík í dag. Pétur Jóhannesson var á keyrslu þar um fjögurleytið þegar atvikið átti sér stað. 29. október 2025 18:50 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira
Rúnar Þór Vilhjálmsson leigubílstjóri er eigandi bílsins en hann segir eiginkonu sína hafa verið við stýrið þennan afdrifaríka eftirmiðdag. „Hún vill ekkert tjá sig neitt meira en rétt skal vera rétt,“ segir hann í samtali við fréttastofu áður en hann byrjar að rekja atburðarásina. „Hún er að keyra á eftir honum og hann er eitthvað að dóla þarna á miðri götu og er þar hægur. Hún flautar á hann og hann gaf henni þá fokkmerki og hún nær að fara fram fyrir hann og stoppa við hringtorg.“ Þá hafi hann hjólað upp að bílnum og farið inn í þröngt pláss milli bílsins og gangstéttarkantsins. Næst hafi eiginkona hans dregið niður bílrúðuna og þau átt orðaskipti. „Þegar hann kemur upp að bílnum þá byrjar hann að sparka og berja í bílinn,“ bætir Rúnar við. Hún hafi í kjölfarið tjáð honum að hún ætlaði að hringja í lögregluna og hann þá teygt sig inn í bílinn og reynt að taka af henni símann. „Það er fyrst þegar hún rýkur af stað þaðan að hún þrengir svona harkalega að honum enda bara skelfingu lostin,“ segir Rúnar og vísar til augnabliksins sem sést á umtöluðu myndskeiði. Hafi skemmt bílinn Rúnar staðhæfir jafnframt að hjólið hafi ekki farið undir bílinn heldur klemmst milli stigbretta á bílnum og snjóskaflsins. „Hann náði hjólinu burt og hjólaði í burtu. Það var ekkert að hjólinu.“ Á þessum tímapunkti hafi konan hans verið búin að hringja í lögregluna en hjólreiðamaðurinn horfið. Rúnar fullyrðir að hann hafi stórskemmt bílinn. Hann bætir við að lögreglan hafi haft samband í kjölfarið og spurt konuna sína hvort hún vilji kæra hjólreiðamanninn. Hún hafi enga ákvörun tekið þeim efnum. Sé stormur í vatnsglasi Rúnar upplifir málið að einhverju leyti sem storm í vatnsglasi en segir atvikið vissulega líta illa út á myndskeiðinu sem er í dreifingu. „Það er eins og hún sé ökuníðingur. En það er ekki rétt. Hún að vísu rauk af stað skelfingu lostin þegar hann var búinn að fara inn um gluggann hjá henni að reyna að rífa af henni símann þegar hún er að hringja á lögguna.“ Henni hafi fundist skelfilegt að lenda í þessu.
Reykjavík Umferðaröryggi Hjólreiðar Tengdar fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Ökumaður sást keyra utan í hjólreiðamann við Spöngina í Reykjavík í dag. Pétur Jóhannesson var á keyrslu þar um fjögurleytið þegar atvikið átti sér stað. 29. október 2025 18:50 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira
„Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Ökumaður sást keyra utan í hjólreiðamann við Spöngina í Reykjavík í dag. Pétur Jóhannesson var á keyrslu þar um fjögurleytið þegar atvikið átti sér stað. 29. október 2025 18:50