Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. október 2025 08:31 Hver skýrslan á fætur annarri hefur verið unnin fyrir Evrópusambandið á liðnum áratugum um stöðu efnahagsmála innan þess með tillögum um það hvað þurfi að gera til þess að bregðast við viðvarandi efnahagslegri stöðnun sambandsins og auka samkeppnishæfni þess. Þeim hefur iðulega fylgt háfleygar yfirlýsingar forystumanna Evrópusambandsins og ríkja þess um að nú yrði heldur betur spýtt í lófana og þróuninni snúið við. Þess í stað hefur hún einungis haldið áfram. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis og þingmaður Viðreisnar, Pawel Bartoszek, ritaði grein á Vísi í vikunni þar sem hann gerði að umtalsefni enn eina skýrsluna í þeim efnum sem kom út fyrir rúmu ári og unnin var af Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópusambandsins. Var ekki um að ræða sérlega upplífgandi umfjöllun um efnahagsmál sambandsins og framtíðarhorfur í þeim efnum frekar en í fyrri skýrslum. Staðan hefur hins vegar aldrei verið eins slæm. Varað var við því í skýrslu Draghis að staða efnahagsmála innan Evrópusambandsins væri orðin svo alvarleg að hún varðaði hreinlega tilvistargrundvöll þess. Til að mynda væri knýjandi þörf á því að auka framleiðni innan sambandsins. Efnahagsleg hnignun þess hefði ekki sízt komið niður á heimilum. Jafnvel þó þau leggðu meira til hliðar en bandarísk heimili hefði fjárhagsstaða þeirra frá 2009 einungis styrkzt um þriðjung af því sem raunin hefði verið í Bandaríkjunum. Velferðarkerfi ríkja ESB í hættu „Takist ekki að auka framleiðni innan Evrópusambandsins munum við neyðast til þess að velja og hafna. Við munum ekki geta orðið í senn leiðandi á tæknisviðinu, leiðarljós ábyrgðar í loftlagsmálum og forystuafl á alþjóðasviðinu. Við munum ekki geta fjármagnað velferðarkerfi okkar. Við munum þurfa að draga úr einhverjum, ef ekki öllum, metnaðarfullum markmiðum okkar,“ segir einnig í skýrslu Draghis. Efnahagslegar framtíðarhorfur sambandsins væru ekki beinlínis heillandi. „Hlutdeild Evrópusambandsins í heimsbúskapnum hefur dregizt saman undanfarna þrjá áratugi þar sem staða þess á meðal stærstu hagkerfa heimsins hefur versnað hratt samhliða uppgangi asískra hagkerfa,“ segir í annarri skýrslu sem Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, vann fyrir sambandið og kom að sama skapi út á síðasta ári og fjallaði um stöðu innri markaðar þess. Efnahagslega hefði Evrópusambandið einnig dregizt verulega aftur úr Bandaríkjunum. „Hagkerfin tvö voru svipuð að stærð árið 1993. Hins vegar jókst landsframleiðsla á mann um 60% í Bandaríkjunum á milli 1993-2022 en innan við 30% innan Evrópusambandsins,“ segir einnig í skýrslunni. Fyrirtæki í sambandinu væru eftirbátar fyrirtækja í ríkjum utan þess. Einkum í Bandaríkjunum og Kína. Þetta hefði mikil áhrif á nýsköpun, framleiðni og atvinnusköpun innan Evrópusambandsins og þar með öryggi sambandsins og möguleika til þess að hafa áhrif í framtíðinni. Staðan haldið áfram að versna Fram kemur í grein Pawels að skýrsla Draghis hafi varpað ljósi á veikleika ríkja Evrópusambandsins sem þau hefðu þegar ákveðið að bregðast við með margvíslegum hætti sem væri að hans sögn ekki merki um veikleika heldur styrk. Fjölmiðlar hafa hins vegar að undanförnu fjallað um úttekt hugveitunnar European Policy Innovation Council í Brussel á því hvernig þróunin hefði verið innan Evrópusambandsins frá því að skýrsla Draghis kom út sem rímar ekki beint við það. Til að mynda kemur þannig fram í úttektinni að staða Evrópusambandsins hafi þvert á móti haldið áfram að versna á flestum sviðum eins og áður. Þannig hafi efnahagur Bandaríkjanna stækkað átta sinnum hraðar en sambandsins á öðrum ársfjórðungi þessa árs samkvæmt gögnum Eurostat. Þá hafi einungis litlum hluta tillagna Daghis verið fylgt eftir. Vert er að árétta að þetta er ekki þróun sem hófst fyrir skömmu heldur sem hefur þvert á móti verið í gangi áratugum saman. Vegna þess hversu slæm staða efnahagsmála er innan Evrópusambandsins og erfitt orðið að halda öðru fram kaus Pawel þess í stað að segja stöðuna hér á landi enn verri. Allt er víst hey í harðindum. Þar dró hann hins vegar ekki upp rétta mynd eins og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, benti á í gær. Þó margt megi vitanlega færa til betri vegar hér er innganga í Evrópusambandið ljóslega ekki skref í rétta átt í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Hver skýrslan á fætur annarri hefur verið unnin fyrir Evrópusambandið á liðnum áratugum um stöðu efnahagsmála innan þess með tillögum um það hvað þurfi að gera til þess að bregðast við viðvarandi efnahagslegri stöðnun sambandsins og auka samkeppnishæfni þess. Þeim hefur iðulega fylgt háfleygar yfirlýsingar forystumanna Evrópusambandsins og ríkja þess um að nú yrði heldur betur spýtt í lófana og þróuninni snúið við. Þess í stað hefur hún einungis haldið áfram. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis og þingmaður Viðreisnar, Pawel Bartoszek, ritaði grein á Vísi í vikunni þar sem hann gerði að umtalsefni enn eina skýrsluna í þeim efnum sem kom út fyrir rúmu ári og unnin var af Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópusambandsins. Var ekki um að ræða sérlega upplífgandi umfjöllun um efnahagsmál sambandsins og framtíðarhorfur í þeim efnum frekar en í fyrri skýrslum. Staðan hefur hins vegar aldrei verið eins slæm. Varað var við því í skýrslu Draghis að staða efnahagsmála innan Evrópusambandsins væri orðin svo alvarleg að hún varðaði hreinlega tilvistargrundvöll þess. Til að mynda væri knýjandi þörf á því að auka framleiðni innan sambandsins. Efnahagsleg hnignun þess hefði ekki sízt komið niður á heimilum. Jafnvel þó þau leggðu meira til hliðar en bandarísk heimili hefði fjárhagsstaða þeirra frá 2009 einungis styrkzt um þriðjung af því sem raunin hefði verið í Bandaríkjunum. Velferðarkerfi ríkja ESB í hættu „Takist ekki að auka framleiðni innan Evrópusambandsins munum við neyðast til þess að velja og hafna. Við munum ekki geta orðið í senn leiðandi á tæknisviðinu, leiðarljós ábyrgðar í loftlagsmálum og forystuafl á alþjóðasviðinu. Við munum ekki geta fjármagnað velferðarkerfi okkar. Við munum þurfa að draga úr einhverjum, ef ekki öllum, metnaðarfullum markmiðum okkar,“ segir einnig í skýrslu Draghis. Efnahagslegar framtíðarhorfur sambandsins væru ekki beinlínis heillandi. „Hlutdeild Evrópusambandsins í heimsbúskapnum hefur dregizt saman undanfarna þrjá áratugi þar sem staða þess á meðal stærstu hagkerfa heimsins hefur versnað hratt samhliða uppgangi asískra hagkerfa,“ segir í annarri skýrslu sem Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, vann fyrir sambandið og kom að sama skapi út á síðasta ári og fjallaði um stöðu innri markaðar þess. Efnahagslega hefði Evrópusambandið einnig dregizt verulega aftur úr Bandaríkjunum. „Hagkerfin tvö voru svipuð að stærð árið 1993. Hins vegar jókst landsframleiðsla á mann um 60% í Bandaríkjunum á milli 1993-2022 en innan við 30% innan Evrópusambandsins,“ segir einnig í skýrslunni. Fyrirtæki í sambandinu væru eftirbátar fyrirtækja í ríkjum utan þess. Einkum í Bandaríkjunum og Kína. Þetta hefði mikil áhrif á nýsköpun, framleiðni og atvinnusköpun innan Evrópusambandsins og þar með öryggi sambandsins og möguleika til þess að hafa áhrif í framtíðinni. Staðan haldið áfram að versna Fram kemur í grein Pawels að skýrsla Draghis hafi varpað ljósi á veikleika ríkja Evrópusambandsins sem þau hefðu þegar ákveðið að bregðast við með margvíslegum hætti sem væri að hans sögn ekki merki um veikleika heldur styrk. Fjölmiðlar hafa hins vegar að undanförnu fjallað um úttekt hugveitunnar European Policy Innovation Council í Brussel á því hvernig þróunin hefði verið innan Evrópusambandsins frá því að skýrsla Draghis kom út sem rímar ekki beint við það. Til að mynda kemur þannig fram í úttektinni að staða Evrópusambandsins hafi þvert á móti haldið áfram að versna á flestum sviðum eins og áður. Þannig hafi efnahagur Bandaríkjanna stækkað átta sinnum hraðar en sambandsins á öðrum ársfjórðungi þessa árs samkvæmt gögnum Eurostat. Þá hafi einungis litlum hluta tillagna Daghis verið fylgt eftir. Vert er að árétta að þetta er ekki þróun sem hófst fyrir skömmu heldur sem hefur þvert á móti verið í gangi áratugum saman. Vegna þess hversu slæm staða efnahagsmála er innan Evrópusambandsins og erfitt orðið að halda öðru fram kaus Pawel þess í stað að segja stöðuna hér á landi enn verri. Allt er víst hey í harðindum. Þar dró hann hins vegar ekki upp rétta mynd eins og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, benti á í gær. Þó margt megi vitanlega færa til betri vegar hér er innganga í Evrópusambandið ljóslega ekki skref í rétta átt í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun