Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. október 2025 08:31 Hver skýrslan á fætur annarri hefur verið unnin fyrir Evrópusambandið á liðnum áratugum um stöðu efnahagsmála innan þess með tillögum um það hvað þurfi að gera til þess að bregðast við viðvarandi efnahagslegri stöðnun sambandsins og auka samkeppnishæfni þess. Þeim hefur iðulega fylgt háfleygar yfirlýsingar forystumanna Evrópusambandsins og ríkja þess um að nú yrði heldur betur spýtt í lófana og þróuninni snúið við. Þess í stað hefur hún einungis haldið áfram. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis og þingmaður Viðreisnar, Pawel Bartoszek, ritaði grein á Vísi í vikunni þar sem hann gerði að umtalsefni enn eina skýrsluna í þeim efnum sem kom út fyrir rúmu ári og unnin var af Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópusambandsins. Var ekki um að ræða sérlega upplífgandi umfjöllun um efnahagsmál sambandsins og framtíðarhorfur í þeim efnum frekar en í fyrri skýrslum. Staðan hefur hins vegar aldrei verið eins slæm. Varað var við því í skýrslu Draghis að staða efnahagsmála innan Evrópusambandsins væri orðin svo alvarleg að hún varðaði hreinlega tilvistargrundvöll þess. Til að mynda væri knýjandi þörf á því að auka framleiðni innan sambandsins. Efnahagsleg hnignun þess hefði ekki sízt komið niður á heimilum. Jafnvel þó þau leggðu meira til hliðar en bandarísk heimili hefði fjárhagsstaða þeirra frá 2009 einungis styrkzt um þriðjung af því sem raunin hefði verið í Bandaríkjunum. Velferðarkerfi ríkja ESB í hættu „Takist ekki að auka framleiðni innan Evrópusambandsins munum við neyðast til þess að velja og hafna. Við munum ekki geta orðið í senn leiðandi á tæknisviðinu, leiðarljós ábyrgðar í loftlagsmálum og forystuafl á alþjóðasviðinu. Við munum ekki geta fjármagnað velferðarkerfi okkar. Við munum þurfa að draga úr einhverjum, ef ekki öllum, metnaðarfullum markmiðum okkar,“ segir einnig í skýrslu Draghis. Efnahagslegar framtíðarhorfur sambandsins væru ekki beinlínis heillandi. „Hlutdeild Evrópusambandsins í heimsbúskapnum hefur dregizt saman undanfarna þrjá áratugi þar sem staða þess á meðal stærstu hagkerfa heimsins hefur versnað hratt samhliða uppgangi asískra hagkerfa,“ segir í annarri skýrslu sem Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, vann fyrir sambandið og kom að sama skapi út á síðasta ári og fjallaði um stöðu innri markaðar þess. Efnahagslega hefði Evrópusambandið einnig dregizt verulega aftur úr Bandaríkjunum. „Hagkerfin tvö voru svipuð að stærð árið 1993. Hins vegar jókst landsframleiðsla á mann um 60% í Bandaríkjunum á milli 1993-2022 en innan við 30% innan Evrópusambandsins,“ segir einnig í skýrslunni. Fyrirtæki í sambandinu væru eftirbátar fyrirtækja í ríkjum utan þess. Einkum í Bandaríkjunum og Kína. Þetta hefði mikil áhrif á nýsköpun, framleiðni og atvinnusköpun innan Evrópusambandsins og þar með öryggi sambandsins og möguleika til þess að hafa áhrif í framtíðinni. Staðan haldið áfram að versna Fram kemur í grein Pawels að skýrsla Draghis hafi varpað ljósi á veikleika ríkja Evrópusambandsins sem þau hefðu þegar ákveðið að bregðast við með margvíslegum hætti sem væri að hans sögn ekki merki um veikleika heldur styrk. Fjölmiðlar hafa hins vegar að undanförnu fjallað um úttekt hugveitunnar European Policy Innovation Council í Brussel á því hvernig þróunin hefði verið innan Evrópusambandsins frá því að skýrsla Draghis kom út sem rímar ekki beint við það. Til að mynda kemur þannig fram í úttektinni að staða Evrópusambandsins hafi þvert á móti haldið áfram að versna á flestum sviðum eins og áður. Þannig hafi efnahagur Bandaríkjanna stækkað átta sinnum hraðar en sambandsins á öðrum ársfjórðungi þessa árs samkvæmt gögnum Eurostat. Þá hafi einungis litlum hluta tillagna Daghis verið fylgt eftir. Vert er að árétta að þetta er ekki þróun sem hófst fyrir skömmu heldur sem hefur þvert á móti verið í gangi áratugum saman. Vegna þess hversu slæm staða efnahagsmála er innan Evrópusambandsins og erfitt orðið að halda öðru fram kaus Pawel þess í stað að segja stöðuna hér á landi enn verri. Allt er víst hey í harðindum. Þar dró hann hins vegar ekki upp rétta mynd eins og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, benti á í gær. Þó margt megi vitanlega færa til betri vegar hér er innganga í Evrópusambandið ljóslega ekki skref í rétta átt í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hver skýrslan á fætur annarri hefur verið unnin fyrir Evrópusambandið á liðnum áratugum um stöðu efnahagsmála innan þess með tillögum um það hvað þurfi að gera til þess að bregðast við viðvarandi efnahagslegri stöðnun sambandsins og auka samkeppnishæfni þess. Þeim hefur iðulega fylgt háfleygar yfirlýsingar forystumanna Evrópusambandsins og ríkja þess um að nú yrði heldur betur spýtt í lófana og þróuninni snúið við. Þess í stað hefur hún einungis haldið áfram. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis og þingmaður Viðreisnar, Pawel Bartoszek, ritaði grein á Vísi í vikunni þar sem hann gerði að umtalsefni enn eina skýrsluna í þeim efnum sem kom út fyrir rúmu ári og unnin var af Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópusambandsins. Var ekki um að ræða sérlega upplífgandi umfjöllun um efnahagsmál sambandsins og framtíðarhorfur í þeim efnum frekar en í fyrri skýrslum. Staðan hefur hins vegar aldrei verið eins slæm. Varað var við því í skýrslu Draghis að staða efnahagsmála innan Evrópusambandsins væri orðin svo alvarleg að hún varðaði hreinlega tilvistargrundvöll þess. Til að mynda væri knýjandi þörf á því að auka framleiðni innan sambandsins. Efnahagsleg hnignun þess hefði ekki sízt komið niður á heimilum. Jafnvel þó þau leggðu meira til hliðar en bandarísk heimili hefði fjárhagsstaða þeirra frá 2009 einungis styrkzt um þriðjung af því sem raunin hefði verið í Bandaríkjunum. Velferðarkerfi ríkja ESB í hættu „Takist ekki að auka framleiðni innan Evrópusambandsins munum við neyðast til þess að velja og hafna. Við munum ekki geta orðið í senn leiðandi á tæknisviðinu, leiðarljós ábyrgðar í loftlagsmálum og forystuafl á alþjóðasviðinu. Við munum ekki geta fjármagnað velferðarkerfi okkar. Við munum þurfa að draga úr einhverjum, ef ekki öllum, metnaðarfullum markmiðum okkar,“ segir einnig í skýrslu Draghis. Efnahagslegar framtíðarhorfur sambandsins væru ekki beinlínis heillandi. „Hlutdeild Evrópusambandsins í heimsbúskapnum hefur dregizt saman undanfarna þrjá áratugi þar sem staða þess á meðal stærstu hagkerfa heimsins hefur versnað hratt samhliða uppgangi asískra hagkerfa,“ segir í annarri skýrslu sem Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, vann fyrir sambandið og kom að sama skapi út á síðasta ári og fjallaði um stöðu innri markaðar þess. Efnahagslega hefði Evrópusambandið einnig dregizt verulega aftur úr Bandaríkjunum. „Hagkerfin tvö voru svipuð að stærð árið 1993. Hins vegar jókst landsframleiðsla á mann um 60% í Bandaríkjunum á milli 1993-2022 en innan við 30% innan Evrópusambandsins,“ segir einnig í skýrslunni. Fyrirtæki í sambandinu væru eftirbátar fyrirtækja í ríkjum utan þess. Einkum í Bandaríkjunum og Kína. Þetta hefði mikil áhrif á nýsköpun, framleiðni og atvinnusköpun innan Evrópusambandsins og þar með öryggi sambandsins og möguleika til þess að hafa áhrif í framtíðinni. Staðan haldið áfram að versna Fram kemur í grein Pawels að skýrsla Draghis hafi varpað ljósi á veikleika ríkja Evrópusambandsins sem þau hefðu þegar ákveðið að bregðast við með margvíslegum hætti sem væri að hans sögn ekki merki um veikleika heldur styrk. Fjölmiðlar hafa hins vegar að undanförnu fjallað um úttekt hugveitunnar European Policy Innovation Council í Brussel á því hvernig þróunin hefði verið innan Evrópusambandsins frá því að skýrsla Draghis kom út sem rímar ekki beint við það. Til að mynda kemur þannig fram í úttektinni að staða Evrópusambandsins hafi þvert á móti haldið áfram að versna á flestum sviðum eins og áður. Þannig hafi efnahagur Bandaríkjanna stækkað átta sinnum hraðar en sambandsins á öðrum ársfjórðungi þessa árs samkvæmt gögnum Eurostat. Þá hafi einungis litlum hluta tillagna Daghis verið fylgt eftir. Vert er að árétta að þetta er ekki þróun sem hófst fyrir skömmu heldur sem hefur þvert á móti verið í gangi áratugum saman. Vegna þess hversu slæm staða efnahagsmála er innan Evrópusambandsins og erfitt orðið að halda öðru fram kaus Pawel þess í stað að segja stöðuna hér á landi enn verri. Allt er víst hey í harðindum. Þar dró hann hins vegar ekki upp rétta mynd eins og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, benti á í gær. Þó margt megi vitanlega færa til betri vegar hér er innganga í Evrópusambandið ljóslega ekki skref í rétta átt í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun