Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2025 09:33 Fjarhægrileiðtoginn Geert Wilders greiðir atkvæði í Haag í þingkosningunum í Hollandi 29. október 2025. AP/Peter Dejong Aðeins örfáum þúsundum atkvæða munar á hægrijaðarflokki Geerts Wilders og miðflokknum D66 þegar 98 prósent atkvæða hafa verið talin eftir þingkosningarnar í Hollandi í gær. Þetta yrði í fyrsta skipti sem tveir stærstu flokkarnir á þingi yrðu jafnstórir og er það talið geta hægt á stjórnarmyndun eftir kosningar. Úrslitin eru vonbrigði fyrir Frelsisflokk Wilders sem tapar þriðjungi þingsæta sinna eftir að hafa verið talinn sigurstranglegastur í skoðanakönnunum fyrir kosningar. Hann vann óvæntan sigur í kosningum árið 2023. Þrátt fyrir það yrðu þetta næstbestu úrslit í sögu flokksins sem er helst þekktur fyrir andúð á íslam og innflytjendum. Á sama tíma bætir frjálslyndi miðflokkurinn D66 undir forystu Robs Jetten við sig ellefu þingsætum og virðist ætla að verða stóri sigurvegari kosninganna. Þetta yrðu bestu kosningaúrslit hans. Ef endanleg úrslit verða á þennan veg verða bæði D66 og Frelsisflokkurinn með 26 sæti hvor af 150 á hollenska þinginu. Aðeins munaði tvö þúsund atkvæðum á flokkunum á landsvísu samkvæmt síðustu tölum, að sögn AP-fréttastofunnar. Vill umboðið fyrir Frelsisflokkinn Wilders, sem varð valdur að því að boðað var til kosninga nú þegar hann sprengdi upp fjögurra flokka samsteypustjórn vegna innflytjendamála í sumar, segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að D66 fái umboð til að hefja stjórnarmyndun. Frelsisflokkurinn ætti að fá umboðið standi hann uppi sem stærsti flokkurinn. Jetten var aftur á móti kampakátur. Hann er 38 ára gamall og gæti nú orðið yngsti forsætisráðherra í sögu Hollands eftir seinna stríð. Hann yrði jafnframt fyrsti opinskátt samkynhneigði forsætisráðherra landsins. „Milljónir Hollendinga kusu í dag jákvæð öfl og stjórnmál þar sem við getum horft fram á veginn saman aftur,“ sagði hann við stuðningsmenn sína á kosninganótt. Drungalegra var yfir bandalagi miðvinstriflokka undir forystu Frans Timmermans, fyrrverandi varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem tapaði þingsætum. Timmermans tilkynnti um afsögn sína eftir kosningarnar. Holland Kosningar í Hollandi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Sjá meira
Úrslitin eru vonbrigði fyrir Frelsisflokk Wilders sem tapar þriðjungi þingsæta sinna eftir að hafa verið talinn sigurstranglegastur í skoðanakönnunum fyrir kosningar. Hann vann óvæntan sigur í kosningum árið 2023. Þrátt fyrir það yrðu þetta næstbestu úrslit í sögu flokksins sem er helst þekktur fyrir andúð á íslam og innflytjendum. Á sama tíma bætir frjálslyndi miðflokkurinn D66 undir forystu Robs Jetten við sig ellefu þingsætum og virðist ætla að verða stóri sigurvegari kosninganna. Þetta yrðu bestu kosningaúrslit hans. Ef endanleg úrslit verða á þennan veg verða bæði D66 og Frelsisflokkurinn með 26 sæti hvor af 150 á hollenska þinginu. Aðeins munaði tvö þúsund atkvæðum á flokkunum á landsvísu samkvæmt síðustu tölum, að sögn AP-fréttastofunnar. Vill umboðið fyrir Frelsisflokkinn Wilders, sem varð valdur að því að boðað var til kosninga nú þegar hann sprengdi upp fjögurra flokka samsteypustjórn vegna innflytjendamála í sumar, segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að D66 fái umboð til að hefja stjórnarmyndun. Frelsisflokkurinn ætti að fá umboðið standi hann uppi sem stærsti flokkurinn. Jetten var aftur á móti kampakátur. Hann er 38 ára gamall og gæti nú orðið yngsti forsætisráðherra í sögu Hollands eftir seinna stríð. Hann yrði jafnframt fyrsti opinskátt samkynhneigði forsætisráðherra landsins. „Milljónir Hollendinga kusu í dag jákvæð öfl og stjórnmál þar sem við getum horft fram á veginn saman aftur,“ sagði hann við stuðningsmenn sína á kosninganótt. Drungalegra var yfir bandalagi miðvinstriflokka undir forystu Frans Timmermans, fyrrverandi varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem tapaði þingsætum. Timmermans tilkynnti um afsögn sína eftir kosningarnar.
Holland Kosningar í Hollandi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Sjá meira