Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2025 09:33 Fjarhægrileiðtoginn Geert Wilders greiðir atkvæði í Haag í þingkosningunum í Hollandi 29. október 2025. AP/Peter Dejong Aðeins örfáum þúsundum atkvæða munar á hægrijaðarflokki Geerts Wilders og miðflokknum D66 þegar 98 prósent atkvæða hafa verið talin eftir þingkosningarnar í Hollandi í gær. Þetta yrði í fyrsta skipti sem tveir stærstu flokkarnir á þingi yrðu jafnstórir og er það talið geta hægt á stjórnarmyndun eftir kosningar. Úrslitin eru vonbrigði fyrir Frelsisflokk Wilders sem tapar þriðjungi þingsæta sinna eftir að hafa verið talinn sigurstranglegastur í skoðanakönnunum fyrir kosningar. Hann vann óvæntan sigur í kosningum árið 2023. Þrátt fyrir það yrðu þetta næstbestu úrslit í sögu flokksins sem er helst þekktur fyrir andúð á íslam og innflytjendum. Á sama tíma bætir frjálslyndi miðflokkurinn D66 undir forystu Robs Jetten við sig ellefu þingsætum og virðist ætla að verða stóri sigurvegari kosninganna. Þetta yrðu bestu kosningaúrslit hans. Ef endanleg úrslit verða á þennan veg verða bæði D66 og Frelsisflokkurinn með 26 sæti hvor af 150 á hollenska þinginu. Aðeins munaði tvö þúsund atkvæðum á flokkunum á landsvísu samkvæmt síðustu tölum, að sögn AP-fréttastofunnar. Vill umboðið fyrir Frelsisflokkinn Wilders, sem varð valdur að því að boðað var til kosninga nú þegar hann sprengdi upp fjögurra flokka samsteypustjórn vegna innflytjendamála í sumar, segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að D66 fái umboð til að hefja stjórnarmyndun. Frelsisflokkurinn ætti að fá umboðið standi hann uppi sem stærsti flokkurinn. Jetten var aftur á móti kampakátur. Hann er 38 ára gamall og gæti nú orðið yngsti forsætisráðherra í sögu Hollands eftir seinna stríð. Hann yrði jafnframt fyrsti opinskátt samkynhneigði forsætisráðherra landsins. „Milljónir Hollendinga kusu í dag jákvæð öfl og stjórnmál þar sem við getum horft fram á veginn saman aftur,“ sagði hann við stuðningsmenn sína á kosninganótt. Drungalegra var yfir bandalagi miðvinstriflokka undir forystu Frans Timmermans, fyrrverandi varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem tapaði þingsætum. Timmermans tilkynnti um afsögn sína eftir kosningarnar. Holland Kosningar í Hollandi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Úrslitin eru vonbrigði fyrir Frelsisflokk Wilders sem tapar þriðjungi þingsæta sinna eftir að hafa verið talinn sigurstranglegastur í skoðanakönnunum fyrir kosningar. Hann vann óvæntan sigur í kosningum árið 2023. Þrátt fyrir það yrðu þetta næstbestu úrslit í sögu flokksins sem er helst þekktur fyrir andúð á íslam og innflytjendum. Á sama tíma bætir frjálslyndi miðflokkurinn D66 undir forystu Robs Jetten við sig ellefu þingsætum og virðist ætla að verða stóri sigurvegari kosninganna. Þetta yrðu bestu kosningaúrslit hans. Ef endanleg úrslit verða á þennan veg verða bæði D66 og Frelsisflokkurinn með 26 sæti hvor af 150 á hollenska þinginu. Aðeins munaði tvö þúsund atkvæðum á flokkunum á landsvísu samkvæmt síðustu tölum, að sögn AP-fréttastofunnar. Vill umboðið fyrir Frelsisflokkinn Wilders, sem varð valdur að því að boðað var til kosninga nú þegar hann sprengdi upp fjögurra flokka samsteypustjórn vegna innflytjendamála í sumar, segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að D66 fái umboð til að hefja stjórnarmyndun. Frelsisflokkurinn ætti að fá umboðið standi hann uppi sem stærsti flokkurinn. Jetten var aftur á móti kampakátur. Hann er 38 ára gamall og gæti nú orðið yngsti forsætisráðherra í sögu Hollands eftir seinna stríð. Hann yrði jafnframt fyrsti opinskátt samkynhneigði forsætisráðherra landsins. „Milljónir Hollendinga kusu í dag jákvæð öfl og stjórnmál þar sem við getum horft fram á veginn saman aftur,“ sagði hann við stuðningsmenn sína á kosninganótt. Drungalegra var yfir bandalagi miðvinstriflokka undir forystu Frans Timmermans, fyrrverandi varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem tapaði þingsætum. Timmermans tilkynnti um afsögn sína eftir kosningarnar.
Holland Kosningar í Hollandi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira