Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. október 2025 11:47 Nokkur umhverfisverndarsamtök hafa miklar áhyggjur af stjórarháttum í Vatnajökulsþjóðgarði. Þau segja náttúruverndarsjónarmið ekki nægilega sterk innan stjórnar og kæra kynjahalla til kærunefndar jafnréttismála. Vísir/Vilhelm Nokkur náttúruverndarsamtök hafa lýst yfir þungum áhyggjum og vonbrigðum vegna opnunar Vonarskarðs fyrir bílaumferð. Þau segja stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs ábótavant og ætla að leita til UNESCO vegna málsins. Sex náttúruverndarsamtök rita undir yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum fyrir hádegi í dag. Það eru Landvernd, Náttúrugrið, Náttúruverndarsamtök Íslands, Skrauti, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi og Ungir umhverfissinnar. Skilja ekki tilraunastarfsemi ráðherra Í yfirlýsingunni er það reifað að Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi þann 23. október síðastliðinn staðfest breytingar sem auka aðgengi ökutækja að Vonarskarði og er opnunin í tilraunaskyni. „Enginn veit í hverju sú tilraun felst. Opnunin mun skerða víðerni Vonarskarðs og sérstöðu, auka líkur á náttúruspjöllum og ganga þvert gegn ráðleggingum allra fagstofnana. Aðeins er mánuður liðinn frá því að ráðherra talaði um skyldur Íslands um verndun óbyggðra víðerna í Evrópu í ræðu sinni á Umhverfisþingi í Hörpu,“ segir í yfirlýsingunni. Alls ekki mælt með bílaumferð um svæðið Samtökin segja Vonarskarð eitt viðkvæmasta svæði hálendisins. Það sé óbyggt víðerni með mjög hátt verndargildi og skarti meðal annars hæstu mýri landsins, mikilli litadýrð og háhitasvæði sem eigi sér vart hliðstæðu, með lífverum sem hvergi annars staðar finnist. „Vegna þessa hafa þjóðgarðsyfirvöld frá upphafi einskorðað aðgang að Vonarskarði við gangandi umferð og þá sem aka á snæviþakinni jörð. Sú ákvörðun hefur byggt á ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar, helstu fagstofnana á sviði náttúruvísinda og fræðasamfélagsins. Engin fagstofnun hefur nokkru sinni mælt með auknu aðgengi bílaumferðar að Vonarskarði, þvert á móti.“ Leita til Sameinuðu þjóðanna Samtökin segjast ætla að leita til UNESCO, Sameinuðu þjóðanna, til að fá úr því skorið hvort ákvörðun ráðherra sé lögmæt. Vísa þau til þess að í tilnefningu Íslands til stöðu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá UNESCO hafi Vonarskarð verið kynnt sem göngusvæði án vélknúinnar umferðar og að svæðið milli Gjóstu og Svarthöfða yrði víðerni. Það séu kjarnagildi og skuldbindingar sem verði að virða. Brestir séu í stjórnarfyrirkomulagi þjóðgarðsins, sem komið hafi skýrt í ljós í afgreiðslu núverandi svæðisstjórnar á málefnum Vonarskarð í septembermánuði. „Brýn þörf er á að tryggja náttúruvernd sterkari rödd við stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs, að hlutverk Náttúrufræðistofnunar við stefnumótun hans verði eflt og að ráð umhverfissamtaka verði ekki kerfisbundið hunsuð,“ segir í yfirlýsingunni. Kæra kynjahalla Vísað er til þess að í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð segi að annar fulltrúi ráðherra í stjórninni skuli hafa fagþekkingu á verksviði þjóðgarða. Það eigi við hvorugan fulltrúanna. Er þar vísað til Sigurjóns Andréssonar, formanns stjórnar, og Ívars Karls Hafliðastjórnar, varaformanns. Sigurjón er sveitarstjóri í Hornafirði og Ívar Karl rekur verktakafyrirtækið Austurbygg Verktakar ehf., en er með bakkalárgráðu í umhverfis- og orkufræðum. „Skipun ráðherra í svæðisstjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið kærð til kærunefndar um jafnréttismál. Báðir fulltrúar ráðherra í stjórninni eru karlar og karlar skipa yfir 75% sæta í henni.“ Samtökin kalla eftir að stjórnarfyrirkomulag þjóðgarðsins verði endurskoðað og náttúruvernd tryggð sterkari aðkoma að stjórnun hans. Hlutverk Náttúrufræðistofnunar við stjórnun og stefnumótun þjóðgarðsins verði eflt og að svæðisstjórn og ráðherra fari eftir bestu fáanlegu þekkingu sem fyrir liggi og vindi ofan af breytingum sínum á vernd Vonarskarðs. Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Ásahreppur Þingeyjarsveit Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Sex náttúruverndarsamtök rita undir yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum fyrir hádegi í dag. Það eru Landvernd, Náttúrugrið, Náttúruverndarsamtök Íslands, Skrauti, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi og Ungir umhverfissinnar. Skilja ekki tilraunastarfsemi ráðherra Í yfirlýsingunni er það reifað að Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi þann 23. október síðastliðinn staðfest breytingar sem auka aðgengi ökutækja að Vonarskarði og er opnunin í tilraunaskyni. „Enginn veit í hverju sú tilraun felst. Opnunin mun skerða víðerni Vonarskarðs og sérstöðu, auka líkur á náttúruspjöllum og ganga þvert gegn ráðleggingum allra fagstofnana. Aðeins er mánuður liðinn frá því að ráðherra talaði um skyldur Íslands um verndun óbyggðra víðerna í Evrópu í ræðu sinni á Umhverfisþingi í Hörpu,“ segir í yfirlýsingunni. Alls ekki mælt með bílaumferð um svæðið Samtökin segja Vonarskarð eitt viðkvæmasta svæði hálendisins. Það sé óbyggt víðerni með mjög hátt verndargildi og skarti meðal annars hæstu mýri landsins, mikilli litadýrð og háhitasvæði sem eigi sér vart hliðstæðu, með lífverum sem hvergi annars staðar finnist. „Vegna þessa hafa þjóðgarðsyfirvöld frá upphafi einskorðað aðgang að Vonarskarði við gangandi umferð og þá sem aka á snæviþakinni jörð. Sú ákvörðun hefur byggt á ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar, helstu fagstofnana á sviði náttúruvísinda og fræðasamfélagsins. Engin fagstofnun hefur nokkru sinni mælt með auknu aðgengi bílaumferðar að Vonarskarði, þvert á móti.“ Leita til Sameinuðu þjóðanna Samtökin segjast ætla að leita til UNESCO, Sameinuðu þjóðanna, til að fá úr því skorið hvort ákvörðun ráðherra sé lögmæt. Vísa þau til þess að í tilnefningu Íslands til stöðu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá UNESCO hafi Vonarskarð verið kynnt sem göngusvæði án vélknúinnar umferðar og að svæðið milli Gjóstu og Svarthöfða yrði víðerni. Það séu kjarnagildi og skuldbindingar sem verði að virða. Brestir séu í stjórnarfyrirkomulagi þjóðgarðsins, sem komið hafi skýrt í ljós í afgreiðslu núverandi svæðisstjórnar á málefnum Vonarskarð í septembermánuði. „Brýn þörf er á að tryggja náttúruvernd sterkari rödd við stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs, að hlutverk Náttúrufræðistofnunar við stefnumótun hans verði eflt og að ráð umhverfissamtaka verði ekki kerfisbundið hunsuð,“ segir í yfirlýsingunni. Kæra kynjahalla Vísað er til þess að í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð segi að annar fulltrúi ráðherra í stjórninni skuli hafa fagþekkingu á verksviði þjóðgarða. Það eigi við hvorugan fulltrúanna. Er þar vísað til Sigurjóns Andréssonar, formanns stjórnar, og Ívars Karls Hafliðastjórnar, varaformanns. Sigurjón er sveitarstjóri í Hornafirði og Ívar Karl rekur verktakafyrirtækið Austurbygg Verktakar ehf., en er með bakkalárgráðu í umhverfis- og orkufræðum. „Skipun ráðherra í svæðisstjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið kærð til kærunefndar um jafnréttismál. Báðir fulltrúar ráðherra í stjórninni eru karlar og karlar skipa yfir 75% sæta í henni.“ Samtökin kalla eftir að stjórnarfyrirkomulag þjóðgarðsins verði endurskoðað og náttúruvernd tryggð sterkari aðkoma að stjórnun hans. Hlutverk Náttúrufræðistofnunar við stjórnun og stefnumótun þjóðgarðsins verði eflt og að svæðisstjórn og ráðherra fari eftir bestu fáanlegu þekkingu sem fyrir liggi og vindi ofan af breytingum sínum á vernd Vonarskarðs.
Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Ásahreppur Þingeyjarsveit Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira