Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2025 11:39 Kendrick Lamar og lag hans Luther er ekki lengur í hópi efstu fjörutíu lagananna á Billboard-listanum. EPA Í fyrsta sinn í 35 ár hefur það gerst að ekkert rapplag er að finna í einu af fjörutíu efstu sætum bandaríska Billboard-vinsældalistans. Rolling Stone greinir frá þessu en þetta gerðist þegar lagið Luther með Kendricks Lamar og SZA féll úr topp 40. Lagið hafði verið á topplistanum í 46 vikur og þar af þrettán á toppi listans. Efsta rapplagið á listanum er nú lagið Shot Callin með rapparanum YoungBoy Never Broke Again, en lagið skipar 43. sæti Billboard-listans. Billboard hefur að undanförnu gert breytingar á því hvernig lög raðast á listann og eru þær sagðar eiga þátt í því að rapplög eigi erfiðara um vik að skora hátt. Það breytir því þó ekki að eitthvað hefur dregið úr vinsældum rapptónlistarinnar. Markaðshlutdeild rapptónlistar hefur hægt og bítandi dregist saman á síðustu árum. Þannig var hlutdeildin 30 prósent árið 2020 og var komin í 25 prósent þremur árum síðar og er nú 24 prósent. Enn fremur segir að í þessari sömu viku árið 2020 hafi sextán rapplög verið á listanum, en 2023 voru þau átta. Tónlistarkonan Taylor Swift á fjögur af sex efstu lögum listans, þar með talið The Fate of Ophelia sem skipar efsta sæti listans. Öll tólf lögin á nýjustu plötu Swift, The Life of a Showgirl, eru nú á topp 40 á Billboard-listanum. Aðrir tónlistarmenn sem eiga nú lög ofarlega á Billboard-listanum eru Morgan Wallen, HUNTR/X, Olivia Dean, Kehlani og Alex Warren. Bandaríkin Tónlist Menning Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Rolling Stone greinir frá þessu en þetta gerðist þegar lagið Luther með Kendricks Lamar og SZA féll úr topp 40. Lagið hafði verið á topplistanum í 46 vikur og þar af þrettán á toppi listans. Efsta rapplagið á listanum er nú lagið Shot Callin með rapparanum YoungBoy Never Broke Again, en lagið skipar 43. sæti Billboard-listans. Billboard hefur að undanförnu gert breytingar á því hvernig lög raðast á listann og eru þær sagðar eiga þátt í því að rapplög eigi erfiðara um vik að skora hátt. Það breytir því þó ekki að eitthvað hefur dregið úr vinsældum rapptónlistarinnar. Markaðshlutdeild rapptónlistar hefur hægt og bítandi dregist saman á síðustu árum. Þannig var hlutdeildin 30 prósent árið 2020 og var komin í 25 prósent þremur árum síðar og er nú 24 prósent. Enn fremur segir að í þessari sömu viku árið 2020 hafi sextán rapplög verið á listanum, en 2023 voru þau átta. Tónlistarkonan Taylor Swift á fjögur af sex efstu lögum listans, þar með talið The Fate of Ophelia sem skipar efsta sæti listans. Öll tólf lögin á nýjustu plötu Swift, The Life of a Showgirl, eru nú á topp 40 á Billboard-listanum. Aðrir tónlistarmenn sem eiga nú lög ofarlega á Billboard-listanum eru Morgan Wallen, HUNTR/X, Olivia Dean, Kehlani og Alex Warren.
Bandaríkin Tónlist Menning Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira