„Fannst þetta verða svartara og svartara“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. nóvember 2025 11:32 Arnór Snær Óskarsson er kominn heim í Val. Vísir/Lýður Arnór Snær Óskarsson er óvænt snúinn heim úr atvinnumennsku og spilar með Val í Olís-deild karla í handbolta í vetur. Hann flýr svartnætti í Noregi en hyggst þó ekki stoppa of stutt við hér heima. Arnór yfirgaf uppeldisfélagið Val árið 2023 þegar hann fór til þýska stórliðsins Rhein Neckar Löwen. Þar gekk honum illa að festa sig í sessi og færði sig til Kolstad í Noregi fyrir ári síðan og sameinaðist þar bróður sínum Benedikt Gunnari Óskarssyni. Arnór hefur hins vegar verið úti í kuldanum í Noregi. „Ég var alveg búinn að vera í einhverjum samræðum við Gústa (Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals) yfir veturinn en var alltaf búinn að segja við hann að ég ætlaði bara að taka slaginn og vera áfram. Svo fannst mér þetta verða svartara og svartara svo ég ákvað heyra í honum til baka að fara heim,“ segir Arnór Snær. Hvað var svona svart þar ytra? „Þú ert að fara þarna til að spila handbolta. Þegar þú ert ekki að gera það en bara heima hjá þér að gera ekki neitt, ferð á æfingar og gerir ekki neitt og situr svo á bekknum er það ekkert frábært. Maður er í þessu til að spila handbolta, þannig að það er í rauninni bara það,“ segir Arnór sem var í raun ýtt til hliðar og orðinn varaskeifa. „Já, í rauninni. Ég var orðinn einhverskonar þriðji kostur og hentaði inn í eða eitthvað svoleiðis. Það gerist bara, svona er sportið, en þá er best að grípa inn í það.“ Hafnaði erlendum liðum fyrir heimför Arnór fékk einhver tilboð að utan en leist best á að taka skrefið heim. Hann kemur inn í Valslið sem átti heldur misjafnan október-mánuð. Þeir hófu hann á tapi fyrir Haukum í bikarkeppninni og því úr leik þar. Þá tapaði Valur með tíu marka mun fyrir Haukum í deildinni og með fimm marka mun fyrir KA. En vann þó Aftureldingu með tíu mörkum og tókst naumlega að enda mánuðinn með sigri, 36-35, gegn ÍR á fimmtudag í síðustu viku. Valsmenn vonast því eflaust eftir innspýtingu með heimkomu Arnórs sem hlakkar til. „Ég er bara spenntur. Ég er fyrst og fremst spenntur fyrir því að fá að spila handbolta, það er númer eitt, tvö og þrjú. Það tekur kannski sinn tíma að komast inn í liðið en maður er fljótur að læra,“ „Já, hundrað prósent. Það er bara að gefa ennþá meira í í lyftingasalnum og stefnan sett á að fara aftur út, heldur betur. Maður á ekkert að vera hræddur við að koma heim. Það er gott að koma heim og finna sjálfstraustið og fara bara aftur út,“ segir Arnór Snær. Fyrsti leikur Arnórs er gegn Íslandsmeisturum Fram, sem Valur sækir heim á fimmtudagskvöldið kemur. Viðtalið má sjá í spilaranum. Valur Norski handboltinn Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira
Arnór yfirgaf uppeldisfélagið Val árið 2023 þegar hann fór til þýska stórliðsins Rhein Neckar Löwen. Þar gekk honum illa að festa sig í sessi og færði sig til Kolstad í Noregi fyrir ári síðan og sameinaðist þar bróður sínum Benedikt Gunnari Óskarssyni. Arnór hefur hins vegar verið úti í kuldanum í Noregi. „Ég var alveg búinn að vera í einhverjum samræðum við Gústa (Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals) yfir veturinn en var alltaf búinn að segja við hann að ég ætlaði bara að taka slaginn og vera áfram. Svo fannst mér þetta verða svartara og svartara svo ég ákvað heyra í honum til baka að fara heim,“ segir Arnór Snær. Hvað var svona svart þar ytra? „Þú ert að fara þarna til að spila handbolta. Þegar þú ert ekki að gera það en bara heima hjá þér að gera ekki neitt, ferð á æfingar og gerir ekki neitt og situr svo á bekknum er það ekkert frábært. Maður er í þessu til að spila handbolta, þannig að það er í rauninni bara það,“ segir Arnór sem var í raun ýtt til hliðar og orðinn varaskeifa. „Já, í rauninni. Ég var orðinn einhverskonar þriðji kostur og hentaði inn í eða eitthvað svoleiðis. Það gerist bara, svona er sportið, en þá er best að grípa inn í það.“ Hafnaði erlendum liðum fyrir heimför Arnór fékk einhver tilboð að utan en leist best á að taka skrefið heim. Hann kemur inn í Valslið sem átti heldur misjafnan október-mánuð. Þeir hófu hann á tapi fyrir Haukum í bikarkeppninni og því úr leik þar. Þá tapaði Valur með tíu marka mun fyrir Haukum í deildinni og með fimm marka mun fyrir KA. En vann þó Aftureldingu með tíu mörkum og tókst naumlega að enda mánuðinn með sigri, 36-35, gegn ÍR á fimmtudag í síðustu viku. Valsmenn vonast því eflaust eftir innspýtingu með heimkomu Arnórs sem hlakkar til. „Ég er bara spenntur. Ég er fyrst og fremst spenntur fyrir því að fá að spila handbolta, það er númer eitt, tvö og þrjú. Það tekur kannski sinn tíma að komast inn í liðið en maður er fljótur að læra,“ „Já, hundrað prósent. Það er bara að gefa ennþá meira í í lyftingasalnum og stefnan sett á að fara aftur út, heldur betur. Maður á ekkert að vera hræddur við að koma heim. Það er gott að koma heim og finna sjálfstraustið og fara bara aftur út,“ segir Arnór Snær. Fyrsti leikur Arnórs er gegn Íslandsmeisturum Fram, sem Valur sækir heim á fimmtudagskvöldið kemur. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Valur Norski handboltinn Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira