Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2025 17:47 Systurnar Hlín og Arna Eiríksdætur féllust í faðma eftir að Hlín skoraði gegn Norður-Írlandi í vikunni. vísir/Anton UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur staðfest hvernig styrkleikaflokkarnir líta út fyrir dráttinn á þriðjudag, í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Ísland verður í þriðja flokki í A-deild. Stelpurnar okkar tryggðu sér áframhaldandi veru í A-deild með afar sannfærandi hætti þegar þær unnu einvígið við Norður-Írland, samtals 5-0. Í umspilinu á milli liða sem endað höfðu í 3. sæti í A-deild og 2. sæti í B-deild voru Írar eina liðið úr B-deild sem náði að komast upp í A-deild. Þeir verða hins vegar að sætta sig þar við sæti í fjórða og neðsta styrkleikaflokki en Pólverjar færast upp í 3. flokk með Íslandi (sem það sigurlið riðils í B-deild sem hlaut flest stig í ár). Ísland mun á þriðjudaginn dragast í riðil með einu liði úr efsta flokki, einu úr öðrum flokki og einum úr fjórða flokki. Ef liðinu tekst að forðast neðsta sætið á það mjög fína möguleika á að komast á HM í gegnum umspil, þar sem mótherjarnir yrðu þá fyrst lið úr C-deild og svo lið úr B-deild eða lið úr neðsta sæti í A-deild. Sigurlið riðlanna í A-deild komast beint á HM en öll hin liðin í A-deild fara svo í umspil ásamt liðum úr B- og C-deild. Alls verða 32 lið í umspilinu sem skiptist í tvo hluta og tvær umferðir, og er leið liðanna „auðveldari“ eftir því sem þau hafa endað ofar. Styrkleikaflokkana í A-deild fyrir dráttinn á þriðjudag má sjá hér að neðan. Flokkur 1: Frakkland Þýskaland Spánn Svíþjóð Flokkur 2: Holland England Ítalía Noregur Flokkur 3: Danmörk Austurríki Ísland Pólland Flokkur 4: Slóvenía Serbía Úkraína Írland UEFA setur þær skorður á að Ísland getur ekki lent í riðli með bæði Noregi og Svíþjóð. Það er vegna vetraraðstæðna en spilað verður í mars, apríl og júní. Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Sjá meira
Stelpurnar okkar tryggðu sér áframhaldandi veru í A-deild með afar sannfærandi hætti þegar þær unnu einvígið við Norður-Írland, samtals 5-0. Í umspilinu á milli liða sem endað höfðu í 3. sæti í A-deild og 2. sæti í B-deild voru Írar eina liðið úr B-deild sem náði að komast upp í A-deild. Þeir verða hins vegar að sætta sig þar við sæti í fjórða og neðsta styrkleikaflokki en Pólverjar færast upp í 3. flokk með Íslandi (sem það sigurlið riðils í B-deild sem hlaut flest stig í ár). Ísland mun á þriðjudaginn dragast í riðil með einu liði úr efsta flokki, einu úr öðrum flokki og einum úr fjórða flokki. Ef liðinu tekst að forðast neðsta sætið á það mjög fína möguleika á að komast á HM í gegnum umspil, þar sem mótherjarnir yrðu þá fyrst lið úr C-deild og svo lið úr B-deild eða lið úr neðsta sæti í A-deild. Sigurlið riðlanna í A-deild komast beint á HM en öll hin liðin í A-deild fara svo í umspil ásamt liðum úr B- og C-deild. Alls verða 32 lið í umspilinu sem skiptist í tvo hluta og tvær umferðir, og er leið liðanna „auðveldari“ eftir því sem þau hafa endað ofar. Styrkleikaflokkana í A-deild fyrir dráttinn á þriðjudag má sjá hér að neðan. Flokkur 1: Frakkland Þýskaland Spánn Svíþjóð Flokkur 2: Holland England Ítalía Noregur Flokkur 3: Danmörk Austurríki Ísland Pólland Flokkur 4: Slóvenía Serbía Úkraína Írland UEFA setur þær skorður á að Ísland getur ekki lent í riðli með bæði Noregi og Svíþjóð. Það er vegna vetraraðstæðna en spilað verður í mars, apríl og júní.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Sjá meira