Enski boltinn

Full­komin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni

Sindri Sverrisson skrifar
Kieffer Moore fékk að eiga boltann eftir fullkomið kvöld.
Kieffer Moore fékk að eiga boltann eftir fullkomið kvöld. Getty/Nick Potts

Það þurfti fullkomna þrennu frá Kieffer Moore til að stöðva lærisveina Franks Lampard í Coventry, í ensku B-deildinni í fótbolta. Coventry verður þó áfram á toppi deildarinnar.

Coventry hafði unnið sex leiki í röð þegar liðið mætti Wrexham í kvöld og hefði getað slegið félagsmet með sjöunda sigrinum í röð.

Ephron Mason-Clark kom Coventry yfir um miðjan fyrri háfleik en Moore kom svo heimamönnum yfir með tveimur mörkum um miðjan seinni hálfleik. Moore fullkomnaði svo þrennuna sína á 83. mínútu og hafði þá skorað með vinstri, hægri og skalla, áður en Tatsuhiro Sakamoto minnkaði muninn á 88. mínútu.

Coventry er með 28 stig á toppnum og enn þremur stigum á undan Middlesbrough sem nú á leik til góða. Markatala Coventry er þó sú langbesta í deildinni, +24 eftir aðeins 13 umferðir.

Wrexham-ævintýrið heldur áfram og er liðið í 11. sæti með 17 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×