Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2025 09:02 Sveindís Jane Jónsdóttir var á Íslandi þegar liðsfélagi hennar, Elizabeth Eddy, fékk umdeilda grein sína birta í New York Post í byrjun vikunnar. Samsett/Getty Grein sem fótboltakonan Elizabeth Eddy , liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Angel City, skrifaði í New York Post hefur valdið mikilli óánægju innan liðsins. Þar krafðist Eddy þess að settar yrðu skýrar reglur um að leikmenn úrvalsdeildar kvenna í Bandaríkjunum þyrftu að hafa fæðst með eggjastokka eða gengist undir kynjapróf. „Þessi grein sýnir ekki afstöðu þessa liðs,“ sögðu fyrirliðarnir Sarah Gorden og Angelina Anderson á blaðamannafundi þegar þær ræddu um grein Eddy, varnarmanns Angel City. Greinin birtist á mánudag, þegar Sveindís var hér á landi vegna landsleikjanna við Norður-Írland, en lokaleikur Angel City á tímabilinu er á morgun. Greinin hefur vakið mikla athygli en þar segir Eddy, sem byrjaði að spila í bandarísku deildinni fyrir ellefu árum síðan en hefur nánast ekkert spilað fyrir Angel City síðustu ár, að standa þurfi vörð um rétt kvenna til þess að spila á jafnréttisgrundvelli. Það þýði að gera þurfi kynjapróf eða sýna fram á að leikmenn hafi fæðst með eggjastokka. Vísar hún meðal annars til reglna um kynjapróf sem settar hafa verið af alþjóða frjálsíþróttasambandinu og fleirum. Sýnir ekki afstöðu þessa liðs Bandarískir miðlar benda á að engin trans kona sé í bandarísku úrvalsdeildinni og segja fyrirliðar Angel City að greinin lýsi bæði transfóbíu og rasisma. Í greininni er meðal annars birt mynd af hinni þeldökku Barbra Banda, landsliðskonu Sambíu, sem valin var knattspyrnukona ársins í Afríku í fyrra, og talað um að hún hafi orðið fyrir aðkasti áhorfenda vegna umræðu um hvort hún hefði fallið á kynjaprófi sem þó hefur aldrei verið staðfest. Fyrirliðinn Sarah Gorden sagði grein Eddy og framsetningu hennar einfaldlega viðbjóðslega.Getty/Liza Rosales „Við sáum öll greinina sem skrifuð var í New York Post fyrr í þessari viku. Ég vil byrja á að segja að þessi grein sýnir ekki afstöðu þessa liðs,“ sagði fyrirliðinn Gorden eins og sjá má hér að ofan, og ljóst að henni var mikið niðri fyrir. Leikmenn í þessum klefa sem verða fyrir beinum skaða af greininni „Í búningsklefanum hef ég átt mörg samtöl við liðsfélaga mína undanfarna daga og þeir eru særðir eftir þessa grein, og finnst sumt af því sem þar er sagt vera viðbjóðslegt. Það er mér mjög mikilvægt að koma því á framfæri að við erum ósammála því sem skrifað var, af fjölmörgum ástæðum en aðallega vegna þess að undirtónninn virðist transfóbískur og einnig rasískur,“ sagði Gorden. „Greinin kallar eftir erfðaprófunum á ákveðnum leikmönnum og er með mynd af afrískum leikmanni í fyrirsögn, og það er mjög skaðlegt, og að mínu mati er það í eðli sínu rasískt, því að taka þennan hóp út fyrir og láta hann líta út fyrir að vera öðruvísi er algjörlega vandamál. Sem kona af blönduðum uppruna með svarta fjölskyldu er ég niðurbrotin yfir undirtóni þessarar greinar og ég finn fyrir mikilli verndartilfinningu gagnvart liðsfélögum mínum og þessu samfélagi sem einnig eru særð út af þessu, og það nær yfir starfsfólk og alla sem eru stuðningsmenn og aðdáendur. Og það eru leikmenn í þessari deild og í þessum búningsklefa sem verða fyrir beinum skaða af því sem skrifað var í greininni,“ bætti fyrirliðinn við. Bandaríski fótboltinn Málefni trans fólks Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
„Þessi grein sýnir ekki afstöðu þessa liðs,“ sögðu fyrirliðarnir Sarah Gorden og Angelina Anderson á blaðamannafundi þegar þær ræddu um grein Eddy, varnarmanns Angel City. Greinin birtist á mánudag, þegar Sveindís var hér á landi vegna landsleikjanna við Norður-Írland, en lokaleikur Angel City á tímabilinu er á morgun. Greinin hefur vakið mikla athygli en þar segir Eddy, sem byrjaði að spila í bandarísku deildinni fyrir ellefu árum síðan en hefur nánast ekkert spilað fyrir Angel City síðustu ár, að standa þurfi vörð um rétt kvenna til þess að spila á jafnréttisgrundvelli. Það þýði að gera þurfi kynjapróf eða sýna fram á að leikmenn hafi fæðst með eggjastokka. Vísar hún meðal annars til reglna um kynjapróf sem settar hafa verið af alþjóða frjálsíþróttasambandinu og fleirum. Sýnir ekki afstöðu þessa liðs Bandarískir miðlar benda á að engin trans kona sé í bandarísku úrvalsdeildinni og segja fyrirliðar Angel City að greinin lýsi bæði transfóbíu og rasisma. Í greininni er meðal annars birt mynd af hinni þeldökku Barbra Banda, landsliðskonu Sambíu, sem valin var knattspyrnukona ársins í Afríku í fyrra, og talað um að hún hafi orðið fyrir aðkasti áhorfenda vegna umræðu um hvort hún hefði fallið á kynjaprófi sem þó hefur aldrei verið staðfest. Fyrirliðinn Sarah Gorden sagði grein Eddy og framsetningu hennar einfaldlega viðbjóðslega.Getty/Liza Rosales „Við sáum öll greinina sem skrifuð var í New York Post fyrr í þessari viku. Ég vil byrja á að segja að þessi grein sýnir ekki afstöðu þessa liðs,“ sagði fyrirliðinn Gorden eins og sjá má hér að ofan, og ljóst að henni var mikið niðri fyrir. Leikmenn í þessum klefa sem verða fyrir beinum skaða af greininni „Í búningsklefanum hef ég átt mörg samtöl við liðsfélaga mína undanfarna daga og þeir eru særðir eftir þessa grein, og finnst sumt af því sem þar er sagt vera viðbjóðslegt. Það er mér mjög mikilvægt að koma því á framfæri að við erum ósammála því sem skrifað var, af fjölmörgum ástæðum en aðallega vegna þess að undirtónninn virðist transfóbískur og einnig rasískur,“ sagði Gorden. „Greinin kallar eftir erfðaprófunum á ákveðnum leikmönnum og er með mynd af afrískum leikmanni í fyrirsögn, og það er mjög skaðlegt, og að mínu mati er það í eðli sínu rasískt, því að taka þennan hóp út fyrir og láta hann líta út fyrir að vera öðruvísi er algjörlega vandamál. Sem kona af blönduðum uppruna með svarta fjölskyldu er ég niðurbrotin yfir undirtóni þessarar greinar og ég finn fyrir mikilli verndartilfinningu gagnvart liðsfélögum mínum og þessu samfélagi sem einnig eru særð út af þessu, og það nær yfir starfsfólk og alla sem eru stuðningsmenn og aðdáendur. Og það eru leikmenn í þessari deild og í þessum búningsklefa sem verða fyrir beinum skaða af því sem skrifað var í greininni,“ bætti fyrirliðinn við.
Bandaríski fótboltinn Málefni trans fólks Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira