Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2025 09:33 Kristófer Acox og Frank Aron Booker eru í stóru hlutverkum hjá Valsmenn og leiðtogar liðsins. @ghinfocus Valsmenn fengu slæman skell í síðustu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta og skoruðu aðeins 55 stig á heimavelli sínum í 35 stiga tapi á móti Grindavík. Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvöld spyrja sig líka hvað sé eiginlega í gangi hjá Valsliðinu. Bandaríkjamaðurinn LaDarien Griffin er ekki að hella sérfræðingana í Körfuboltakvöldi og langt frá því. Hann var með eina körfu á rúmum tuttugu mínútum í þessum skelli á móti Grindavík og er bara með 6,2 stig að meðaltali í leik í vetur. Hann getur ekkert þessi „Það er náttúrulega bara stórskrítið ef að þeir halda honum fram yfir landsleikjafríið,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Klippa: Hvað er í gangi hjá Val? „Þeir gerðu það með hinn fram að jólum í fyrravetur en hann getur ekkert þessi. Bara getur ekki neitt. Hann er góður í vörn af og til, en það sýndi sig bara þegar Ástþór [Svalason] kom inn á og tók víti í síðasta leik, en ekki hann,“ sagði Magnús. Þá vísar hann til þess að þegar Kristófer Acox fór meiddur af velli og það þurfti að velja aðra vítaskyttu á bekknum þá valdi Finnur Freyr Stefánsson þjálfari liðsins ekki Bandaríkjamanninn sinn. Augljóslega ekki nægilega góður „Við skulum ekki fara svo djúpt að segja að hann geti ekki neitt en hann er augljóslega ekki nægilega góður til þess að vera í þessari deild. Hvað þá með liði sem ætlar sér stóra hluti,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Sævar bendir á að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Valsmenn eru í vandræðum með erlendu leikmennina sína. Einhver vinaafsláttur „Það er eins og þeir séu að selja þá hugmynd að það sé hægt að ná langt án þess að vera með öll útlendingaígildin tilbúin eða með gæði. Svo þurfa þeir alltaf að fara í einhverjar hrókeringar. Ég bara skil þetta ekki. Þetta er bara einhver tilraunastarfsemi. Það er eins og þetta hafi verið einhver vinaafsláttur,“ sagði Sævar og hann vísar í það sem Pavel Ermolinskij sagði um þessar slæmu byrjanir Valsliðsins. „Það er enginn að setja það þannig upp að þeir ætli að fara hægt af stað. Þeir gera bara mistök í útlendingavali og íslenski kjarninn, sem eru lykilleikmenn, er að fara illa af stað. Það er eitthvað sem segir mér að það sé einhver þreyta komin í þetta, hvort sem það er komin þreyta í stjórnina, þjálfarateymið, leikmenn eða hvað það er. Það hlýtur að vera einhver alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina,“ sagði Sævar. Það má horfa á alla umræðuna um Valsmenn hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn LaDarien Griffin er ekki að hella sérfræðingana í Körfuboltakvöldi og langt frá því. Hann var með eina körfu á rúmum tuttugu mínútum í þessum skelli á móti Grindavík og er bara með 6,2 stig að meðaltali í leik í vetur. Hann getur ekkert þessi „Það er náttúrulega bara stórskrítið ef að þeir halda honum fram yfir landsleikjafríið,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Klippa: Hvað er í gangi hjá Val? „Þeir gerðu það með hinn fram að jólum í fyrravetur en hann getur ekkert þessi. Bara getur ekki neitt. Hann er góður í vörn af og til, en það sýndi sig bara þegar Ástþór [Svalason] kom inn á og tók víti í síðasta leik, en ekki hann,“ sagði Magnús. Þá vísar hann til þess að þegar Kristófer Acox fór meiddur af velli og það þurfti að velja aðra vítaskyttu á bekknum þá valdi Finnur Freyr Stefánsson þjálfari liðsins ekki Bandaríkjamanninn sinn. Augljóslega ekki nægilega góður „Við skulum ekki fara svo djúpt að segja að hann geti ekki neitt en hann er augljóslega ekki nægilega góður til þess að vera í þessari deild. Hvað þá með liði sem ætlar sér stóra hluti,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Sævar bendir á að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Valsmenn eru í vandræðum með erlendu leikmennina sína. Einhver vinaafsláttur „Það er eins og þeir séu að selja þá hugmynd að það sé hægt að ná langt án þess að vera með öll útlendingaígildin tilbúin eða með gæði. Svo þurfa þeir alltaf að fara í einhverjar hrókeringar. Ég bara skil þetta ekki. Þetta er bara einhver tilraunastarfsemi. Það er eins og þetta hafi verið einhver vinaafsláttur,“ sagði Sævar og hann vísar í það sem Pavel Ermolinskij sagði um þessar slæmu byrjanir Valsliðsins. „Það er enginn að setja það þannig upp að þeir ætli að fara hægt af stað. Þeir gera bara mistök í útlendingavali og íslenski kjarninn, sem eru lykilleikmenn, er að fara illa af stað. Það er eitthvað sem segir mér að það sé einhver þreyta komin í þetta, hvort sem það er komin þreyta í stjórnina, þjálfarateymið, leikmenn eða hvað það er. Það hlýtur að vera einhver alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina,“ sagði Sævar. Það má horfa á alla umræðuna um Valsmenn hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira