Lífið

Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vam­pírur

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Þessar voru ekki hræddar við að klæða sig upp í tilefni dagsins.
Þessar voru ekki hræddar við að klæða sig upp í tilefni dagsins. Samsett

Þrátt fyrir að deilt hafi verið um hvort að fresta ætti hrekkjavökunni á hinum ýmsu íbúðasíðum gripu heitustu stjörnurnar tækifærið til að klæða sig upp í alls konar búninga. Á samfélagsmiðlum mátti bregða fyrir vampírum, prinsessum og öðrum áhrifavöldum.

Þingmaðurinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir klæddi sig upp sem einn þjófanna sem rændu Louvre-safnið á dögunum. Hún skartaði fínustu skartgripum og bað fylgjendur sína að láta frönsku lögregluna ekki vita hvar hún væri stödd.

Áhrifavaldurinn Patrekur Jaime lét sér ekki nægja að vera einungis í einum búning. Fyrst klæddi hann sig upp sem Victoria Secret engillinn Adriana Lima, síðan Jennifer Lopez á MTV verðlaunaathöfn og að lokum Sofia Vergara sem Griselda Blanco.

Tik-tok stjarnan Brynhildur Gunnlaugsdóttir brá sér í gervi Kida, prinsessu Atlantis, úr Disney-kvikmyndinni Atlantis: Týnda borgin.

Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, klæddi sig upp í goth-stíl. 

Markaðsstjóri World Class og LXS-skvísan Birgitta Líf Björnsdóttir skellti sér í myndatöku í tilefni Hrekkjavökunnar. 

Þá héldu vinkonurnar og áhrifavaldarnir Sunneva Einars, Birta Líf Ólafsdóttir, Eva Einarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir smá partý fyrr í vikunni. 

Birta Líf klæddi sig upp sem áhrifavaldurinn Gugga í gúmmíbát. Gugga virtist hrærð og skrifaði í athugasemd við myndina að hún elskaði búninginn.

Áhrifavaldurinn Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, tók einnig þátt í fjörinu. Hann klæddi sig upp sem meðlimur Scooby-Doo gengisins, hún Velma.

Binniglee tók einnig þátt í fjörinu.instagram





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.