Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2025 11:33 Patrick Vieira er ekki lengur þjálfari ítalska félagsins Genoa. Hann var látinn taka pokann sinn í gær. Getty/Simone Arveda Íslenski landsliðsbakvörðurinn Mikael Egill Ellertsson er að fá nýjan þjálfara því Genoa ákvað að láta Patrick Vieira fara í gær. Vieira, sem er þekktastur fyrir að vera fyrrverandi miðjumaður Arsenal og franska landsliðsins, var ráðinn í nóvember 2024 og undir hans stjórn endaði liðið í þrettánda sæti í ítölsku A-deildinni. Gengið á þessu tímabili hefur verið afar dapurt. Genoa er nú á botni deildarinnar og enn án sigurs í deildinni á þessari leiktíð. Uppskeran er sex töp og þrjú jafntefli í níu deildarleikjum. Einu sigrar félagsins á tímabilinu hafa komið í tveimur leikjum í ítalska bikarnum. Genoa and Patrick Vieira have parted company 🤝 pic.twitter.com/8qXTvDqQUK— Sky Sports Football (@SkyFootball) November 1, 2025 Genoa staðfesti brotthvarf Vieira í gær, tveimur dögum fyrir leik liðsins gegn Sassuolo í ítölsku A-deildinni. Í yfirlýsingu á vefsíðu félagsins segir: „Genoa tilkynnir að Patrick Vieira er ekki lengur þjálfari aðalliðsins. Félagið vill þakka þjálfaranum og starfsliði hans fyrir þá alúð og fagmennsku sem þau hafa sýnt í störfum sínum og óskar þeim alls hins besta á framtíðarferli sínum.“ „Tæknileg stjórn aðalliðsins hefur verið falin Roberto Murgita til bráðabirgða, með aðstoð frá Domenico Criscito.“ Eftir að hafa stýrt Nice og New York City FC var Vieira í tvö ár knattspyrnustjóri Crystal Palace áður en hann hætti þar í mars 2023 og tók við sem aðalþjálfari Strasbourg í júlí 2023. Honum entist ekki þar nema til júlí 2024. Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Genoa í síðustu átta deildarleikjunum undir stjórn Viera og þar af spilaði hann allar níutíu mínúturnar í síðustu sex leikjum. Hann hefur spilað mest inni á miðjunni en einnig sem bakvörður eins og hjá íslenska landsliðinu. Mikael Egill Ellertsson í leik með Genoa á þessu tímabili.Gertty/sportinfoto/DeFodi Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Vieira, sem er þekktastur fyrir að vera fyrrverandi miðjumaður Arsenal og franska landsliðsins, var ráðinn í nóvember 2024 og undir hans stjórn endaði liðið í þrettánda sæti í ítölsku A-deildinni. Gengið á þessu tímabili hefur verið afar dapurt. Genoa er nú á botni deildarinnar og enn án sigurs í deildinni á þessari leiktíð. Uppskeran er sex töp og þrjú jafntefli í níu deildarleikjum. Einu sigrar félagsins á tímabilinu hafa komið í tveimur leikjum í ítalska bikarnum. Genoa and Patrick Vieira have parted company 🤝 pic.twitter.com/8qXTvDqQUK— Sky Sports Football (@SkyFootball) November 1, 2025 Genoa staðfesti brotthvarf Vieira í gær, tveimur dögum fyrir leik liðsins gegn Sassuolo í ítölsku A-deildinni. Í yfirlýsingu á vefsíðu félagsins segir: „Genoa tilkynnir að Patrick Vieira er ekki lengur þjálfari aðalliðsins. Félagið vill þakka þjálfaranum og starfsliði hans fyrir þá alúð og fagmennsku sem þau hafa sýnt í störfum sínum og óskar þeim alls hins besta á framtíðarferli sínum.“ „Tæknileg stjórn aðalliðsins hefur verið falin Roberto Murgita til bráðabirgða, með aðstoð frá Domenico Criscito.“ Eftir að hafa stýrt Nice og New York City FC var Vieira í tvö ár knattspyrnustjóri Crystal Palace áður en hann hætti þar í mars 2023 og tók við sem aðalþjálfari Strasbourg í júlí 2023. Honum entist ekki þar nema til júlí 2024. Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Genoa í síðustu átta deildarleikjunum undir stjórn Viera og þar af spilaði hann allar níutíu mínúturnar í síðustu sex leikjum. Hann hefur spilað mest inni á miðjunni en einnig sem bakvörður eins og hjá íslenska landsliðinu. Mikael Egill Ellertsson í leik með Genoa á þessu tímabili.Gertty/sportinfoto/DeFodi
Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira