Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. nóvember 2025 07:44 Fram kemur í greinargerð með tillögunni að álft hafi verið friðuð á Íslandi frá árinu 1913 en álftarstofninn hafi stækkað verulega. Vísir/Vilhelm Þingmenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins vilja að reglur um veiðar á nokkrum fuglategundum verði rýmkaðar í því skini að takmarka ágang fuglanna á tún og kornakra. Þá leggja þingmennirnir til að ráðherra geri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir álftir og gæsastofna á Íslandi í samvinnu við hagsmunaaðila og Náttúrufræðistofnun. Þetta kemur fram í þingsályktunartillögu þeirra Þorarins Inga Péturssonar, Sigurðar Inga Jóhannssonar og Stefáns Vagns Stefánssonar, þingmanna Framsóknarflokksins og Þorgríms Sigmundssonar, þingmanns Miðflokksins, sem dreift hefur verið á Alþingi. Þetta er í fjórða sinn sem tillaga sama efnis er lögð fram á þingi. Þar er lagt til að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra verði falið að útbúa tillögur um heimild til tímabundinna og skilyrtra veiða á eftirfarandi tegundum fugla utan hefðbundins veiðitíma þeirra. Tímabilið fyrir álft, grágæs, heiðagæs og helsingja á kornökrum og túnum miðist við 15. mars til 20. ágúst og veiðar á álft á kornökrum frá 1. maí til 1. október. Leyfin verði veitt á þeim svæðum þar sem þörf sé talin á aðgerðum vegna ágangs fuglanna. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins og bóndi, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.Vísir/Vilhelm „Álftir, grágæsir, heiðagæsir og helsingjar valda miklu tjóni á túnum og kornökrum. Þörf er á að finna leiðir fyrir bændur til þess að stemma stigu við ágangi álfta og gæsa. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun og Bændasamtök Íslands hafa tekið saman upplýsingar um ágang af völdum gæsa og álfta á ræktarlönd. Hægt er að byggja á þeirri vinnu við mat á þörf til að bregðast við ágangi. Eftir sem áður þarf að tryggja vernd stofnanna og meta árangur aðgerðanna,“ segir meðal annars í greinargerð með tillögunni. Þar er einnig reifað hvers vegna þörf er talin á að veita tímabundna heimild til skilyrtra veiða af hverri tegund, utan hefðbundins veiðitíma þeirra, auk þess sem bent er á að ágangur álfta og gæsa valdi bændum fjárhagslegu tjóni. Það einskorðast ekki við Ísland. „Flutningsmenn telja nauðsynlegt að setja markmið um stærð stofna álfta og gæsa. Þá er mikilvægt að til verði skýr heimild og áætlun um veiðar á álft og gæs í því skyni að minnka tjón bænda, hvort sem hún felur í sér breytingar á lögum eða eftir atvikum reglugerðum þar að lútandi. Samhliða þessari aðgerð verði gerð áætlun um að tryggja vernd stofnanna,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Alþingi Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Fuglar Landbúnaður Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Þetta kemur fram í þingsályktunartillögu þeirra Þorarins Inga Péturssonar, Sigurðar Inga Jóhannssonar og Stefáns Vagns Stefánssonar, þingmanna Framsóknarflokksins og Þorgríms Sigmundssonar, þingmanns Miðflokksins, sem dreift hefur verið á Alþingi. Þetta er í fjórða sinn sem tillaga sama efnis er lögð fram á þingi. Þar er lagt til að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra verði falið að útbúa tillögur um heimild til tímabundinna og skilyrtra veiða á eftirfarandi tegundum fugla utan hefðbundins veiðitíma þeirra. Tímabilið fyrir álft, grágæs, heiðagæs og helsingja á kornökrum og túnum miðist við 15. mars til 20. ágúst og veiðar á álft á kornökrum frá 1. maí til 1. október. Leyfin verði veitt á þeim svæðum þar sem þörf sé talin á aðgerðum vegna ágangs fuglanna. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins og bóndi, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.Vísir/Vilhelm „Álftir, grágæsir, heiðagæsir og helsingjar valda miklu tjóni á túnum og kornökrum. Þörf er á að finna leiðir fyrir bændur til þess að stemma stigu við ágangi álfta og gæsa. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun og Bændasamtök Íslands hafa tekið saman upplýsingar um ágang af völdum gæsa og álfta á ræktarlönd. Hægt er að byggja á þeirri vinnu við mat á þörf til að bregðast við ágangi. Eftir sem áður þarf að tryggja vernd stofnanna og meta árangur aðgerðanna,“ segir meðal annars í greinargerð með tillögunni. Þar er einnig reifað hvers vegna þörf er talin á að veita tímabundna heimild til skilyrtra veiða af hverri tegund, utan hefðbundins veiðitíma þeirra, auk þess sem bent er á að ágangur álfta og gæsa valdi bændum fjárhagslegu tjóni. Það einskorðast ekki við Ísland. „Flutningsmenn telja nauðsynlegt að setja markmið um stærð stofna álfta og gæsa. Þá er mikilvægt að til verði skýr heimild og áætlun um veiðar á álft og gæs í því skyni að minnka tjón bænda, hvort sem hún felur í sér breytingar á lögum eða eftir atvikum reglugerðum þar að lútandi. Samhliða þessari aðgerð verði gerð áætlun um að tryggja vernd stofnanna,“ segir ennfremur í greinargerðinni.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Fuglar Landbúnaður Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira