Fótbolti

Fyrsti sigur í hús hjá Genoa

Siggeir Ævarsson skrifar
Mikael Egill í leik gegn Parma fyrr í vetur
Mikael Egill í leik gegn Parma fyrr í vetur Vísir/Getty

Mikael Egill Ellertsson og félagar í Genoa léku í kvöld sinn fyrsta leik í Seríu A eftir að Patrick Viera var leystur frá störfum sem þjálfari liðsins þegar liðið sótti Sassuolo heim.

Gestirnir komust yfir strax á 18. mínútu með marki frá Ruslan Malinovskyi en heimamenn í Sassuolo jöfnuðu metin í upphafi síðari hálfleiks.

Þeir Roberto Murgita og Domenico Criscito, sem stýra liðinu tímabundið, ákváðu að setja Mikael Egil á bekkinn en hann kom inná völlinn á 69. mínútu. Genoa lagði allt kapp á að skora undir lokin og í uppbótartíma kom Leo Østigård boltanum í netið og reyndist það sigurmarkið.

Fyrstu sigur Genoa því kominn í hús og liðið lyftir sér af botninum í 18. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×