Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Aron Guðmundsson skrifar 4. nóvember 2025 07:30 Strákarnir okkar á Evrópumótinu í upphafi árs 2024 Vísir/Getty Handboltaþjálfarinn Einar Jónsson hefur áhyggjur af skorti á leiðtogum í íslenska karlalandsliðinu í handbolta en sá þó marga jákvæða punkta í leikjum liðsins í nýafstöðnu landsliðsverkefni nú þegar dregur nær næsta stórmóti. Strákarnir okkar spiluðu tvo æfingaleiki við Þjóðverja á dögunum. Þeim fyrri lauk með of stóru ellefu marka tapi og leist mönnum ekki á blikuna en nokkrum dögum síðar mættust liðin aftur í Munchen og þar bar íslenska liðið tveggja marka sigur úr býtum 31-29. Einar er þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Fram og er reglulega í hlutverki sérfræðings íþróttadeildar Sýnar þegar kemur að íslenska landsliðinu og hann var ánægður með það sem hann sá frá liðinu í seinni leiknum gegn Þjóðverjum. „Maður fylltist bjartsýni aftur eftir seinni leikinn,“ segir Einar aðspurður um það hvernig hann horfir á nýafstaðið landsliðsverkefni. „Hann var virkilega góður. Þetta er það lið sem að maður þekkir og vonast eftir að maður sjái inn á vellinum. Ég er svo sem bara bjartsýnn á framhaldið en eftir fyrri leikinn var maður ekkert svakalega bjartsýnn. Svo er það líka bara spurning núna hvort það hafi verið jákvætt að fá smá skell svo menn vakni aðeins, því við megum ekki vera að fá þessa skelli í janúar. Það er ljóst því þá getur þetta farið illa.“ Eitthvað til að hafa áhyggjur af En er þá hægt að skrifa þetta stóra tap í fyrri leiknum á að íslenska liðið hafi einfaldlega bara ekki hitt á sinn dag eða er eitthvað stærra og meira á bak við þá frammistöðu sem liðið sýndi þar? „Auðvitað var þetta bara ekki þeirra dagur. Það er náttúrulega engin spurning. Utan frá séð leit þetta þannig út að hugarfarið hafi ekki verið gott komandi inn í leikinn sem og í leiknum. Svo verður þetta bara hálf ráðalaust. Þetta er eitthvað til að hafa áhyggjur af, við áttum svona leik á síðasta stórmóti líka og þurfum virkilega að passa upp á að vera alltaf hundrað prósent með á nótunum þegar að hólminn kemur.“ Saknaði Arons Þá er Einar á þeirri skoðun að það vanti afgerandi leiðtoga inn á vellinum hjá íslenska landsliðinu. „Maður veltir því fyrir sér hvort það hafi vantað einhvern leiðtoga til að stíga inn í þegar að það gekk sem verst, þegar að menn áttuðu sig á því að þetta var ekki að fara í rétta átt. Einhvern sem lætur menn heyra það eða peppar menn upp. Ég saknaði Arons Pálmarssonar í þessum leik, ekkert endilega með það fyrir augum að hann þyrfti að vera raða inn mörkum heldur sem leiðtogi. Andlegur leiðtogi liðsins. Það er eitthvað sem maður hjó eftir. Mér finnst það vanta í þetta lið.“ Aron Pálmarsson lagði skóna á hilluna fyrr á árinuSanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Ekki sé skortur á heimsklassa leikmönnum í íslenska landsliðinu. „Við er náttúrulega með frábæra handboltamenn innan okkar raða, tvo til þrjá leikmenn sem eru á meðal topp átta bestu handboltamanna í heiminum. En þeir eru kannski ekkert svona rosalega út á við (e.outgoing) týpur og leiða liðið að einhverju leiti bara áfram með sinni góðu frammistöðu og getu sem handboltamenn. En maður spyr sig hver ætlar að taka þetta hlutverk sem Aron Pálmarsson er að skilja eftir sig. Að vera þessi leiðtogi sem talar inn í klefanum, inni í hálfleik, fyrir- og eftir leiki. Hver frontar þjálfarann með einhverja hluti og hver er að fronta liðið þegar að gengur illa. Mér finnst Snorri vera einhvern veginn einn í þessu. Þú þarft líka að fá einhvern leikmenn sem getur leitt liðið áfram. Það er bara áskorun fyrir Snorra og þjálfarateymið að finna út úr því.“ Stöðugleiki helsta áskorunin Strákarnir okkar luku nýafstöðnu landsliðsverkefni með virkilega flottri frammistöðu og góðum sigri fyrir framan troðfulla höll af Þjóðverjum í Munchen og er Einar mjög ánægður með það sem hann sá frá liðinu þar. „Heildarmyndin var mjög góð. Við vorum að vinna þennan leik og það þrátt fyrir að Ómar Ingi hafi ekki verið á sínum besta degi. Mér fannst ég sjá ákveðin gildi og reglur í vörninni sem voru mjög augljósar. Þristarnir hjá okkur voru góðir. Við vorum að spila með Elvar, spila með Ými og Arnar Frey. Þeir voru að rúlla þessu að miklu leiti og ég var mjög hrifinn af því. Arnar Freyr Arnarsson heillaði Einar í sigurleiknum gegn Þjóðverjum „Arnar Freyr kom mjög sterkur inn í þennan leik og þá var Björgvin Páll frábær. Heildarmyndin var góð. Fáir tapaðir boltar, við erum agaðir og eðlilega þar sem að við vorum að vinna Þjóðverja á þeirra eigin heimavelli. Við vitum alveg að þetta lið getur þetta, svo er þetta bara spurning um stöðugleika í frammistöðunni. Það er það sem verður helsta áskorunin í janúar. Að reyna halda þessu gæðastigi út allt mótið og í öllum leikjunum.“ Íslenska landsliðið er á meðal þátttökuþjóða á Evrópumótinu í handbolta í janúar næstkomandi. Mótið verður haldið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og mun Ísland spila leiki sína í riðlakeppninni í Kristianstad í Svíþjóð. Þar er liðið í F-riðli með Ungverjum, Pólverjum og Ítölum. Fyrsti leikur liðsins er gegn Ítalíu þann 16. janúar. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Sjá meira
Strákarnir okkar spiluðu tvo æfingaleiki við Þjóðverja á dögunum. Þeim fyrri lauk með of stóru ellefu marka tapi og leist mönnum ekki á blikuna en nokkrum dögum síðar mættust liðin aftur í Munchen og þar bar íslenska liðið tveggja marka sigur úr býtum 31-29. Einar er þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Fram og er reglulega í hlutverki sérfræðings íþróttadeildar Sýnar þegar kemur að íslenska landsliðinu og hann var ánægður með það sem hann sá frá liðinu í seinni leiknum gegn Þjóðverjum. „Maður fylltist bjartsýni aftur eftir seinni leikinn,“ segir Einar aðspurður um það hvernig hann horfir á nýafstaðið landsliðsverkefni. „Hann var virkilega góður. Þetta er það lið sem að maður þekkir og vonast eftir að maður sjái inn á vellinum. Ég er svo sem bara bjartsýnn á framhaldið en eftir fyrri leikinn var maður ekkert svakalega bjartsýnn. Svo er það líka bara spurning núna hvort það hafi verið jákvætt að fá smá skell svo menn vakni aðeins, því við megum ekki vera að fá þessa skelli í janúar. Það er ljóst því þá getur þetta farið illa.“ Eitthvað til að hafa áhyggjur af En er þá hægt að skrifa þetta stóra tap í fyrri leiknum á að íslenska liðið hafi einfaldlega bara ekki hitt á sinn dag eða er eitthvað stærra og meira á bak við þá frammistöðu sem liðið sýndi þar? „Auðvitað var þetta bara ekki þeirra dagur. Það er náttúrulega engin spurning. Utan frá séð leit þetta þannig út að hugarfarið hafi ekki verið gott komandi inn í leikinn sem og í leiknum. Svo verður þetta bara hálf ráðalaust. Þetta er eitthvað til að hafa áhyggjur af, við áttum svona leik á síðasta stórmóti líka og þurfum virkilega að passa upp á að vera alltaf hundrað prósent með á nótunum þegar að hólminn kemur.“ Saknaði Arons Þá er Einar á þeirri skoðun að það vanti afgerandi leiðtoga inn á vellinum hjá íslenska landsliðinu. „Maður veltir því fyrir sér hvort það hafi vantað einhvern leiðtoga til að stíga inn í þegar að það gekk sem verst, þegar að menn áttuðu sig á því að þetta var ekki að fara í rétta átt. Einhvern sem lætur menn heyra það eða peppar menn upp. Ég saknaði Arons Pálmarssonar í þessum leik, ekkert endilega með það fyrir augum að hann þyrfti að vera raða inn mörkum heldur sem leiðtogi. Andlegur leiðtogi liðsins. Það er eitthvað sem maður hjó eftir. Mér finnst það vanta í þetta lið.“ Aron Pálmarsson lagði skóna á hilluna fyrr á árinuSanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Ekki sé skortur á heimsklassa leikmönnum í íslenska landsliðinu. „Við er náttúrulega með frábæra handboltamenn innan okkar raða, tvo til þrjá leikmenn sem eru á meðal topp átta bestu handboltamanna í heiminum. En þeir eru kannski ekkert svona rosalega út á við (e.outgoing) týpur og leiða liðið að einhverju leiti bara áfram með sinni góðu frammistöðu og getu sem handboltamenn. En maður spyr sig hver ætlar að taka þetta hlutverk sem Aron Pálmarsson er að skilja eftir sig. Að vera þessi leiðtogi sem talar inn í klefanum, inni í hálfleik, fyrir- og eftir leiki. Hver frontar þjálfarann með einhverja hluti og hver er að fronta liðið þegar að gengur illa. Mér finnst Snorri vera einhvern veginn einn í þessu. Þú þarft líka að fá einhvern leikmenn sem getur leitt liðið áfram. Það er bara áskorun fyrir Snorra og þjálfarateymið að finna út úr því.“ Stöðugleiki helsta áskorunin Strákarnir okkar luku nýafstöðnu landsliðsverkefni með virkilega flottri frammistöðu og góðum sigri fyrir framan troðfulla höll af Þjóðverjum í Munchen og er Einar mjög ánægður með það sem hann sá frá liðinu þar. „Heildarmyndin var mjög góð. Við vorum að vinna þennan leik og það þrátt fyrir að Ómar Ingi hafi ekki verið á sínum besta degi. Mér fannst ég sjá ákveðin gildi og reglur í vörninni sem voru mjög augljósar. Þristarnir hjá okkur voru góðir. Við vorum að spila með Elvar, spila með Ými og Arnar Frey. Þeir voru að rúlla þessu að miklu leiti og ég var mjög hrifinn af því. Arnar Freyr Arnarsson heillaði Einar í sigurleiknum gegn Þjóðverjum „Arnar Freyr kom mjög sterkur inn í þennan leik og þá var Björgvin Páll frábær. Heildarmyndin var góð. Fáir tapaðir boltar, við erum agaðir og eðlilega þar sem að við vorum að vinna Þjóðverja á þeirra eigin heimavelli. Við vitum alveg að þetta lið getur þetta, svo er þetta bara spurning um stöðugleika í frammistöðunni. Það er það sem verður helsta áskorunin í janúar. Að reyna halda þessu gæðastigi út allt mótið og í öllum leikjunum.“ Íslenska landsliðið er á meðal þátttökuþjóða á Evrópumótinu í handbolta í janúar næstkomandi. Mótið verður haldið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og mun Ísland spila leiki sína í riðlakeppninni í Kristianstad í Svíþjóð. Þar er liðið í F-riðli með Ungverjum, Pólverjum og Ítölum. Fyrsti leikur liðsins er gegn Ítalíu þann 16. janúar.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Sjá meira