Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar 4. nóvember 2025 13:01 Kristján og María slíta samvistum. Þau eiga saman tvö börn og eru sammála um að samvistarslitin eigi að bitna eins lítið á börnunum og mögulegt er. Þau undirrita samning um sameiginlega forsjá og skipta búsetu. Samið er um að engin meðlög verði greidd enda muni börnin búa jafnt hjá báðum og þau eiga ekki von vandkvæðum við að koma sér saman um kostnaðarskiptingu þegar þarf að kaupa nýjar úlpur eða borga fótboltaferðalag. Lögheimili verður hjá Maríu. Af því að hún vill það. Kristján er hæstánægður með skipta búsetu og engar meðlagsgreiðslur svo hann segir bara já. Lögheimilið er í raun bara formsatriði þegar foreldrar eru sammála um það hvar börnin skuli ganga í skóla og sækja heilbrigðisþjónustu, hefur hann heyrt. Kristján hefur haft hærri tekjur en María í nokkur ár og hann ætlar nú ekki að fara að hætta samningi um skipta búsetu og góðu samkomulagi um allt sem snýr að börnunum með því að heimta lögheimili annars þeirra eða beggja. Allt gengur nokkuð vel um tíma. Börnin dvelja til jafns á báðum heimilum og samkomulag Kristjáns og Maríu snarbatnar við samvistarslitin. Kristján hefur sveigjanlegan vinnutíma og sér um að koma börnunum í tómstundastarf í mömmuvikum. María er með börnin þegar hann þarf að fara í vinnuferðir til útlanda. Kristján borgar tómstundastarf, skólamáltíðir, skó og yfirhafnir. Börnin eiga að njóta alls hins besta og Kristján er með ágætar tekjur og setur það ekki fyrir sig þótt þessi kostnaður lendi á honum. En þegar liðnir eru 9 mánuðir frá sambúðarslitum ákveður María að slíta samningi um skipta búsetu. Ástæðan sem María gefur fyrir þessari ákvörðun er sú að Kristján hafi umgengnina algjörlega eftir sínu höfði. Kristján mótmælir þessu enda er sannleikurinn sá að þau hafa náð samkomulagi um að börnin séu hjá Maríu 2-3 daga aukalega í mánuði vegna vinnuferða hans til útlanda. María hefur hafnað því að börnin verði þá lengur hjá honum næstu viku á eftir og hann hefur ekki gengið eftir því. Þó svo að Kristján geti sannað að fullt samkomulag hafi verið um þetta fyrirkomulag og að hann hafi séð um akstur í tómstundastarf í mömmuvikum, þá skiptir það engu máli. Samningur um skipta búsetu er ekki úrskurður og María getur rift honum einhliða. Þegar samningi um skipta búsetu er slitið eru börnin skráð með fasta búsetu hjá móður sinni, þar sem hún fer með lögheimilið. Það breytir sem betur fer engu fyrir börnin því þau búa áfram á heimili hans aðra hverja viku. Það breytir þó heilmiklu fyrir Kristján sem í kjölfarið er úrskurðaður til að greiða aukið meðlag með báðum börnunum auk þess sem réttur hans til barnabóta fellur niður. Rökin eru þau að þar sem börnin hafi fasta búsetu hjá móður sinni sé það hún sem sjái fyrir þeim. Kristján þurfi því ekki á barnabótum að halda og eðlilegt að hann greiði sinn hluta af framfærslu barnanna. Jú, auðvitað þarf Kristján eftir sem áður að bjóða þeim upp á viðunandi húsnæði og sjá þeim fyrir fæði og húsnæði þegar þau eru hjá honum. Þegar hann spyr fulltrúa sýslumanns hversvegna sá kostnaður dragist ekki frá meðlögum, fær hann það svar að húsnæðiskostnaður föður og matarinnkaup í pabbavikum, teljist ekki framfærsla barns í skilningi laga. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Fjölskyldumál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Kristján og María slíta samvistum. Þau eiga saman tvö börn og eru sammála um að samvistarslitin eigi að bitna eins lítið á börnunum og mögulegt er. Þau undirrita samning um sameiginlega forsjá og skipta búsetu. Samið er um að engin meðlög verði greidd enda muni börnin búa jafnt hjá báðum og þau eiga ekki von vandkvæðum við að koma sér saman um kostnaðarskiptingu þegar þarf að kaupa nýjar úlpur eða borga fótboltaferðalag. Lögheimili verður hjá Maríu. Af því að hún vill það. Kristján er hæstánægður með skipta búsetu og engar meðlagsgreiðslur svo hann segir bara já. Lögheimilið er í raun bara formsatriði þegar foreldrar eru sammála um það hvar börnin skuli ganga í skóla og sækja heilbrigðisþjónustu, hefur hann heyrt. Kristján hefur haft hærri tekjur en María í nokkur ár og hann ætlar nú ekki að fara að hætta samningi um skipta búsetu og góðu samkomulagi um allt sem snýr að börnunum með því að heimta lögheimili annars þeirra eða beggja. Allt gengur nokkuð vel um tíma. Börnin dvelja til jafns á báðum heimilum og samkomulag Kristjáns og Maríu snarbatnar við samvistarslitin. Kristján hefur sveigjanlegan vinnutíma og sér um að koma börnunum í tómstundastarf í mömmuvikum. María er með börnin þegar hann þarf að fara í vinnuferðir til útlanda. Kristján borgar tómstundastarf, skólamáltíðir, skó og yfirhafnir. Börnin eiga að njóta alls hins besta og Kristján er með ágætar tekjur og setur það ekki fyrir sig þótt þessi kostnaður lendi á honum. En þegar liðnir eru 9 mánuðir frá sambúðarslitum ákveður María að slíta samningi um skipta búsetu. Ástæðan sem María gefur fyrir þessari ákvörðun er sú að Kristján hafi umgengnina algjörlega eftir sínu höfði. Kristján mótmælir þessu enda er sannleikurinn sá að þau hafa náð samkomulagi um að börnin séu hjá Maríu 2-3 daga aukalega í mánuði vegna vinnuferða hans til útlanda. María hefur hafnað því að börnin verði þá lengur hjá honum næstu viku á eftir og hann hefur ekki gengið eftir því. Þó svo að Kristján geti sannað að fullt samkomulag hafi verið um þetta fyrirkomulag og að hann hafi séð um akstur í tómstundastarf í mömmuvikum, þá skiptir það engu máli. Samningur um skipta búsetu er ekki úrskurður og María getur rift honum einhliða. Þegar samningi um skipta búsetu er slitið eru börnin skráð með fasta búsetu hjá móður sinni, þar sem hún fer með lögheimilið. Það breytir sem betur fer engu fyrir börnin því þau búa áfram á heimili hans aðra hverja viku. Það breytir þó heilmiklu fyrir Kristján sem í kjölfarið er úrskurðaður til að greiða aukið meðlag með báðum börnunum auk þess sem réttur hans til barnabóta fellur niður. Rökin eru þau að þar sem börnin hafi fasta búsetu hjá móður sinni sé það hún sem sjái fyrir þeim. Kristján þurfi því ekki á barnabótum að halda og eðlilegt að hann greiði sinn hluta af framfærslu barnanna. Jú, auðvitað þarf Kristján eftir sem áður að bjóða þeim upp á viðunandi húsnæði og sjá þeim fyrir fæði og húsnæði þegar þau eru hjá honum. Þegar hann spyr fulltrúa sýslumanns hversvegna sá kostnaður dragist ekki frá meðlögum, fær hann það svar að húsnæðiskostnaður föður og matarinnkaup í pabbavikum, teljist ekki framfærsla barns í skilningi laga. Höfundur er lögmaður.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun